11.4.2008 | 08:30
Af hverju byrgja menn brunninn alltaf eftir á?
Veit ekki hvort það er ráðlegt að skrifa um efnahagsmál? Davíð spáir hruni á fasteignamarkaðnum, hann hækkar stýrivexti svo nú eru þeir svo háir að ekki er þorandi að hafa orð á. Dabbi segir staða íslensku bankanna svo sterka að ekki þurfi að hafa af þeim áhyggjur ,,þeir bjarga sér sjálfir". Davíð vill harða lendingu. Samfylkingin sagði þegar hún var í stjórnarandstöðu að ef ekki yrði tekið í taumanna þá fengjum við harða lendingu. Því miður virðist í augnablikinu sem Samfylkingarfólk muni reynast sannspá. En það sem meira er að þegar menn hófu máls á þessu fyrir 2-3 árum spýttu framsóknarmenn og sjálfstæðismennirnir bara í lófana og gáfu í og lokuðu augunum. Óttast að mitt fólk í ríkisstjórninni eigi eftir að blæða vegna stjórnleysi undangenginna ára undir stjórn Sjálfstæðis- og framsóknar, því miður. Gott og vel ætli það sé nokkuð ráðlegt að fara meira út í þessa sálma? næsta mál.
Körfuboltavertíðinni ekki lokið og enn og aftur eru við að verða vitni af skemmtilegum hlutum. Allt stefnir í að Snæfell og ÍR leiki til úrslita, en þó ekki 100% öruggt því Keflvíkingar eru jú deildarmeistarar með snjalla leikmenn og frábærann þjálfara og geta komið til baka. Grindvikíngar eru komnir með bakið upp að vegg komnir undir 2-0 en líkt og hjá nágrönnum þeirra í Keflavík þá er þetta ekki búið.
Fyrir tveimur árum lentu mamma og pabbi í alvarlegu bílslysi á Reykjanesbrautinni á stað þar sem framkvæmdir stóðu yfir. Þau munu aldrei bíða þess bætur - ALDREI. Hvar var fjölmiðlafólk þá? af hverju var ekki fjallað um það slys með mjög áberandi hætti í fjölmiðlum? Hvernig stendur á því að Vegagerðin og ráðamenn ruku ekki upp til handa og fóta?. Af hverju voru þeir ekki boðaðir í viðtöl og látnir svara fyrir af hverju aðstæður væru svona en ekki einhvern vegin öðru vísi? Getur það verið vegna þess að þetta fólk er ekki frægt? Voru fjölmiðlar búnir að gleyma því að sá ,,gamli" er fyrrum tvöfaldur heimsmeistari í kraftlyftingum öldunga? Eða getur það verið að þetta sé allt skeytingaleysi ættingjanna að fara ekki út um allt og krefjast bóta? Ég veit ekki, en það er sorglegt að það lítur út fyrir að það sé ekki sama hvort um Jón eða sr. Jón er að ræða. Vonandi fara menn að byrgja brunna áður en blessuð börnin detta ofan í hann.
Nú á eftir ætla ég líkt og venjulega fara í Hamar og drekka kaffi og eta mitt ristaða brauð með félögum mínum sem þangað koma alla föstudaga. Við munum ræða öll helstu vandamál sem steðja að í lífinu og leysa þau, eins og þessum hóp einum er lagið.
Málsháttur dagsins: Oft falsar fögur mynd og lýgur ljúf ásýnd.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað segirðu pabbi, má ég fara koma & moka af pallinum svo við getum kannski grillað saman um helgina
Dagbjört Pálsdóttir, 11.4.2008 kl. 09:44
Palli hugsaðu nú vel og vandlega,manstu eftir þessum nöfnum.Guðni Sigurjónsson, Jón Gunnarsson.
joi m (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 11:14
Dagga! ég skal lána þér skóflu - ekki málið.
Jói! ???
Páll Jóhannesson, 11.4.2008 kl. 12:03
Jói! ég var aðeins og fljótur og gleymdi að svara spurningunni þinni - já ég þekki þessi nöfn - en tengi ekki þess vegna setti ég spurningamerki.
Páll Jóhannesson, 11.4.2008 kl. 12:13
Ok segðu mér frá hverju þú manst eftir þegar þessi nöfn bera á góma,þá skal ég skýra út fyrir þér af hverju ég spurði þig um þá.
joi m (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 13:27
Báðir þekktir kraftlyftingamenn - og heimsmeistarar öldunga ef ég man rétt.
Nú væri gott að fá tengingu.
Páll Jóhannesson, 11.4.2008 kl. 13:41
Ok,ekki alveg rétt munað hjá þér að vísu er Jón tvöfaldur heimsmeistari öldunga,en Guðni varð heimsmeistari unglinga einu sinni.En Palli hvað heldur þú að margir muni þetta????Eins og þú sagðir rétt þá er málið að vera frægur til að fá umfjöllun í fjölmiðlum,þú verður ekki frægur á Íslandi við að verða Heimsmeistari öldunga í Kraftlyftingum.Þú verður frægur við að ná 58 sæti í golfi eða 48 sæti á skíðum,og efast ég um að margir sem ekki hafa áhuga á kraftlyftingum muni eftir afrekum gamla 81 og 82,eða silfrinu 83.Þetta dugði ekki einu sinni til að verða kosin íþróttamaður Akureyrar á sínum tíma.
joi m (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 13:57
Palli minn þetta með Jón og séra Jón er nú marg búið að sanna sig. Við vorum ekki þau fyrstu sem lentum í slysi vegna tvöföldun brautarinnar og um sömu helgi voru fleiri en við sem lentum utan vega. Víkurfréttir fjölluðu um þessi slys, sem væru vegna lélegra merkingar á brautinni. Ekki veit ég til að þá hafi verið hlustað og eitthvað gert. En svona er lífið.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 11.4.2008 kl. 14:01
Jói minn! þetta er nákvæmlega punkturinn sem ég var að koma inná með bloggfærslunni hér að ofan. Það er nefnilega ekki sama hvort um Jón eða sr. Jón er að ræða...... við vitum hverjir voru svo ólánsamir að lenda í slysinu fyrr í vikunni á Reykjanesbrautinni, sem ég vitnaði í og sem hreyfði svo við fólki sem raunin ber vitni um.
Já mamma mín þetta er nákvæmlega svona því miður og mun án efa ekki breytast í tímans rás - því miður.
Páll Jóhannesson, 11.4.2008 kl. 14:07
Smá innlegg hérna megin. Það er rétt sem mamma segir Víkurfréttir fjölluðu um þetta slys hjá mömmu og pabba á sínum tíma. Og voru nokkuð duglegir í þó nokkurn tíma á eftir en það dugði lítið. Birtu myndir oftar en einu sinni. En svona er bara lífið ekki sama hver á í hlut. Slysið sem fjallað er um er eins og lögreglan sagð hálkuslys og kemur tvöföldunni ekkert við. Keyrði þarna um í gær á leið minni í höfðuborgina og satt best að segja hafa þessar merkingar ekki neitt að segja sem settar voru þarna upp eftir þetta slys. Vildi satt best að segja ekki keyra þarna um í myrkri þessar merkingar eiga örugglega eftir að draga dilk á eftir sér. Fólk ætt bara að keyra eftir aðstæðum hverju sinni og þá kannski verða slysin færri.
Hrönn Jóhannesdóttir, 12.4.2008 kl. 10:41
Ég er ekki í vafa um það Hrönn að þú hittir naglann á höfuðið - fólk þarf að aka eftir aðstæðum hverju sinni. Já ég man eftir umfjölluninni sem kom í Víkurfréttum. En þar sem það er staðarblað hefði það umfjöllunin farið fram hjá mér ef ekki hefði komið til ábending frá ykkur heimafólki.
Páll Jóhannesson, 12.4.2008 kl. 10:45
Já Palli mikið rétt þetta er staðarblað hérna en þeir mega eiga það að þeir reyndu á sínum tíma að vekja athygli á þessu en betur má ef duga skal. Alla vega syndu þeir mér og minni fjölskyldu mikinn skilning á sínum tíma. En þetta með farsímannna er ótrúlegt að fólk skuli leyfa sér að tala og keyra í sama mund án þess að hafa handfrjálsan búnað Alla vega er ég þá bara með þann einginleika að geta ekki talað í síma og keyrt líka En aðeins að öðru körfubolta var hálf svekkt í gær með að kef skildi vinna en er en viss um að Snæfell og ÍR mætist í úrslitum og segi bara gott að hrista aðeins upp í hinni hefðbundnu leið bikarsins loksins fer hann kannski út fyrir suðurnes.
Hrönn Jóhannesdóttir, 12.4.2008 kl. 11:01
Off topic... en ég skrapp norður í gær... í fyrsta skipi í mörg ár og varð fyrir nettu sjokki.
http://skrifa.blog.is/blog/nenni/entry/505113/
Kv. í Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 13.4.2008 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.