31.5.2008 | 17:08
Loksins
Ég er haldin einskonar fælni......... þegar rignir hleyp ég í skjól. Og akkúrat þess vegna gef ég mér tíma nú til að blogga.
Á fimmtudagskvöldi lauk ljósmyndanámskeiði sem ég skráði mig á um daginn. Námskeiðið var sett upp einvörðungu fyrir fólk með myndavélar eins og þá sem ég á. Það gerir námskeiðið enn betra en alla. Ekki skemmir heldur að kennarinn hann Þórhallur Jónsson jafnan kenndur við Pedrómyndir er algera snillingur ekki bara snjall ljósmyndari heldur frábær kennari.
Farið var mjög nákvæmlega í allar grunnstillingar á vélinni sem eru margbrotnari en mann hafði grunað. Farið vel yfir og reynt að kenna manni hvað hugtök eins og ,,ljósop, hraði, íso, yfir- og undirlýsing og guð má vita hvað, hvað þau þíða. Svo nú er nýjasta bókin á náttborðinu bók eftir Þórhall Jónsson um ljósmyndun með Canon 400D.
Milli daga setti hann okkur fyrir verkefni sem við áttum að leysa. Taka myndir í Gullinsniði, panorama, landslagsmyndir, flash myndir utandýra og flash - lausar innandyra. Svo nú er bara bíða og sjá hvort öll þau fræði sem Þórhallur uppfræddi okkur um skili okkar sem betri ljósmyndurum? Maður verður jú að vona það. Myndin hér að ofan er tekin út í Krossanesborgum og horft í átt að Kaldbak. Fallegt sólarlag sem vonandi skilar sér í þessum myndum. En ef þær virðast óskýrar þá smellið á þær til að þær birtist í fullum gæðum.
Stelpurnar okkar í Þór/KA léku í Vísabikarkeppni KSÍ á föstudagskvöldið gegn 1. deildarliði Völsungi frá Húsavík. Lið Völsungs veitti úrvalsdeildarliðinu harða mótspyrnu. Allt leit út fyrir sigur þeirra þegar Stelpurnar okkar náðu að jafna leikinn þegar komið var þrjár mínútur fram yfir venjulega leiktíma og komu leiknum í framlengingu. Þar reyndist úrvalsdeildarliðið sterkara og hafði sigur 1-2.
Föstudagskaffi í Hamri eins og venjulega þar sem málin eru rædd og þau leyst. Fór svo með Döggu og krökkunum á Glerártorg en það var verið að opna nýbygginguna sem þar hefur verið að rísa. Glæsileg bygging. Af örtröðinni og hamagangurinn sem myndaðist við einhverja leikfangabúð sem ég man ekki hvað heitir enda er nafnið vitlaust skrifað. Greinilegt á látunum að það er engin kreppa í gangi þegar nýjar leikfangabúðir eru opnaðar. Fékk mér sæti á torginu og horfði á úr fjarlægt þessa vitleysu svo ég yrði ekki troðin undir.
Mitt í allri þessari kreppu sem er að skella á eða er skollin á skelfur allt og nötrar á suðurlandinu. Tekur á að sjá hvaða áhrif þetta hefur á fólkið sem þarna býr. En þetta vekur mann enn og aftur til umhugsunar hversu vel við íslendingar búum þegar svona gerist. Ættum því að vera meira meðvituð um þegar hörmungar úti í hinum stóra heimi ríða yfir eins og nýlega í Kína. Fólkið á suðurlandinu á alla mína samúð og vonandi fer að hægjast um.
Skaust með minni ekta frú í leikhús í gærkvöld. Sáum ,,Alveg brilljant skilnað" með Eddu Björgvins". Þvílík snilld, þvílík skemmtun. Þarna gleymdi maður stund og stað, mikið hlegið mikið gaman. Ég mæli með þessari sýningu.
Það er hætt að rigna, glittir í sólina....... ég er farin út.....meira síðar.
Fróðleikur dagsins: Algengasta nafn í heimi er Mohammed.
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flottar myndir hjá þér, enda ertu að verða sprenglærður skilst mér.
Rigningin er góð og velkomin finnst mér. Jörðin var orðin verulega þyrst og gott fyrir hana að fá vökvun. Ilmurinn úr gróðrinum er svo góður og allt svo tært og hreint.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 31.5.2008 kl. 18:30
Hæ hæ flottar myndir hjá þér Heyri að guð hafi verið góður við þig og vökvað ´hjá þér hann var líka góður og vökvaði fyrir mig fyrr í vikunniGóða ferð út hittumst þegar þið komið til baka
Hrönn Jóhannesdóttir, 1.6.2008 kl. 10:48
Flottur ljósmyndari
Takk kærlega fyrir matinn í gærkveldi, geggjaður hryggur Til hamingju með daginn í dag, þó svo þú sért nú ekki lengur sjómaður en varst það nú í svo mörg árin, alla mína barnæsku að minnsta kosti
Dagbjört Pálsdóttir, 1.6.2008 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.