Leita í fréttum mbl.is

Eins og sannur Íslendingur

Við hjónin buðum vinum okkar þeim Ívani og Dagnýju í heimsókn í gær. Dró af því tilefni upp úr pússi mínu dýrindis uppskrift af kjúklingapottrétti sem eldaður var í fermingarveislu um árið þegar Sædís var tekin í fullorðinsmannatölu. Uppskriftin kemur frá kunningja mínum honum Peter Jones sem lést fyrir skömmu langt fyrir aldur fram. Peter var afar snjall kokkur og ekki á hvers manns færi að fara í fötin hans. Peter sagði mér um árið þegar hann lét mig fá þessa uppskrift - þessi klikkar aldrei - aldrei, nema maður vilji endilega láta hana klikka. Og, í gærkvöld fór ekkert úr skorðum.

Eftir mat horfðum við á Bubbabandið. Kom á daginn enn og aftur þvílíkur snilldar listamaður hinn Dalvíski Eyþór Ingi er. Hef sagt það áður og segi það enn það er engin spurning hver vinnur þessa keppni þetta er aðeins spurning um hver lendir í öðru sætinu. Og þar sem aðeins tveir keppendur eru eftir eru úrslitin ráðin og óþarft að setja úrslitaþáttinn í loftið.

Laugardagurinn nokkuð rólegur svona framan af. Dagga kom í heimsókn með allann skarann að fyrirvinnunni undanskilinni - hann var auðvitað að vinna, enda fyrirvinna. Restin af pottréttinum etinn upp til agna svo ekki var tangur né tekur eftir.

Fylgdist með beinni lýsingu á www.bbc.uk.co þegar mínir menn í Manchester City léku gegn Sunderland á heimavelli þeirra Stadium of light ,,leikvangi ljóssanna". Ekki spyrja að því að mínir menn ollu mér engum vonbrigðum og unnu sætan 1-2 sigur. Sitja nú í 8. sæti úrvalsdeildarinnar með 52 stig. Það er bara í fínu lagi.

Úrslitakeppnin í körfubolta heldur áfram. Suðurnesjaliðin Keflavík og Grindavík komu tvíelfd til baka og unnu sannfærandi sigra á andstæðingum sínum. Þau neita að gefast upp. Eins og ég sagði áður þá endurtek ég ,,spyrjum að leikslokum".

Grill1Íslendingar eru stundum dálítið klikkaðir. Og ég er örugglega engin undantekning. Enn er kalt í veðri þrátt fyrir þá staðreynd að sólin sýndi sig af og til, það er jú enn vetur. Sannkallað gluggaveður. Grillið komið undan snjónum og sæmilega fært að því. Hvað þá?. Útá pall gera klárt - grilla. Hugsið ykkur það er enn vetur og maður lætur sig hafa það að klæða sig í flíspeysu og allar græjur fer út að grilla með bros á vör eins og ekkert sé eðlilegra - er þetta eðlilegt? Kvef á morgun, hver veit, ekki ólíklegt.

Grill3Eftir stuttan undirbúning var tekið til við að kveikja upp í græjunni. Í gang í fyrsta, nema hvað?. Þannig er það með alvöru græjur þær hrökkva í gang við fyrsta hanagal. Og eins og sannur Íslendingur þá á maður náttúrulega ekki neina druslu, heldur alvöru græju sem alltaf fer í gang í fyrsta starti. Dagga, Jói og krakkarnir létu sig ekki vanta, hver lætur sig vanta þegar grill ilminn leggur og liðast um loftin blá? Reyndar var grillað vegna síendur tekins nöldurs sumra, sem ekki nenntu sjálfir að standa í þessu. En þeir höfðu þó með sér nesti sem þeir fengu húsbóndann til að grilla.

Grill2Þegar grillilmur leggur og fer að liðast um loftin blá dregur hann fleiri að en boðnir eru. Mávagerið rennur fljótt á lyktina. Ekki hafði ég lengi staðið við grillið þegar mávagerið fór að sveima yfir Drekagilinu með tilheyrandi gargi. En ólíkt gestunum sem hafði verið boðið var hinum óboðnu gestum ekki boðið og urðu þeir að láta lyktina nægja. Ég er einn þeirra sem þykir vera heldur mikið til af þessum fiðurfénaði þ.e. mávum.

Spaugstofan klikkaði ekki. En er samt farin að halda að þótt þeir kæmu með þátt sem ekki væri séns á að hlægja af þá myndi maður samt hafa gaman af, þótt ekki væri nema af gömlum vana.  Þetta eru jú alveg einstakir vitleysingjar sem alltaf standa fyrir sínu.

Fróðleikur dagsins: Reynsla er nokkuð sem maður fær ekki fyrr en eftir að maður þarf á henni að halda.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jac Norðquist

Sniðugt að þú sért að fara nota grillið svona í snjóskaflinum.... ég er einmitt að fara og fylla "aftur" á kútinn því hér er grillvertíðin löööngu byrjuð. Nú er sól og 17°c og ég sötra kaffi út á palli.... án þess að vera í úlpu nota bene. Gott að kjúklingarétturinn klikkar aldrei... ég ætla að prófa hann og sjá til...svo sendi ég þér við tækifæri kjúklingaréttinn minn og við metumst á ? Kveðja

Jac Gunnlaugur Norðquist..... eða bara Bói ;)

Jac Norðquist, 13.4.2008 kl. 11:38

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Innlit og kíkk.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 13.4.2008 kl. 11:46

3 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

 jæja Páll þá er ég  búinn  að fara á leik fór á man u - Roma

var bara gaman

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 13.4.2008 kl. 23:17

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Sæll Gunnlaugur! já ég hef farið á tvo leiki á Englandi annan hjá mínu liði og svo hjá Arsenal.... það var bara gaman

Páll Jóhannesson, 14.4.2008 kl. 10:01

5 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Innlit og kvitt. Það verður gaman að sjá leikinn í kvöld á sýn Kef á móti ÍR. Gluggakveðjur frá suðurnesjum

Hrönn Jóhannesdóttir, 14.4.2008 kl. 13:15

6 Smámynd: Páll Jóhannesson

Já það verður gaman - en ég er skíthræddur um að Kef landi þessu úr því sem komið er .... en spyrjum að leikslokum.

Páll Jóhannesson, 14.4.2008 kl. 13:33

7 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Já já, sumir nöldurseggjanna eiga nú bara ekki "alvöru" grillgræjur, frekar meira svona ryðbeyglu sem virkar ekki  Maturinn var náttlega bara tær snilld, bæði kjúklingarétturinn & grillmaturinn  Hlakka til að grilla oftar með ykkur í sumar á æðislega pallinum í sólinni

Knús & kossar frá okkur öllum

Dagbjört Pálsdóttir, 14.4.2008 kl. 21:44

8 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Leikslok hjá Grindavík og Snæfell var sko mjög ánægð með þau úrslit svo nú er að spyrja að leikslokum hjá Kef og ÍR

Hrönn Jóhannesdóttir, 15.4.2008 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband