Leita í fréttum mbl.is

Veldur reiðhjólanotkun svifriksmengun?

Bloggaði í gær um að vorhugur væri í fólki. Það er engin lygi. Maður opnar vart útvarpið án þess að heyra að rætt sé um svifrik hér og þar og allstaðar, nagladekk eða loftbólur, heilsársdekk....... eða guð má vita hvað. Maður er komin með samviskubit af því að eiga þátt í að slíta þessum andsk... götum. Hvað er til ráða? ætli maður myndi svifrik á því að hjóla, stunda göngutúra? rafskutlur sem auglýstar eru í gríð og erg?

Vorþrif

 

 

 

 

 

 

 

 

Með hækkandi sól og þegar snjórinn er á hröðu undanhaldi og snjóruðningar bráðna hægt og bítandi fylgir því mikil drulla og sóðaskapur. Veit ekki með ykkur en stundum læt ég þetta fara í taugarnar á mér svona pínulítið. Þótt veðrið sé fallegt er þetta skítugt veðurfar. Maður kemst varla milli bílaþvottastöðva án þess að bílinn verði.......

Hvað með það. Tók mig til og þreif hann hátt og lágt í dag. Tjöruþvottur, ryksuga sleiktur stuðaranna á milli. Þetta hafði smitandi áhrif. Dagga sem var í heimsókn með krakkana tók sig til og réðist á sína japönsku drosíu í gegn. Jón Páll var alveg að fíla þetta uppistand allt saman í kringum bílanna. Afi bíla, afi bíla..... Sá stutti var orðin rennandi blautur, sæll og ánægður með lífið þegar þvottinum var lokið. Fékk að hjálpa til - enda ekki seinna vænna að fara kenna honum réttu handtökin.

Fundur í kvöld í safnaðarheimilinu þar sem undirbúningur að Þýskalandsför æskulýðskórsins er að komast á lokastig. Löngum og ströngum vetri að ljúka í þeim málum en þó umfram allt skemmtilegum vetri. Verður mikið um dýrðir þegar hópurinn fer til Þýskalands í byrjun júní.

Körfuboltinn rúllaði í kvöld. Ég sem hafði vonast til að ÍR - ingar myndu koma á óvart og slá Keflvíkinga út, stóðu ekki undir mínum væntingum. Þeir sprengdu sig á fyrstu tveimur leikjunum þar sem þeir komust í 2-0. En í raun geta þeir borið höfuðið hátt. Verður gaman að fylgjast með rimmu Snæfells og Keflavík í úrslitum. Vona að Snæfellingar nái að klára og vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratilill í körfubolta. Það yrði sigur fyrir íþróttina að fá nýtt nafn skráð í sögubækurnar.

Fróðleikur dagsins: Sjaldan er konan reið eftir reið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Vá hvað var langt síðan ég hafði þrifið bílinn minn, ja eða bara bíl yfir höfuð....  Það hefur alltaf verið kallinn sem sér um þetta eða hreinlega bara Dekkjahöllinn góða, eitt af fríðindum þess að kallinn vinnur þar  Gerum þetta oftar pabbi, bjallar í mig þegar þú ætlar að þrífa þinn & ég mæti á svæðið með Jón Pál svo við getum þrifið okkar  Langskemmtilegast að hafa svona félagsskap

Dagbjört Pálsdóttir, 17.4.2008 kl. 10:19

2 identicon

Svifrikið um loftið svífur.En Palla Jó það ekki hrífur.Hann vildi gera kaggan kláran.En drulla á götum hann gerði sáran.En afa strák það þótti gaman.Að vera að sulla svona saman.Sínum afa hann skildi hjálpa að þrífa.Og þetta verk nú áfram drífa.Það létti á afa og bætti hans lund.Að eiga með snáða svona yndæla stund.

joi m (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 10:53

3 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Þetta var rosalega flott Jói, ég ætla að skrifa þetta niður & halda í þetta  Hér er greinilega snilldarinnar hagyrðingur á ferð, haldu þessu áfram, mjög gaman að lesa þetta eftir þig

Dagbjört Pálsdóttir, 17.4.2008 kl. 11:32

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ja hérna bara skáld og alles í kommentum!

Það er alltaf nóg hér til að þrífa ef þú ert á ferðinni!

Edda Agnarsdóttir, 17.4.2008 kl. 17:22

5 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Flott hjá þér Jói. Svifrykið angrar mig nú mest. Allt í lagi þó bíllinn verði svolítið drullugur,þar sem ég er búin að fjárfesta í svo fínum bílakústi. Karlinn sér að vísu um að þrífa bílinn, kannski einhvern langi til að hjálpa honum?

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 17.4.2008 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband