9.4.2008 | 12:01
President Palli
Óhætt að segja að dagurinn í gær hafi verið annasamur í meira lagi. Barnapössun fram eftir degi og snúningar í kringum það.
Sat 58. ársþing ÍBA í gær sem hófst kl. 18:00. Á síðast þingi ÍBA sem haldið var fyrir tveimur árum var ég skipaður Þingritari. Án þess að hafa stefnt að því þá varð það embætti stökkbretti í eitthvað meira og hærra. Fór svo að ég var skipaður Þingforseti nú og naut þess í nærri þrjár klukkustundir að vera ávarpaður hr. Forseti. Skemmtileg nýbreytni. Er samt ekki viss um að þetta eigi eftir gerast aftur að maður geti notið þess, en hver veit, maður skal aldrei segja aldrei.
Strax að loknu þingi var stefnan tekin út í Hamar og þar tók næsti fundur við sem hófst kl. 21:00. Þótt körfuboltavertíðinni hjá meistaraflokkum sé lokið þá er nóg framundan. Skipulagning tónleikanna sem fram fara í Glerárkirkju þann 20. apríl þar sem Álftagerðisbræður og Konnararnir koma fram. Þar verður mikið um dýrðir og komin er mikill spenningur í fólk. Fundi lauk ekki fyrr en rúmlega 23:00 þokkalega fundarseta þennan daginn.
Meira tengt íþróttastarfi Þórs. Þá tókum við Þórsarar við lyklavöldum í Boganum og nú er framkvæmdastjóri félagsins forstöðumaður Bogans. Búnir að berjast fyrir þessu allar götur frá því að húsið var tekið í notkun. Á þessu sést að maður má aldrei gefast upp, aldrei.
Fagna nýjum bloggvini í dag. Er þar Margith Eysturtún hin Færeyiska listakona, sem er eiginkona systursonar míns Vigfúsar Má Ragnarssonar en þau búa í Danmörku landi Margrétar drottningu. Margith er mikil listakona í víðri merkingu þess orðs. Hún er gríðarlega góð söngkona, hreint út sagt frábær kökuskreytingamaður og afar fær í skrautskrift. Ég get því miður ekki leitt ykkur sem ekki til þekkja í sannleikann um hversu góð söngkona hún er en ef ég segi að hún kalli fram ,,Gæsahúð" í jákvæðum skilningi þegar hún syngur þá vitið þið hvað ég á við. Kökurnar hennar er hægt að sjá á blogginu. Og þegar svona listaverk eru skoðuð þá segir maður bara eins og gæinn á ,,Næturvaktinni" ,,Já sæll". Margith velkomin í bloggheiminn.
Fróðleikur dagsins: Þann 9. febrúar 1942 hófst sápuskömmtun í Bretlandi.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Herra forseti. Já mikið er það nú rétt hjá þér með hana Margith. Því lík listakona þar á ferð. En svo að öðru fór á leik Grindavíkur og Snæfells því lík skemmtun Hef það á tilfinninguni að Snæfell og ÍR mætist í úrslitum. Kveðja frá vetrarríkinu á suðurnesjum
Hrönn Jóhannesdóttir, 9.4.2008 kl. 13:22
Ekki amarlegt að vera kallaður herra forseti Sammála með hana Margith hún er yndisleg & frábær í alla staði, væri gaman að hafa smá vott af hæfileikum hennar Velkomin elsku Margith í heim bloggsins
Dagbjört Pálsdóttir, 9.4.2008 kl. 14:36
Hrönn - ég væri sko alveg til í að sjá þessi tvö lið leika til úrslita þá værum við að brjóta upp hefðina og það er nauðsýnlegt fyrir íþróttina. Já við erum öll sammála um að Margith búi yfir mörgum kostum á listræna sviðinu.
Páll Jóhannesson, 9.4.2008 kl. 16:32
Sæll herra forseti. Að sjálfsögðu fögnum við komu Margith á bloggið. Þau hjónin eru bæði gædd miklum hæfileikum í teikningum og skrift. Kökurnar hennar listarverk og söngurinn dásamlegur. Kannski allar Færeyskar stúlkur hafi svona engla rödd.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 9.4.2008 kl. 17:27
Mamma! ég held bara að allar færeyskar konur hafi góða söngrödd eins og dæmin sanna. Já og ekki ætlaði ég að taka það af Vigfúsi frænda mínu hans hæfileika - ef ég man rétt þá var hann að syngja með unglingahljómsveit á sínum tíma, og einnig var hann liðtækur við ljóðagerð þ.e.a.s. penni góður.
Páll Jóhannesson, 9.4.2008 kl. 17:58
Hæhæ! Bara kvitta fyrir innlitið
Anna Bogga (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 09:12
Til hamingju Herra forseti!
Edda Agnarsdóttir, 10.4.2008 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.