17.4.2008 | 22:55
Álftagerðisbræður og Konnararnir - þú mætir
Veðrið leikur við landann. Maður hoppar og skoppar út um allar koppagrundir eins og belja að vori. Reyndar hoppa ég ekki mikið í orðsins fyllstu, en hugurinn ber mann hálfa leið. En kannski limaburðurinn minn, minni á belju á vori, hver veit? Á gamla blogginu sem ég var með á blog.central.is var ég með svæði sem ég kallaði ,,Vísnahorn Páls afa". Þar birti ég margar vísur eftir Pál heitinn afa. Ég hlaut ekki þá náðargjöf að yrkja vísur. Mamma og pabbi eru liðtæk í þessari list. Og nú er svo komið að Jói Mar ,,litli" bró stekkur fram á vísnasviðið og hendir fram hverri perlunni á fætur annarri. Er svo komið að manni er svaraði í bundnu máli, sem er bara snilld. Flottar vísur og greinilegt að þessi list hefur a.m.k. fallið honum í skaut. Hver veit nema maður komi með vísnahorn Jóa? væri í.þ.m. vel við hæfi. Hvet Jóa til að halda þessu áfram - go Jói go.
Í kvöld var talsvert um að vera í Hamri. Þar var verið að taka í notkun nýja aðstöðu sem hefur hlotið nafnið Friðriksstofa. Þar er gufubaðs- og nuddpotts aðstaða með sjónvarpi og öllu tilheyrandi lúxus. Þá var einnig tekin í notkun svonefnt þjálfarasetur þar sem þjálfurum gefst kostur á að koma með íþróttahópa og lið til þess að horfa á fræðsluefni eða leiki sem teknir hafa verið upp. Þarna er stefnt að því að þegar fram líða stundir verði til mikið safn fræðsluefnis úr öllum greinum íþrótta. Og að lokum er gaman að segja frá því að Ragnar Sverrisson kaupmaður í JMJ gaf Íþróttafélaginu Þór fullkomið hjartastuðtæki sem staðsett verður í Harmi til taks ef eitthvað ber út af. Ragnar sagði við þetta tækifæri að sér væri þetta ljúft og skylt að gefa félaginu tækið en um leið vonaðist hann til að aldrei þyrfti að koma til að nota þurfi tækið, það vona að sjálfsögðu allir.
Ætla nota tækifærið og minna fólk á Afmælistónleikana sem körfuknattleiksdeild Þórs stendur fyrir og verða í Glerárkirkju sunnudaginn 20. apríl og hefjast kl 16:00. Gæti þó farið að auka tónleikar verði settir á sem myndu hefjast kl. 18:00. Við sjáum til. En víst er að það verður gaman að hlusta á þá Álftagerðisbræður og Konnaranna koma saman og hefja upp raust sína.
Ég held að þetta sé viðburður sem óhætt er að mæla með að fólk mæti á. Aðgangseyri er kr. 2500 sem getur ekki talist hátt verð fyrir svona viðburð.
Föstudagur á morgun með föstu liðum. Kaffi í Hamri eins og vanalega alla föstudaga.
Fróðleikur dagsins: Betra er að ganga of langt en standa í stað.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æi hvað ég vildi að ég kæmist! En of langt að fara núna.. ástarkveðjur til Álftagerðisstrákanna frá lítilli vinkonu úr sveitinni, nú búsettri í Englandi.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 17.4.2008 kl. 23:14
Helga - þú getur bókað að ég kem þessari kveðju til skila.
Páll Jóhannesson, 17.4.2008 kl. 23:19
Páll þér vil ég þakkir færa.Orð þín ljúfu mér í vil.Þó ég vilji eingan særa.Betri bróðir er ekki til.
joi m (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 10:51
Flottar vísurnar hjá honum Jóa og vonandi heldur hann áfram þessari iðju. Líka flott hjá honum Ragga að gefa þetta hjartastuðtæki og vonandi þarf aldrei að nota það. En gott að vita af því.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 18.4.2008 kl. 11:45
Flottur Jói -
Mamma - já við vonum að til þess þurfi aldrei að koma að tækið þurfi að nota- en ef svo fer að það bjargi lífum.
Páll Jóhannesson, 18.4.2008 kl. 12:15
Hefði ekki á móti því að koma og sjá Álftagerðis bræður Þú tekur bara lagið fyrir mig næst þegar við hittumst Vorkveðjur frá Njarðvíkurborg
Hrönn Jóhannesdóttir, 18.4.2008 kl. 16:35
Ekki málið Hrönn! ég væri til í að taka lagið með þeim en veit ekki hvort þeir væru til í að leyfa mér að vera með - en spyrjum að leikslokum. En ég reikna með því að við tökum tónleikana upp svo kannski færðu þá eftir allt saman í sjónvarpið þitt.
Páll Jóhannesson, 18.4.2008 kl. 17:16
Alltaf nóg að gera hjá þér frændi
Anna Bogga (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 16:21
Það hefði ekki verið leiðinlegt að mæta á þessa tónleika, og vissulega var ég hársbreidd frá því að eyða helginni á Akureyri. Áróran mín ætlaði nefnilega akandi norður til að styðja vinkonu sína, Líneik Þóru Jónsdóttur í fegurðarsamkeppni í gærkvöldi. Okkur leist ekki á færðina lengi framanaf, og ég hafði eiginlega ákveðið að leysa málið með því að keyra bara sjálfur norður, og gista hjá vinafólki meðan Áróra heimsækti vinkonuna. En þá höfðu þær mæðgurnar pantað flugfar fyrir hana, svo ég missti af (eða slapp við) að aka norður.
Ég á hins vegar miða á karlakórinn Stefni úr Mosó í Langholtskirkju n.k. miðv. dagskvöld og læt það duga. Bið að heilsa öllum þeim norðlensku trilluköllum sem þessa dagana eru að draga seglin af og gera klárt.
Gunnar Th (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 08:41
Góða skemmtun í dag Páll!
Edda Agnarsdóttir, 20.4.2008 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.