10.5.2008 | 00:53
Vorið er komið og grundirnar gróa.....
Þegar ég vaknaði í morgun hafði ég að orði við spúsu mína hvað það væri yndislegt að vaka upp við fuglasöng. Vorið er komið og grundirnar gróa...... og allt það. Mikið lá nú vel á karli, þetta yrði góður dagur. Eins og í alvöru bíómynd. Ég raulaði fyrir munni mér lagstúfinn ,,Lítill fugl á laufgum teigi, losa blund á mosasæng...." já í A-dúr.
Eins og næstum alla aðra föstudaga myndi þessi dagur hefjast á því að fara í Hamar og drekka morgunkaffi með félögunum. Málin rædd og leyst í eitt skipti fyrir öll.
Hryssingslegt veður í morgunsárið, blaut og skítug og heldur kalt. Hitinn rétt skreið yfir frostmarkið, þetta hlýtur að skána, eða hvað?
Fór í dag með barnabörnin í bíltúr. Bryggjurútur. Var staðráðin í að þegar á bryggjuna kæmi þá yrði ferið í stutt labb og kíkt á bátanna. Þegar í Bótina var komið var farið að snjóa og ég sem hélt að það væri komið sumar, eða í.þ.m. vor? Kannski ekki rétt að segja snjókomma, nær að segja slydda.
Þótt maður búi á landi vatns, elds og ísa brennir maður sig sífellt á að fara vanbúinn að heiman. Auðvitað klæddi ég börnin eins og um hásumar væri og sjálfur klæddur eins og ég væri staddur á Spáni. Svo lítið varð úr að við færum á labb.
Ekki festi þó snjó - þ.e.a.s. ekki strax. Þegar heim var komið vakti mikill fjöldi ánamaðka á bílaplaninu athygli Jón Páls. Við félagarnir fórum í smá rannsóknarvinnu. Eftir samningaviðræður sem stóðu yfir í stutta stund fékkst sá stutti til þess að handleika einn. Það fór hrollur um þann stutta. Hann hristi sig og ýldi - oj-barasta afi oj.
Eftir að hafa staðið eins og frosin í stutta stund og harkað af sér meðan afi smellti af einni mynd tók sá stutti undir sig stökk hentist inná miðja lóð og losaði sig við ,,Skrímslið". Afi koma inn.
Það létti heldur á manni brúnin eftir að hafa séð veðurspánna í varpinu í kvöld. Því það birtir upp öll él um síðir. Og víst er að á því verður engin undantekning nú.
Ég ætla þó að vona kæru bloggvinir að halda ekki að ég sé að fyllast einhverju vonleysi með þessu væli yfir veðrinu. Mér finnst þetta hreint út sagt dásamlegt. En allt þetta pláss sem fór undir þetta blaður um veðrið var bara vegna þess að ég vissi nákvæmlega ekkert hvað ég ætti að blogg annað að viti.
Búinn að fá nóg af vandræðunum í borginni við sundin blá þar sem allt snýst um vandræðaganginn í kringum Magnússynina sem ættaðir eru að norðan þ.e. Ólafur og Jakob.
Fróðleikur dagsins: Að meðaltali eru framkvæmdar þrjár kynskiptiaðgerðir daglega í Bandaríkjunum.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það snjóar enn nyrðra, og skv. veðurspá gærdagsins (föstudags) á að snjóa í dag. Síðan er gert ráð fyrir frábæru veðri sunnudag og mánudag. Miðað við aðra staði á landinu er Akureyri og nágrenni því líklega vænlegasti ferðakosturinn nú um hvítasunnuna.
Ef það heldur áfram að snjóa við smábátahöfnina fer það að verða spurning hvort bátarnir þurfa ekki að vera jafngóð snjóskip eins og sjóskip - sbr. "Smuguna" þunglestaða af snjó á vetrarmyndinni þinni.
.......haltu svo áfram að moka sólpallinn og láttu mig ekki tefja þig......!
Gunnar Th (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 09:03
Það er fátt sem minnir á vorið hjá ykkur. Snjór og allt...brrrrr
Anna Bogga (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 23:33
Kíkk og innlit.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 11.5.2008 kl. 13:09
2 hret komin og eitt eftir
Rúnar Haukur Ingimarsson, 11.5.2008 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.