Leita í fréttum mbl.is

Betra en kynlíf - ert´ekki að grínast?

Bob Dylan er góður, mikið rétt. Mig rak í rogastans þegar ég las haft eftir ákveðnum manni að honum þætti Bob Dylan betri en gott kynlíf. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvort viðkomandi hafi sagt maka sínum frá þessu? Ef svo er mikið hlýtur kynlífið að vera snautt hjá þessum ólánsama manni. Commone þótt Dylan sé góður þá varla svo.....

Síðari leikur Þórs og Keflavíkur í 8 liða úrslitum úrvalsdeildar í körfubolta sem fram fór sunnudagskvöldið 30. mars var mikil og góð skemmtun. Allt leit út fyrir að öruggur sigur minna manna væri í uppsiglingu. Ekki fara hlutirnir alltaf eins og maður vill og kýs. Reynsla Keflvíkínga réði úrslitum á lokasprettinum og þeir lönduðu 3 stiga sigri og mínir menn eru þar með komnir í sumarfrí. Veturinn var hreint út sagt frábær út frá sjónarhóli körfuboltans og ég segi enn og aftur Áfram Þór allfaf allstaðar. Nú er bara að fara láta sér hlakka til fótboltasumarsins.

Bensín- og olíuverð hefur rokið upp úr hæstu hæðum og allt venjulegt fólk missir ráð og rænu þegar það nálgast bensínstöð svo ekki sé nú minnst á hvað getur gerst þegar það þarf að stoppa á bensínstöðinni til að kaupa vökvann. Landinn er búin að fá nóg, eða er það? hversu lengi endast menn við mótmælin? verðum við búin að gleyma þessu í næstu viku? mig grunar það. Ef við erum sannir Íslendingar þá verður allt fallið í ljúfa löð í næstu viku. Þótti skondið að heyra Sturlu Böðvarsson segja í kvöldfréttum þegar hann var spurður um hvort hugsanlegt væri að ríkisvaldið lækki álögurnar? Við þurfum að halda við vegunum og svo þurfum við að  reka sjúkrahúsin. Eigum við að taka peninga í gengum bensín og olíusölu til að reka sjúkrahúsin? Ríkissjóður fitnar almenningur svitnar, hvað er maður að væla?

1. apríl - gabb og plat hér og hvar og sumir þorðu varla að hreifa sig í ótta við að vera gabbaður. Veit ekki með ykkur en einhvern vegin var fátt um hrekki sé ég tók eftir að vöktu athygli mína. Í það minnsta tókst mér að komast í gegnum þennan dag án þess að vera gabbaður - að ég held, en hver veit kannski kemur eitthvað óvænt upp á morgun og...... hver veit?

Friðfinnur Lilli ,,litli" bróðir mömmu á afmæli þennan dag og svo hefur verið allar götur sl. 1943 þegar hann átti sinn fyrsta afmælisdag. Karlinn er orðin 66 ára og svei mér þá mér finnst hann líta út eins og hann hefur gert sl. 20 ár. Lilli er einn færasti húsasmiður og hagleiksmaður sem ég þekki hreint út sat snillingur. Ekki ólíklegt að það hafi hann erft frá föður sínum og afa mínu honum Páli Friðfinnssyni.

Málsháttur dagsins: Hafi ég pening í pungi hef ég mat í munni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Kynlífið er ekki allt í heimi hér, en mörgum karlmönnum finnst það afþví þeir nota ekki höfuðið!  En sumir eru í kynlífi með sjálfum sér, svo Dylan er kannski betri?

Edda Agnarsdóttir, 2.4.2008 kl. 00:01

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Það er málið Edda - kynlíf er stór hluti lífs hvers og eins og ef það á að vera í lagi þá þarftu að nota höfuðið. Og þess vegna vorkenni ég eiginlega manninum fyrir að vera ekki með höfuðið í lagi, en Dylan er góður.

Páll Jóhannesson, 2.4.2008 kl. 10:53

3 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Segi allaveganna fyrir mína parta, ekki myndi ég vilja vera án kynlífsins eða kannski frekar kynhvatarinnar sem er ein að grunnþörfum mannsins. Kynhvöt hefur verið í okkur við fæðingu & er það sannað......

Dagbjört Pálsdóttir, 2.4.2008 kl. 11:52

4 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ekki hljóp ég 1.apríl, enda minnug á þann dag. Lilli bró fékk svo 6 kr. afslátt af bensini hjá Atlandsolíu í gær í tilefni dagsins. En ég fékk bensínið þar í dag fyrir 127.40 kr lítrinn.  Var þá Atlandsolía bara að láta afmælisbarnið hlaupa 1. apríl? Hvað heldur þú?

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 2.4.2008 kl. 20:43

5 Smámynd: Páll Jóhannesson

Já þetta var ljótur hrekkur hjá þeim að plata Lilla svona rækilega - skamm. Annars tók ég þátt í að útbúa 1. aprílgabb á heimasíðu Þórs. Hitti mann í Bónus í dag sem varð ösku illur þegar ég færði honum þær fréttir að um gabb væri að ræða en ekki staðreynd.

Páll Jóhannesson, 2.4.2008 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband