15.8.2008 | 12:51
Það voru hans orð að kalla ráðhúsið vændishús ekki mín.......
Ég hitti ,,Granna" (sem er þó ekki lengur granni minn) í gærkvöld þegar ég var að koma af fundi. Við ,,granni" tökum tal svona af og til. Það eru oft æði sérkennilegar umræður. Ég ætla lýsa því hér og nú sem okkur fór á milli í gærkvöld, þetta sérkennilega kvöld þar sem undarlegir atburðir áttu sér stað í stærsta og dýrasta leikhúsi landsins. Ég ætla hafa það skáletrað sem ég lagði til málanna í þessu skrítna samtali.
Jæja Palli minn nú hlýtur þú að vera ánægður með nýjasta gjörninginn í borginni ha. Flokkurinn þinn Sjálfstæðisflokkurinn ,,ég er ekki sjálfstæðismaður" víst ertu sjalli. Þið hljótið að vera ánægðir ha nú loksins hefur þessi risavaxni minnisvarði sem Foringinn ykkar hann Davíð ,,hann er ekki minn foringi í guðsbænum" reisti sér í drullupollinum sem í daglegu máli kallast Tjörnin fengið nýtt nafn sem hæfir. Heyrðu Davíð er ekki foringinn minn. Hann er víst foringinn þinn. En hvað um það hefur þú fylgst með dramanu í borginni? Hegðun fólksins er með þeim hætti að manni er ofboðið. Atburðirnir minna á vændi. Ráðhúsið er orðið að stærsta vændishúsi á landinu.
Þögn, löng þögn. Granni gekk á brott. En mikið er ég nú ánægður að það var ,,granni" sem lét þessi orð falla en ekki ég. Granni var komin dágóðan spöl þegar ég tók mig til og kallaði á eftir honum ,,heyrðu granni þetta sýnir bara hversu framsýnn hann Dabbi var þegar hann reisti húsið, hann hefur séð fyrir sér hvað framtíðin myndi bera í skauti sér".
Ég dreif mig heim. Ég hafði misst af kvöldfréttum en vissi hvaða innst inni hvaða atburðir hafi átt sér stað. Ég leit til himins. Himininn var dökkur hvert sem litið var. Og ég tók upp myndavélina og smellti af einni og svei mér þá ef hún er ekki lýsandi fyrir það sem hafði gerst. Það grétu allir, meira segja himnarnir, þeir grétu þó þurrum tárum. Er nema hægt að vera dapur. Atburðir síðustu vikna og mánuði hafa saurgað pólitíkina. Það er ekki hægt lengur að bera virðingu fyrir þessu fólki sem þar stjórnar. Hvenær ætlar þessi endemis vitleysa að taka enda? Af hverju í ósköpunum tekur sig engin til og tuskar þetta fólk til hlýðni? Hvenær ætla stjórnmálaskýrendur að fara kalla hlutina sínum réttum nöfnum?. Ég hef fengið nóg, það hafa allir fengið nóg, nema þeir sem standa á fjölum þessa brjálaða leikhúss. Ég segi bara eins og Stór snillingurinn Steinn Steinarr forðum daga ,,ekki meir ekki meir".
Ætla skjótast á völlinn í kvöld og horfa á 2. flokk kvenna taka á móti Selfyssingum í Vísabikarnum. Stelpurnar okkar í Þór/KA hafa titil að verja. Þeir leikþættir sem knattspyrnustelpurnar okkar bjóða uppá er engin drama, þar fá allir það sem þeir óska þ.e.a.s. skemmtun.
Að lokum sendi ég fyrrum skipsfélaga og kunningja mínum honum Kalla Karlesar góðar kveðjur en hann á afmæli í dag.
Fróðleikur dagsins: Ég reyndi einu sinni að sniffa kók, en ísmolarnir festust í nefinu á mér.
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 190698
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott mynd af borgarstjóranum! (er þessi vindhani ekki annars hann? )
Er þessi granni þinn nágranni eða er hann bara "vitgranni" ?
Gunnar Th. (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 17:18
Gunnar það var gott að þú nefndir þetta fyrst, jú þetta var meiningin á bak við myndina
Páll Jóhannesson, 16.8.2008 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.