22.2.2008 | 17:04
Góð kvöldstund með viðhaldinu
Í gærkvöld hentist ég með viðhaldið mitt út í sveit og átti með henni yndislegar stundir. Ég ók með hana þó ekki langt en við fórum samt nægilega langt útúr til þess að fá næði. Áningastaðurinn var við gömlu Eyjafjarðarbrýnnar rétt innan við flugvöllinn á Akureyri.
Til þess að halda græjunni uppi var þrífóturinn tekin með enda verkfærið nokkuð stórt og myndarlegt, og læknirinn minn hefur bannað mér að halda á nokkru þungu. En kvöldið var notalegt í alla staði. Heiður himinn, stjörnubjart tunglið fullt, marr í klakahringlum sem hreifast ofurhægt vegna frostsins, þokkafullt.
Afrakstur erfiði okkar kannski ekki fullkomið, en ég er sáttur. Kannski ég hefði átt að taka með mér aðstoðarmann, veit ekki hvort það hefði verið við hæfi? Hugga mig við að æfingin skapar meistarann. Hugga mig líka við að viðhaldið mitt hefur aldrei kvartað yfir frammistöðu minni, enn sem komið er. Meðan svo er þá get ég ekki verið annað en sáttur.
Þegar við höfðu lokið okkur af hentumst við í bæinn og tókum smá rispu þar þótt svo að ekki hefðum við sama næðið þar og í sveitinni.
Stundir mínar með viðhaldinu eru ávallt í fullu samræmi við konu mína sem er afar sátt við samband okkar. Viðhaldið mitt er heldur ekkert venjulegt viðhald, ég er að tala um myndavélina mína. Læt eina mynd fljóta með sem ég tók í tunglskininu. Ef þið viljið sjá meira þá getið þið farið á www.flickr.com/pallijo og skoðað fleiri myndir.
Fróðleikur dagsins: Á hverju ári deyja fleiri af völdum býflugnastungna en af völdum snákabits.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Palli minn! - Við hjónin keyptum okkur húsbíl í nóvember og frúin var til þess að gera fljót að skýra hann VIÐHALDIÐ svo það virðist alltaf eitt vera til á hverju heimili og stundum fleiri
Linkurinn á myndasíðuna er ekki réttur hjá þér.. einu joði ofaukið og ætti því að vera:
http://www.flickr.com/photos/pallijo
Flottar myndir hjá þér... Kv. í Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 27.2.2008 kl. 12:10
Sæll Steini og takk fyrir ábendinguna þessi villa fór algerlega fram hjá mér.
Páll Jóhannesson, 27.2.2008 kl. 16:43
Sæll aftur... H átti stafurinn vissulega að vera... en ekki j... Maður kemur ekki heill útúr þessu lífi...
Þorsteinn Gunnarsson, 27.2.2008 kl. 18:03
Já Steini! ég sá það - en enn og aftur takk fyrir ábendinguna.
Páll Jóhannesson, 27.2.2008 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.