Leita í fréttum mbl.is

Hvaða kirkja?

Var einn á ferð úr höfuðþorpi Íslands til höfuðþorps landsbyggðarinnar í gær. Svo sem ekki oft sem maður er einn á ferð,  en því fylgja óneytanlega bæði kostir og gallar. Í gær komu kostir þess að vera einn á ferð um þjóðveg 1. Á Rás2 var mikið gert úr því að þá voru 30 ár liðin frá því að besti söngvari Íslandssögunnar lést, ég er að tala um Vilhjálm Vilhjálmsson. En hvað kemur það kostum þess að hafa verið einn á ferð í bílnum? Jú því lög í flutningi Villa hljómuðu stöðugt á rásinni og þá gat Palli sungið með og engin gerði neina athugasemd við það. Þegar maður heyrir Villa syngja langar mann alltaf að syngja með, en svo togast á mann að vilja ekki gera það til þess að njóta söngsins til hins fullnustu.

BifröstVar með myndavélina á lofti af og til. Veðrið ekki alveg upp á það besta en samt skotið einni og einni hér og hvar. Til að mynda var smellt af mynd heim að hinu mikla menntasetri á Bifröst enda þar ægi fagurt hvernig sem viðrar.

Þarna hafa margir sótt sína menntun úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Þekki nokkra sem sóttu ,,gamla" Samvinnuskólann að Bifröst og hlutu góða menntun. T.d. vinkona okkar hjóna hún Dagný og heyrist mér á henni að þarna hafi verið gott að vera, góður skóli.

Hvað heitir kirkjanEn einnig datt mér í hug að endurtaka leikinn frá því fyrir stuttu þegar ég lagði fyrir ykkur getraun og bað ykkur að bera kennsl á ákveðið hús á Akureyri. Ekki kom svar við þeirri spurningu fyrr en ég upplýsti hvaða hús væri um að ræða.

Nú birti ég mynd af kirkju einni sem er staðsett stutt frá þjóðvegi 1 á leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur. Því spyr hvaða kirkja er þetta og við hvaða bæ stendur hún?

Úrslitakeppnin í körfubolta hófst í gærkvöld. Mínir menn hófu leik í ,,Sláturhúsinu" í Keflavík en það kalla þeir sitt íþróttahús. Skemmst er frá því að segja að mínir menn voru allt að því leiddir til slátrunar ef svo má segja. Töpuðu stórt. Þessi orrusta tapaðist en stríðið er ekki búið. Næsti leikur verður hér á Akureyri sunnudagskvöldið og þá geri ég ráð fyrir því að mínir menn hyggi hressilega á hefndir.

Horfði með öðru auganu á þáttinn hans Bubba Bubbabandið. Þátturinn allur hins leiðinlegasti. Allir söngvararnir sökkuðu að mínu viti þó norðanpilturinn Eyþór hafi verið einna skástur í gær en þó slappur. Verð þó að játa fyrir ykkur að dómarinn sem kemur frá Akureyri og kallar sig ,,Villa Naglbít" fer þó allra manna mest í taugarnar á mér. Kannski það trufli einbeitingu mína hvað ég læt hann fara í mínar fínustu. En alla vega fólkið sem tekur þátt í þessum þætti er allt ágætis söngvarar þótt ekki hafi þau hitt á góðan dag í gær.

Fermingarveisla í dag þar sem Ólína systir Jóhanns tengdasonar míns gengur í fullorðinsmanna tölu eins og stundum er sagt þegar krakkar eru fermdir. Vonandi verður þetta hinn skemmtilegasti dagur hjá henni og fjölskyldunni allri.

Meira síðar.

Málsháttur dagsins: Heilbrigður veit ei hvað hinn sjúki líður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ekki man ég kirkju eða bæjarnafn. En tel að kirkjan sé í Skagafirði.

Gaman að lesa pistilinn þinn.

Ég fer á morgun í fermingu hjá systursyni. En er er ferming á laugardegi fyrir norðan?

Edda Agnarsdóttir, 29.3.2008 kl. 16:41

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Edda! þú ert heit en ekki sjóðandi

Páll Jóhannesson, 30.3.2008 kl. 10:38

3 identicon

Getur ekki verið að þessi kirkja sé á vinstri hönd þegar ekið er fram Langadal í A. Hún., nokkurn veginn fyrir miðjum dal?

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 15:27

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ef þú ert á leið norður þá er hún á vinstri hönd jú  - og hún er í Húnavatnssýslunni, rétt er það.

Páll Jóhannesson, 30.3.2008 kl. 18:12

5 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Getur verið að þetta sé Hvammur í Langadal?

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 30.3.2008 kl. 19:08

6 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ekki er það Hvammur - þið hitnið er samt í  - A- Húnavatnssýslu

Páll Jóhannesson, 30.3.2008 kl. 22:10

7 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Skildi þetta kannski vera Holtastaðir ?

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 30.3.2008 kl. 22:58

8 Smámynd: Páll Jóhannesson

Rétt hjá þér þetta eru Holtastaðir.

Um þann stað segir í Vegahandbókinni ,, Holtastaðir höfuðból, stórbýli og kirkjustaður sem kemur víða við sögu. Trjálundur fagur við bæinn. Fyrrum ferjustaður við Blöndu.

Páll Jóhannesson, 30.3.2008 kl. 23:05

9 identicon

Skondið ég sá þessa kirkju á leiðinni suður áðan og ég hugsaði með mér hvað skyldi þessi kirkja heita, ég sá bara heitið á bænum Holtastaðir.  Skondin tilviljun:)

Ólöf (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 23:54

10 Smámynd: Páll Jóhannesson

Kann að hljóma einkennilega en fyrir nokkrum árum bjó á bænum bóndi sem heitir Haraldur Holti Líndal og býr á Holtastöðum. Hvort sem þið trúið því eður ei þá er það satt. Kannast við son hans sem var körfuboltamaður þ.e. sonurinn. Held að Holti búi þarna enn.

Páll Jóhannesson, 31.3.2008 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband