15.4.2008 | 17:38
Kraftur í kellu
Það er klárlega komin vorfiðringur í fólk. Með hækkandi sól og ört hækkandi hita hverfa snjóruðningar hægt og bítandi. Nagladekkin fjúka brátt og sett í geymslu. Sjá má fólk út um allar trissur pjakka í snjóruðninga og þannig reyna flyta fyrir bráðnun. Lundin léttist á fólki, nema hvað?
Horfði á beina útsendingu í gærkvöld frá leik Snæfells og Grindavíkur í undanúrslitum í Íslandsmótsins í körfubolta. Hélt á tímabili að Grindvikíngar væru að klára leikinn. Heimamenn voru höfðu þagnað þegar liðið var komið 19 stigum undir í 4. leikhluta. Gaupi sagði ,,nú eru lömbin þögnuð hér í Fjósinu" eins og íþróttahúsið í Stykkishólmi er kallað. En hann hafði vart lokið við að segja þetta þegar Snæfellsliðið hrökk í gagn og þaggaði niður í Gaupa. Æsispennandi lokamínútur og framlenging og Snæfell er komið í úrslit. Flott hjá þeim. Svo er bara bíða og sjá hvort það verði ÍR eða Keflavík sem komast í úrslitaleikinn gegn Snæfelli.
Verð að játa að ég er dálítið spenntur. Auglýsingar um næsta Kompás sjónvarpsþáttinn gefa til kynna að einhver sori sé þar í gangi. Eru glæpamenn á bak við þessa fyrirhuguðu olíuhreinsunarstöð? Er þetta ráðlegt að rjúka út í þessa framkvæmd? Væri kannski betra að finna eitthvað minna í sniðum og ráða vel við án þess að flytja inn erlent vinnuafl til að vinna fyrir okkur? Ég veit ekki en ætla gefa þessu auga og eyra í kvöld.
Las á bloggi Hrannar systur minnar að hún sé aftur farin að spá í að fara í skóla. Ekki svo langt síðan hún lauk námi með stæl. Ég tek ofan fyrir henni og ef hún hyggur á frekara nám þá set ég upp hatt og tek hann svo ofan fyrir henni. Greinilegt að með aldrinum færist bara kraftur í þessa ,,litlu" systir - go Hrönn go.....
Málsháttur dagsins: Lempinn maður hefur lykil að annars vilja.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það er satt vorið er að koma, kannski ætti ég að fara út í garð og dreifa úr skaflinum. Sé til með það. Sammála mér líst vel á að Hrönn sé að fara í skóla , en hvað skildi hún nú vera að pæla í ?
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 15.4.2008 kl. 18:41
Já! hvað skildi vera í spilunum núna? Hrönn upplýsa takk
Páll Jóhannesson, 15.4.2008 kl. 18:45
Kemur í ljós vonandi eftir nokkra daga hvað ég er að spá Er á fullu við að undirbúa mig fyrir að sækja um skólavist þetta er nokkuð snúið en kemur vonandi
Hrönn Jóhannesdóttir, 15.4.2008 kl. 21:02
Frábært - ég bíð spenntur.
Páll Jóhannesson, 15.4.2008 kl. 21:13
Palli ég er nú ekki mikill netverji,en ég fór að skoða myndirnar sem þú ert að taka og eru af náttúrunni og Akureyri.Og þær eru alveg rosalega flottar þessar myndir hjá þér hreint út sagt frábærar
joi m (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 09:45
Sæll Jói! takk fyrir hrósið alltaf gaman ef fólk hefur gaman af og vonandi verður svo áfram.
Páll Jóhannesson, 16.4.2008 kl. 12:07
Hæ Palli.Fór og skoðaði meira af myndum hjá þér,og þær eru alveg æðislegar.Og myndin af Sædísi með boltann er náttúrulega bara tær snilld,er ekki þarna á ferðinni módel??
joi m (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 13:41
Sæll aftur Jói! eins og þú sérð þá eru góðar líkur á að ná góðum myndum þegar módelin eru vel viðráðanleg.
Páll Jóhannesson, 16.4.2008 kl. 15:32
Hæ hæ takk fyrir að hafa svona mikið álit á "litlu"systir. Fer vonandi bara í einn skóla en ekki tvo sæki um einn til vara Veit að ég er dugleg en come on
Hrönn Jóhannesdóttir, 16.4.2008 kl. 16:40
Auðvitað hef ég trú á þér, nema hvað? 1.2 eða 3 ekki gott að segja en Jói orðaði það fjandi vel í vísuformi á blogginu þínu, greinilega upprennandi hagyrðingur þar á ferð...
Páll Jóhannesson, 16.4.2008 kl. 17:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.