21.2.2008 | 10:32
Sigþór pípari
Í dag á systur sonur minn hann Sigþór Viðar Ragnarsson afmæli, hann Sigþór pípari er þrítugur. Sigþór pípari er hvers manns hugljúfi og vel gerður í alla staði. Ef leki kemur hér og hvar í röralögnum hjá ættingjunum þá er Sigþór mættur með rörtöngina.
Sigþór er boðin og búin þegar einhvern vantar hjálp. Sigþór er einn af þeim sem gengur hægt um gleðinnar dyr og fer ekki mikið fyrir honum í daglegu lífi. Hann fer ekki með neinu offorsi en hann fer þangað sem ferðinni er heitið hvað sem það kostar.
Eins og mamma sagði á blogginu sínu fyrir skömmu þá er fjandanum erfiðara að ná honum einum á mynd. Myndin sem ég læt fylgja þessari færslu er tekin í júní á síðasta ári á árlegu fjölskyldumóti sem haldið var þá að Melsgili í Skagafirði. Myndina klippti ég til og þótti bara vel við hæfi að hún amma hans fengi að fljóta með enda einu sinni annað af tveimur ættarhöfðunum í þessari ætt. Sigþór var í liði með ömmu sinni m.a. þar sem keppt var í Kubb. Óska Sigþóri til hamingju með daginn, sem og fjölskyldu hans allri.
Annars allt gott að frétta sól fer hækkandi á lofti og léttist lundin hér og hvar. Og vel við hæfi að flækja þessa bloggfærslu svo sem ekkert meir að sinni.
Málsháttur dagsins: Það er margt fagurt undir himinblámanum
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skyldi Sigþór vera svona sterkur, eða amman svona létt og pen?
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 21.2.2008 kl. 14:34
Mamma mín! ég tel þetta tvíþætt - Sigþór er sterkur og amman er létt og pen. Góða ferð á suðurlandið og þú skilar kveðjum til allra þar frá okkur.
Páll Jóhannesson, 21.2.2008 kl. 15:25
Krúttleg mynd.
Edda Agnarsdóttir, 22.2.2008 kl. 14:44
Edda! já þau eru krúttleg það er satt.
Páll Jóhannesson, 22.2.2008 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.