Leita í fréttum mbl.is

Af hverju segir engin neitt?

Eins og venjulega hófst dagurinn á kaffi í Hamri - málin rædd leyst og málið dautt. Brá mér þó fyrst til hárskerans míns til margra ára og lét skerða hár mitt. Er jafnaðarmaður en þó íhaldssamur á ýmsa lund. Til marks um það þá hef ég fylgt þessum prýðis klippara í sennilega 18 ár og á þremur stofum. Það hlýtur að vera merki um að maður sé sáttur við verkin hans.

Enn halda menn áfram að mótmæla himinháu bensínverði þrátt fyrir þá staðreynd að álögur á eldsneyti hér á landi er með því lægsta sem gerist miðað við nágrannalöndin okkar. Ef þetta ber árangur þá sætti ég mig við þetta.

Ég velti því þó fyrir mér hverju það sætir að á sama tíma og við Íslendingar höfum búið við eitt hæsta matvöruverð sem þekkist í hinum vestræna heimi og ENGIN segir neitt. Við getum sparað okkur hressilega í bensínkostnaði og tekið strætó, kostar ekkert hér á Akureyri. Við getum labbað, hjólað og sameinast með notkun bíla með vinnufélögum til að spara. En við hættum ekki að borða. Við sameinumst ekki í matarinnkaupum með fjölskyldunni í næstu íbúð. Meðan að veskin okkar tæmast hraðar og hraðar - verslanakeðjurnar fitna meir og meir, en engin segir NEITT commone.

Af hverju fer ekki fólk í mótmælagöngur fyrir framan Bónus, Hagkaup, Nettó og allar þessar matvöruverslanir? Finnst fólki það kannski ekki eyða nægum peningum í matarinnkaup? Er ekki fólki misboðið þegar það fer með 2-3 haldapoka út úr búðinni sem kostar 5-8 þúsund og klárast hraðar en mann langar að vita fyrirfram. Ég veit ekki með ykkur en mér blöskrar ekki lítið - heldur MIKIÐ. finnst komin tími á að mótmæla þessu enda spilar stærri rullu í mínu heimilisbókhaldi en eldsneytiskostnaðurinn, sem þó er vissulega ærinn. 

Einn fjölskyldu vinur okkar á afmæli í dag þ.e.a.s. hann Brynjar Elís Ákason. Brynjar er sonur Áka heitins vinar míns sem lést langt fyrir aldur fram og Bryndísar. Er Brynjar afar vel gerður strákur og klár í alla staði og verður gaman að fylgjast með honum á næstu árum enda afburða námsmaður. Brynjar klárar 10. bekkinn í vor og er ég klár á því að það verða ekki margar einkunnir hjá honum undir 9. Brynjar til hamingju með daginn.

Á morgun á svo tengdapabbi Döggu dóttir minnar afmæli, og það STÓRT. Nonni verður hálfraraldar gamall. Loksins kominn í fullorðins manna tölu. Verður opið hús hjá þeim hjónum og trúlegt að einhverjar kræsingar verði á borð bornar, þangað mun ég klárlega mæta.

Lét mig hafa það að horfa á Bubbabandið í kvöld. Eins og venjulega fannst mér Dalvíski pilturinn hann Eyþór bera höfuð og herðar yfir andstæðinga sína.

Útsvar spurningarþátturinn í kvöld ágætis skemmtun sem rennur hægt og rólega í gegn og án allra áreynslu. Nágrannaslagur milli Akureyringa og Fjallabyggðar.  Akureyringar unnu sætan sigur og komnir áfram.

Málsháttur dagsins: Sá sem hefur nóg skal láta sér það nægja.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Er ekki málið bara með matarverðið hérna að við erum orðin svo vön því en þegar eldsneytið hækkar svona rosalega þá taka menn eftir því.

Held að það yrðu ágætis viðbrögð ef matarverðið myndi rjúka svona upp eins og olían hefur gert. 

Rúnar Haukur Ingimarsson, 5.4.2008 kl. 09:57

2 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Innilega sammála þér Palli. Hérna hefur það reyndar verið um nokkura ára skeið að frítt er í strætó. Ætli maður endi bara ekki á beit á túninu hjá sér Hef horft á bandið hans Bubba og segi það eins og í fyrsta þætti Eyþór frá Dalvík á eftir að rúlla þessu upp Annað er Bubbi finnst hann með afspyrnu leiðinlegur og snobbaður þótt ég hafi alltaf fílað músikana hans. Glugga veðurs kveðujur frá Suðurnesjum

Hrönn Jóhannesdóttir, 5.4.2008 kl. 09:58

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Hrönn! ég er einnig mikill aðdáandi Bubba en mikið þarf ég oft að bíta í tunguna á mér þegar ég heyri hrokann í honum, þótt hann sé góður þá er hann ekki guð.

Páll Jóhannesson, 5.4.2008 kl. 10:41

4 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Nákvæmlega

Hrönn Jóhannesdóttir, 5.4.2008 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband