Leita í fréttum mbl.is

Þrumufleygur

Það er handagangur í öskjunni þessa daganna. Styttist í Þýskaland. Skrapp í Lönguhlíðina og fríkka aðeins upp á sandkassann hjá krökkunum. Blessaður kassinn hefur greinilega fengið misjafna meðferð hjá fyrri eigendum. Nokkrar skrúfur hér og hvar, nýjar lamir og svo í lokin borið á hann viðarolía og gripurinn eins og nýr - eða allt að því.

ÞrumufleygurSædís tók sig til og brá sér í fótbolta með Jón Páli. Hann sýndi fádæma snilli í boltanum. Halda á lofti,  þvælt fram og aftur svo Sædís stóð eins og frosin. En þó kom fyrir að hann þvældi svo að hann sjálfur vissi varla hvað varð af boltanum.

Nú eins og ég sagði þá sýndi hann ágætis takta. Boltatæknin gefur góð fyrirheit um það sem koma skal........... vonandi. Alla vega segi ég bara Pele hvað? Set inn eina mynd af stráksa þar sem hann spyrnir knettinum af stakri snilld, sannkallaður þrumufleygur.

Ef eitthvað verður svo úr þessum hæfileikum sem afinn þóttist sjá í dag verður stóra spurningin þessi ,,hverjum verður það að þakka? Mun Sædís eigna sér þetta eða......? bíðum og sjáum hvað setur.

SunddrottningarÁ meðan sá stutti sýndi tilþrifin í boltanum létu stelpurnar fara vel um sig í buslulauginni. Greinilegt að þeim þótti ekkert leiðinlegt að flatmaga í sólinni þar sem þær möruðu í hálfu kafi. Þær létu sér í léttu rúmi liggja þótt litli bróðirinn hefði alla þessa athygli frá afa og Sædísi við tuðrusparkið.

Ekki svo að skilja að þær fái ekki næga athygli öllu jafna svo ekki hefðu þær þurft að vera mikið afbrýðissamar.

Ég og frúin keyptum slatta af stjúpum mold og tilheyrandi. Græjað í potta sem fara á leiðin hjá tengdaforeldrunum eins og venja er í sumarbyrjun ár hvert. Eitthvað ratar svo í potta og ker sem skreyta svo hér heima við.

Komst því miður ekki á völlinn í kvöld þar sem mínir menn í Þór léku gegn KS/Leiftri í Vísabikarnum. Fyrsti leikurinn hjá mínum mönnum á Akureyrarvellinum í sumar. Varð að sitja hundleiðinlegan húsfund. Mínir menn lönduðu sigri 1-0. Að sögn var leikurinn leiðinlegur og lítt fyrir augað svo að ekki var af miklu að missa.

En annað kvöld leika Stelpurnar okkar í úrvalsdeild kvenna gegn Breiðabliki. Er þetta jafnframt fyrsti leikur þeirra á Akureyrarvellinum í sumar. Þar munum við feðgar ekki láta okkur vanta enda fréttaritarar fyrir liðið. Þar ætla ég að planta mér niður við hliðarlínuna og reyna fyrir mér við ljósmyndun, sjáum til hvernig það tekst til.  Ef þið viljið lesa ítarlega umfjöllun um leikinn þá lesið pistil sem við birtum á heimasíðu Þórs í kvöld.

Pæling dagsins: Ef sá sem haldinn er margskiptum persónuleika hótar að fremja sjálfsmorð, er það þá skilgreint sem gíslataka?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Hummm... eitthvað segir manni að sá stutti hafi tekið einhverjar æfingar hjá KA.

Enn í guðanna bænum keyptu á drenginn fótboltaskó, sýnist hann spila í sandölum.

Það er kannski gegnum gangandi skófatnaður hjá yngri deildum Þórs.

S. Lúther Gestsson, 3.6.2008 kl. 00:30

2 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Flottar myndir  Þeim finnst sko ekki leiðinlegt að vera svona mikið úti í góða veðrinu  Sjáumst svo á morgun þegar við bjóðum ykkur loksins í grill

Dagbjört Pálsdóttir, 3.6.2008 kl. 00:42

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Lúther - þú hlýtur að vera með sólsting eða eitthvað þaðan af verra að láta þér detta til hugar ka..... þú ert varla með öllum mjalla maður.

Páll Jóhannesson, 3.6.2008 kl. 00:42

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Dagga - get varla beðið af spenningi - er strax orðin svangur

Páll Jóhannesson, 3.6.2008 kl. 00:43

5 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Bara nokkur innlitskvitt hér.... hef ekki haft tíma í blogglestur undanfarið hvað þá skrif. Allataf gaman að kíkja á ykkur Heiðdælingana og sjá hvað fólk er að brasa.

Kv. Steini

Þorsteinn Gunnarsson, 13.6.2008 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband