Leita í fréttum mbl.is

Ekki sama vegalengdin - nei

Í gær brá svo við að þau heiðurshjón og tengdafrændfólk mitt Marta og Jónsi sem búa á Sauðárkróki litu við hjá okkur. Þau hafa verið talsvert mikið duglegri við að renna hingað í heimsókn en við að renna til þeirra. Gæti verið að það sé lengra héðan á Krókinn en fyrir þau að skjótast hingað, varla en hver veit? Greinilegt er að fyrir þau er þetta ekki meira mál en fyrir mig að skutla frúnni í Bónus. Jónsi farin að stríða mér óþægilega mikið á því hve löt við höfum verið að rúlla vestur en hann sem segist vera farin að skutlast þetta vikulega. Ætli maður verði ekki að manna sig upp áður en allt of langt um líður og kíkja á Krókinn, því Jónsi er lúmskt stríðinn og gæti haldið áfram að atast í mér ef ekki verður gerð bragabót á áður en langt um líður. En kannski skekkir það myndina að Jónsi er á nýjum og andskoti flottum jeppling svo kannski er það skýringin á því hve óstöðvandi þau eru? Jónsi, Marta - þetta fer að koma hjá okkur.

Það er heldur farið að róast hér á heimilinu þ.e. það sem snýr að skólafólkinu. Sölli hefur lokið öllum prófum og liggur í leti og nýtur þess að gera andsk... ekki neitt. Styttist í að hann fari að vinna. Búinn að ráða sig í vinnu í bókhaldinu á skrifstofum Akureyrarbæjar. Sædís á eitt próf eftir. Brjálað að gera hjá henni. Strangar æfingar hjá kórnum enda styttist í Þýskalandsferðina. Ekki tjóir að fara illa undirbúinn og fara út af laginu þegar á hólminn verður komið í landi Angelu Merkel.

Eitthvað enn eftir hjá Döggu en hennar sumarvinna hefst á morgun. Munu börnin verða talsvert hér hjá afa og ömmu í sumar. Nú ber svo við að nýju nágrannarnir sem búa í við hliðina á okkur eru með litla stelpu sem er í barnakórnum með Margréti og Elínu svo trúlegt má telja að það verði fjör hér þegar þessar skvísur koma saman.

Nú er heldur betur farið að styttast í að fótboltinn hinn íslenski fari að rúlla. Við feðgar munum sjá um skrif fyrir sameinað lið Þór/KA kvenna sem leikur í úrvalsdeildinni. Það verður mikið gaman og mikið fjör. Þetta verður með svipuðum hætti og við erum að gera fyrir körfuboltann.

Hafði samt gaman að því að horfa á Kastljósið í kvöld þar sem Ólafur F. Magnússon borgarstjóri reyndi af veikum mætti að svara fyrir ráðningu Jakobs Magnússonar. Ég hef svo sem enga skoðun á því hvort þetta er rétt eða rangt, en alla vega held ég að Ólafur ætti að setja sig í langt fjölmiðla bann. Maðurinn tapar öllum orrustum sem hann leggur í. Er svipað og með Sturlu fyrrum samgönguráðherra - ef þeir opna munninn þá klúðra þeir málum. Já ég segi enn og aftur ,, hún er skrítin þessi pólitík".

Málsháttur dagsins: Þar sem hræið er, þangað safnast ernirnir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Runólfur Jónatan Hauksson

Palli ég hefi altéð tekið eftir því að sama hvert á land maður fer að alltaf er lengra hingað á Hornafjörð en frá honum.....

Runólfur Jónatan Hauksson, 8.5.2008 kl. 22:58

2 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Elsku pabbi minn, það eru nú allir að segja hvað þetta sé mikil lúxus vinna hjá mér, vinna svona 60% sem þýðir að ég er MJÖG oft í löngum fríum allt frá 3 dögum upp í 8 daga frí  Svo vonandi verður þetta ekkert svo slæmt, svo á nú kallinn eitthvað sumarfrí

Hvernig væri það já að maður myndi nú drífa sig á krókinn, ég hef ekki farið síðan langamma var jörðuð í desember 2006  Getum við ekki planað saman dagsferð á krókinn, hvernig væri það

Dagbjört Pálsdóttir, 8.5.2008 kl. 23:09

3 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Þú segir nokkuð. Mikið rétt mér finnst alla vega lengra að koma keyra norður heldur en þegar ég keyri heim til baka Sagt er að fjarðlægðin gerir fjöllinn blá og langt til HúsavíkurBið að heilsa í bæinn úr róleg heita rigningu úr Njarðvíkurborg

Hrönn Jóhannesdóttir, 9.5.2008 kl. 07:47

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þrátt fyrir allar þessar pælingar um fjarlægðir milli staða þá er samt staðreyndin sú að ,,hver vegur að heiman er vegurinn heim...."

Páll Jóhannesson, 9.5.2008 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband