7.4.2008 | 22:11
Einstakur viðburður - ekki klikka á að mæta.
Gaman að fylgjast með úrslitakeppninni í körfubolta karla. ÍR -ingar hafa svo sannarlega komið á óvart í 8 liða úrslitum. Byrjuðu á að taka Íslandsmeistara KR og slá þá út. Fóru svo til Keflavíkur og lögðu deildarmeistarana sjálfa í ,,Sláturhúsinu" í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum. Snæfell hóf í kvöld sína rimmu gegn Grindvíkingum í ,,Röstinni" heimavelli Grindvikínga og höfðu þar sigur. Alla vega er ljóst að nýir Íslandsmeistarar verða krýndir í ár - það er bara hið besta mál og gerir þetta meira spennandi.
Um helgina stóð körfuboltadeild Þórs fyrir körfuboltaskóla fyrir grunnskólakrakka krakka úr 4. - 9. bekk. Körfuboltakappinn Baldur Ingi Jónasson sá um skipulagningu og stjórnaði æfingunum eins og honum einum er lagið. Tókst skólinn með miklum ágætum og mikið fjör og mikið gaman hjá krökkunum. Sérstaklega gladdi hversu margar stúlkur mættu og reyndu sig. Vonandi boðar það gott.
Meira af íþróttatengdu málum úr Þór. Körfuboltastjórn Þórs er 50 ára á þessu ári og af því tilefni verða haldnir ,,Afmælistónleikar" í Glerárkirkju þann 20. apríl. Þar munu Álftagerðisbræður og ,,Konnararnir" leiða saman hesta sína. Er óhætt að segja að þessi atburður sé einstakur í sinni röð enda ekki á hverjum degi sem þessir snjöllu listamenn koma fram saman. Forsala miða hefst á föstudag og verður hægt að kaupa þá í Pennanum/Eymundsson í Hafnarstræti sem og í Hamri félagsheimili Þórs. Skora á fólk að tryggja sér miða í tíma enda verður takmarkað framboð miða.
Í dag var endanlega ákveðið að líkan af Snæfellinu sem sá fullorðni hefur verið að dunda sér við að smíða verður varðveitt á matsölustaðnum Friðriki V. Verður skipið sett í glerbúr og haft til sýnis þar og er það vel við hæfi þar sem þessi matsölustaður er í gömlu Bögglageymslunni sem KEA átti. Snæfellið EA 740 var smíðað í skipasmíðastöð KEA og var ef ég man rétt stærsta skipið sem sú skipasmíðastöð smíðaði.
Sól hækkar á himni með hverjum deginum sem líður og lundin léttist á fólki. Er komin vorfiðringur í fólk og óhætt að segja að fólk sé í alvöru farið að biða eftir vorinu. Fór með bílinn í skoðun í dag og er skemmst frá því að segja að kagginn fékk ég fullt og óskorað umboð um að mega aka honum áfram um götur bæjarins og kagginn fékk sitt heilbrigðisvottorð stimplað ,,Í lagi"
Slagorð dagsins las ég einhvern tímann einhverstaðar og hljóðar svo: Ég gat ekki gert við bremsurnar í bílnum svo ég hækkaði bara í flautunni.
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessir tónleikar verða örugglega vel sóttir og ætla ég að mæta þar ásamt eiginmanni og dóttur.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 8.4.2008 kl. 13:29
Líkanið virðist afar vandað ef marka má myndina. Það er náðargjöf að geta smíðað svona, eitt er að kunna handbrögðin, annað og ekki minna um vert er að hafa þolinmæðina. Það sannast á svona handverki að þolinmæði er dyggð.....
Gunnar Th (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 22:23
Já Gunnar líkanið er bísna vel heppnað - og rétt er það þolinmæði er nokkuð sem verður að vera til staðar þegar svona er gert.
Páll Jóhannesson, 10.4.2008 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.