7.3.2008 | 22:18
Fínn sigur í kvöld.
Óhætt að segja að þessi dagur hafi verið annasamur. Öll barnabörnin veik svo að amma og afi urðu að hlaupa í skarðið og líta eftir hópnum. Afinn gaf sér þó tíma til þess að skreppa í Hamar og hitta kaffikarlana fékk til þess góðfúslegt leyfi hjá ömmunni og börnunum.
Fundur seinnipart dags með stórsöngvara einum sem er að undirbúa fjáröflunartónleika með körfuboltadeildinni. Stefnt að því að hafa tónleika í Glerárkirkju seinni partinn í apríl. Eru þetta einskonar afmælistónleikar þar sem að í febrúar eru liðin 50 ár frá stofnun körfuboltadeildar í Þór.
Í kvöld var svo leikur í körfuboltanum þar sem Fjölnismenn komu í heimsókn. Fjölnir situr á botni úrvalsdeildarinnar og er fallið og leikur í 1. deild að ári. Fór svo að Þór vann nokkuð stóran og öruggan sigur á andlausu Fjölnisliðinu 106-81. Maður hafði á tilfinningunni að Þórsliðið hefði ekki neinn sérstakan áhuga á að sigra með meiri mun. Það var bara í góðu lagi. Þór situr eftir leikinn í 8. sæti úrvalsdeildarinnar með 18 stig og á ágætis möguleika á að komast í 8. liða úrslitakeppnina. Þó er ekkert fast í hendi og tveir leikir eftir. Leikur á útvelli gegn Grindavík og heimaleikur gegn Snæfelli, við sjáum til.
Málsháttur dagsins: Oft er duglausastur sá sem er orðhvatastur.249 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 190807
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með sigurinn Þórsari!
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 8.3.2008 kl. 11:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.