20.2.2008 | 20:46
Skammt stórra högga á milli
Óhætt að segja að mikið sé um afmæli í febrúar í minni fjölskyldu og tengdu fólki mér. Í dag er eitt ár liðið frá því að Ívan Freyr sonur Anítu og Davors leit dagsins ljós. Verður haldið upp á afmælið hans með pompi og prakt um helgina og þar með slegnar tvær flugur í einu þar sem móður amma hans hún Hrönn 24. sem er á sunnudag. Vil nota tækifærið og óska Anítu og Davor til lukku með strákinn. Myndin sem ég birti með þesasri færslu er af Ívani Frey þar sem hann er í öruggum höndum ömmu sinnar hennar Hrannar. Myndin er tekin á fjölskyldumótinu Fíraþing 2007 sem haldið var að Melsgili í júní 2007. Því miður á ég enga góða mynd af Ívani með foreldrum sínum, en vonandi verður ráðin bót á því síðar.
Skammt verður stórra högga á milli og á morgun á svo einn úr stór fjölskyldunni afmæli og fær hann af því tilefni sitt pláss á morgun á blogginu af því tilefni.
Meistaradeildin komin á fullt og eftir leiki gærkvöldsins ýmist gráta menn eða hlægja. Læt mér úrslit kvöldsins litlu skipta. Spaghettíæturnar frá Ítalíu voru rassskelltir á Englandi svo fátt eitt sé nú nefnt. Önnur úrslit komu heldur ekkert á óvart.
Sjálfur eyddi ég kvöldinu í félagsheimili Þórs þar sem haldin var aðalfundur knattspyrnudeildar Þórs. Tók að mér fundarstjórn og held að ég hafi sloppið nokkuð skammlaust frá því verki. Deildin skilaði tæplega 4. milljón króna hagnaði sem er hið besta mál. Lárus Orri Sigurðsson og Páll Viðar Gíslason eru nýbúnir að framlengja þjálfara samninga sína við félagið og verða í það minnsta við völd til loka ársins 2011.
Meðan ég sit við þessar skriftir standa yfir leikir í meistaradeildinni og prinsinn á heimilinu lagði skólabækurnar til hliðar og fylgist með sínum mönnum í Arsenal etja kappi við spaghettíætur frá Ítalíu þ.e. AC Mílan er eru núverandi meistarar.
Að lokum deili ég áhyggjum mínum með sjómönnum og öllu því fólki sem hefur viðurværi sitt af sjómennsku eftir atburði dagsins. Loðnuveiðar stoppaðar á morgun. Sorglegt en kannski óumflýjanlegt. En alla vega held ég að nú sé loksins að koma í bakið á okkur Íslendingum að við skulum hafa búið við það að hafa setið uppi með stjórnmálamenn s.l. áratug og rúmlega það sem hafa aldrei farið að óskum fiskifræðinga. Hvern á svo að hengja? Eigum við að hengja menn fyrir það að þora loksins að taka á vandanum? eða hvað finnst ykkur?
Fróðleikur dagsins: Elding lýstur Jörðina u.þ.b. 200 sinnum á sekúndu.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ
Takk fyrir Kveðjuna flottar myndir frá útlandinu gaman að sjá bið að heilsa
Kv úr njarðvík
Aníta (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.