Leita í fréttum mbl.is

Sláttur hafinn.

HeimsmeistariVegna mikilla anna hefur lítill tími gefist til að blogga. Mikill undirbúningur vegna opins húss í Hamri félagsheimili Þórs sem haldið var á laugardag. Þar var mikið um dýrðir. Það sem mér stóð einna næst var að þá var afhjúpaður verðlaunaskápur með öllum verðlaunum sem pabbi vann sem kraftlyftingamaður á árunum 1979-1991. Sá ,,gamli" var á 50. aldurs ári þegar hann hóf að æfar lyftingar. Varð tvívegis heimsmeistari öldunga 50 ára og eldri og einu sinni silfurhafi í HM.

Allt of langt mál að telja allt það upp sem gert var á opna húsinu en ég bendi á frétt á heimasíðu Þórs þar sem hægt er að lesa allt sem þar var gert.

Hrönn ,,litla" systir og Gústi maðurinn hennar ásamt honum Sævari ,,litla" komu í tvígang í heimsókn um helgina. Þau brugðu land undir fót og komu norður til að vera viðstödd á opnu húsi hjá Þór. Þegar þau svo héldu á heimaslóðir gripu þau græðlingana með sér og ef að líkum lætur eru búið að stinga þessum spýtum niður í frjósama jarðvegin í Njarðvíkurborg.

Leikur hjá karlaliði Þórs á sunnudag. Þeir fengu eyjapeyja í heimsókn. Gestirnir komu og sóttu gull í greipar minna manna og unnu 0-2 sigur. Þótti það helst til sárt í ljósi þess að dæmd voru tvö mörk af mínum mönnum, en svona er boltinn það er ekki alltaf jólin.

Fengum þær mæðgur í heimsókn Jódísi og Huldu. Jódís eða Dísa í mogganum eins og hún er svo oft kölluð varð áttræð í síðustu viku en hélt ekki uppá afmælið sitt. Því brugðum við á það ráð að fá þær í heimsókn og buðum þeim í mat. Grilluðum kjúkling og áttum svo skemmtilegt spjall fram eftir kvöldi. Ekki skemmti það að Hulda skuli hafa komið með en hún hefur verið búsett í Noregi undanfarin 20 ár. Takk fyrir kvöldið Dísa og Hulda.

Hetjan og sláttumaðurinnSláttur er hafinn í Drekagilinu. Dró fram sláttuvélakaggann og renndi yfir grasflötina. Litla hjartað í yngsta barnabarninu með stóra nafnið Jón Páll var vægast sagt hálf smeykur við sláttuvélina. Þótti honum vissara að láta Sölmund frænda halda á sér til þess að tryggja að ekkert færi úr skorðum.  

Þetta eru jú stórhættuleg tæki og vissara að taka enga áhættu. Til að tvítryggja allar varnir tóku þeir félagar garðslönguna og höfðu hjá sér til öryggis ef þeir þyrftu að grípa til varnaraðgerða. Veit svo sem ekki hvaða gagn þeir töldu af slöngunni enda ekki tengd við vatnskranann. Sálrænt hjá þeim félögum. Getur verið að Sölli hafi sjálfur verið hræddur?

Fórum svo í gærkvöld á leik hjá stelpunum okkar. Þær tóku á móti bikarmeisturum KR. KR er spáð Íslandsmeistaratitlinum í ár. Því áttu allflestir von á auðveldum sigri hjá Vesturbæjarstórveldinu. En annað kom á daginn. Stelpurnar okkar komust í tvígang yfir í leiknum  og voru 2-1 yfir í hálfleik. KR náði svo að jafna og með sannkallaðri meistaraheppni skoruðu þær sigurmarki og unnu 2-3. Stelpurnar okkar áttu t.a.m. skot í þverslá. Þær voru betri aðilinn allan leikinn og hefðu verðskuldað alla vega jafntefli. En víst er að mikill uppgangur er í liðinu og þær eru til alls líklegar í sumar. Það sem vakti hvað mesta athygli á leiknum var mikill fjöldi áhorfenda sem hvöttu og stóðu þétt að baki liðsins. Ég segi áfram stelpur í Þór/KA. Fyrir þá sem vilja er hægt að lesa frábæra umfjöllun um leikinn á heimsíðu Þórs sem Sölmundur skrifaði. 

Fróðleikur dagsins: Það eru engar klukkur í spilavítum í Las Vegas.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Líka búið að slá hér, en blómabeðin hafa fengið að vera í friði en sem komið er. Aðeins litið á þau, en engin tími en til framkvæmda við þau en sem komið er.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 20.5.2008 kl. 15:54

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Takk fyrir þetta Magga Stína. Þetta er eitt af mínum uppáhalda málsháttum þ.e.a.s. með eplið og eikina. Eitt sinn sagði kunningi minn sem hefur gaman af allskyns slagorðum og málsháttum en á það til að ruglast hann sagði ,,já sjaldan fellur tréð langt frá eikinni"

Páll Jóhannesson, 21.5.2008 kl. 12:07

3 Smámynd: Margith Eysturtún

Væri gaman að geta verið þarna samman með ykkur.

Kveðjur úr Danaveldi

Margith Eysturtún, 21.5.2008 kl. 19:01

4 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Hér er greinilega mikill bóndi að verki, sést bara langt að á myndinni að gengið hefur verið afar skipulega til verks og líklega legið lengi yfir teikningum af réttri aðferðinni.

Svo finnst mér stórkoslegt að sjá alla fyrirhyggjuna sem var með í för að feðgar skyldu standa vörðin með brunaslöngu svona ef gamli kallinn yrði of graður á gjöfinni.

Enn að miklu alvarlegri málum: Er ekki gáfulegra að liggja yfir spólum sem kenna knatttækni og föst leikatriði í knattspyrnu heldur enn að liggja yfir veitingum? Finnst ekkert veita af.

Enn auðvitað gaman fyrir ykkur fjöldskylduna að verða vitni að þessum verðlaunaskápskáp, til hamingju með það. 

Gott að hafa gamla bikara að skoða þegar ekkert nýtt kemur í skápana.

S. Lúther Gestsson, 23.5.2008 kl. 00:44

5 Smámynd: Páll Jóhannesson

Rétt að benda Lúther á að Sölmundur er sonur minn en Jón Páll sem hann heldur á er dóttursonur minn, systursonur Sölmundar svo ekki eru þeir feðgar.

Þetta með verðlaunaskápana þá er nokkuð til í þessu og þarna liggja leiðir okkar Lúthers nokkuð saman hans sem KR- ings og mig sem Þórsara.

Páll Jóhannesson, 23.5.2008 kl. 13:03

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Til hamingju með pabba þinn. Mikið eru þau flott, myndin er líka mjög góð.

Gaman af þessu með stelpurnar ykkar í Þór!

Edda Agnarsdóttir, 24.5.2008 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband