11.8.2008 | 21:34
Snilldartaktar og góður fyrirlestur hjá Sigga Ragga
Pæjumót 2008 var haldið um liðna helgi þar sem knattspyrnusnillingar úr 4. 5. 6. og 7. flokki stúlka sýndu snilldartakta eins og þeim einum er lagið. Ég þangað. Þetta er í annað sinn í sumar sem ég fer á knattspyrnumót hjá stúlkum. Ég hef lært talsvert af því. Hafði aldrei fram að þessu verið á knattspyrnumótum hjá stúlkum en þó nokkru sinnum hjá strákum. Eðlilegt það sem báðar dæturnar voru ekki svo ýkja mikið í boltanum en aftur á móti var sonurinn talsvert í tuðrusparki.
Hvað um það. Munurinn liggur klárlega í því að hjá kvenþjóðinni er meiri leikgleði. Hjá strákunum er klárlega lögð meiri áhersla á sigur. Horfði iðulega uppá foreldra og forráðamenn drengja hér áður fyrr hreinlega missa sig svo að með ólíkindum var. Í dag alla vega í yngri flokkum hjá stúlkum er þetta mun afslappaðra og notalegra. Þannig á það auðvitað að vera. Það er lífsnauðsýnlegt að leyfa þessum krökkum að þroskast í friði án allra óþarfa pressu. Pressan kemur síðar það er deginum ljósara.
Í mínu félagi er það þannig a.m.k. hjá þjálfurum þessara stúlkna að upp er lagt með leikgleði og að hafa gaman af hlutunum, og líta á sigur í leik sem bónus en ekki að krafa sé gerð um slíkt. Í þannig umhverfi eru mun meiri líkur til að krakkarnir endist lengur í íþróttinni og þá sérstaklega fyrir þá sem seinni eru til í þroska, því börn þroskast misjafnlega hratt.
Í flokknum þar sem mín barnabörn eru tekst þetta með miklum ágætum. Um helgina fóru stelpurnar í einskonar þróunaraðstoð. Hún fór þannig fram að lið Skallagríms úr Borgarnesi kom svo fámennt í 7. flokki B- liða að við lánuðum þeim tvo leikmenn í hvern leik hjá þeim. Þessu var svo skipt bróðurlega milli stelpnanna. Allar fengu að spila sem lánsmenn með Skallagrími. Þetta þótti öllum stelpunum bara gaman. Fór svo að Skallagrímur vann í raun sinn riðil í B-liðum og þeirra helsti markaskorari var Þórsari. En af þessum sökum gat liðið ekki unnið riðilinn. En þær fengu háttvísiverðlaun í þessum flokki sem var bara glæsilegt.
Af flokknum hjá Margréti og Elínu var það að frétta að þeirra lið lenti í þriðja sætið var þeirra hlutskipti. Og þótt leikgleðin hafi veirð í fyrirrúmi var brosið á andlitum þeirra ósvikið þegar þær tóku á móti verðlaununum. Verðlaunapeningur um hálsinn og bikar = stórt bros. Og ekki skemmdi fyrir að knattpyrnudrottningin, landsliðskonan og leikmaður Þór/KA Rakel Hönnudóttir afhenti verðlaunin með aðstoð Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar landsliðsþjálfara kvenna. Síðast en ekki síst voru þær sérdeildis ánægðar með þetta þar sem Rakel er jú ein af þeim sem þjálfar þennan flokk.
Skrapp á laugardagskvöldið þegar knattspyrnuhetjurnar voru lagstar til svefns fór ég í bíósalinn og hlustaði á fyrirlestur hjá Sigurði Ragnari Eyjólfssyni landsliðsþjálfara. Hann kynnti í máli og myndum hvernig hann leggur upp með vinnu í kringum A- landslið kvenna. Snilldar fyrirlestur. Eftir á vissi maður talsvert mikið meir og ekki minnkaði álit mitt á þessu unga og snjalla þjálfara eftir þetta kvöld.
Án þess að rekja neitt nánar um hvað hann fjallaði eða úttala mig meir um helgina sem slíka þá aðeins rétt í blálokin - takk fyrir mig og nú get ég látið mig hlakka til næsta knattspyrnumót hjá þessum drottningum.
Fróðleikur dagsins: Pablo Picasso var yfirgefinn af ljósmóðurinni þegar hann fæddist því hún taldi hann hafa fæðst andvana. Honum var bjargað af frænda sínum.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 190698
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flottar stelpur
Anna Bogga (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.