7.2.2008 | 23:03
Konur! til hamingju
Karlar eiga tvöfalt fleiri bíla en konur, og karlar þeir eiga helmingi fleiri jeppa en konur. Aftur á móti eiga konur helmingi fleiri smábíla en karla t.d. Yaris og álíka. ,,Enn eitt dæmið um yfirgang karla" sagði kunningja kona ein við mig ,,karlarnir kaupa flotta bíla handa sér og smábíl handa konunni týpískur yfirgangur, þessu þarf að snúa við, kunningjakona mín var hneyksluð".
Aftur á móti sagði ég við þessa ágætu konu ,,nú ég sé þetta allt öðrum augum en þú. Mér sýnist þetta enn eitt dæmið um hagsýni kvenna þær vita manna best að það er engin þörf á því að eiga jeppa á Íslandi. Á Íslandi er ekkert bæjarfélag með svo háar hraðahindranir að það þurfi jeppa til að komast leiðar sinnar. Og sannast ekki í þessu það sem stundum er sagt að eini munurinn á konum og körlum sé verðmiðinn á leikföngunum? Í mínum huga er þessi staðreynd bara sigur fyrir konur og ég segi bara til hamingju konur.
Búið að vera mikið fjör hér í Drekagilinu í dag. Þær systur Margrét Birta og Elín Alma enda vetrarfrí í skólanum. Eftir mikið sykur át í gær vegna alls þess sælgætis sem þær innbyrgðu kom hressilega fram á þeim í dag. Því var afar nauðsýnlegt að henda þeim út og láta þær leika sér í snjónum og þreyta þær hressilega fyrir nætursvefninn.
Þar sem talsvert hefur snjóað hér þá bregður svo við að bílaplanið hefur verið rutt í tvígang á undanförnum tveimur vikum. Snjónum er rutt á lítið opið miðsvæði milli húsanna og er orðin hinn myndarlegasti snjóskafl sem teygir sig hærra og hærra til himins. Ef fram heldur sem horfir mun hann verða á stærð við meðalfjall í Danmörku, áður en langt um líður.
Fór svo að dömurnar voru fljótar að detta inn í draumalandið. Afi þurfti ekki að lesa margar bækur. Kannski eins gott því að oftar en ekki er staðreyndin sú að lesarinn er farin að dotta langt á undan krökkunum, sem gjarnan segja ,,afi af hverju heldur þú ekki áfram?.
Ef að líkum lætur þá munu þær rífa sig upp fyrir allar aldir til þess að missa ekki af föstudagskaffinu í Hamri með afa, þá verður fjör. Þar sem myndirnar sem fylgja þessari færslu og voru teknar í dag virðast hálf óskýrar, er gott að smella á myndirnar og þá birtast þær stærri og skýrari, ekki þó Jóhannes skýrari
Horfði á Kastljósið í kvöld þar sem Svandís Svavarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sátu fyrir svörum hjá Sigmari vegna skýrslunnar sem stýrihópurinn birti um klúðrið í kringu Rei og alla þá vitleysu. Eftir að hafa heyrt skýringu þessara tveggja pólitíkusa um skýrsluna hlýtur borgarbúum að vera enn meira misboðið en áður. Svandís og Vilhjálmur opinberuðu með óyggjandi hætti að þau eru bæði jafn siðspillt og hafa tekið ákvörðun um að vera sammála um að engin beri ábyrgð, menn hafi lært af þessu klúðri, þeim hafi ekki verið ætlað að leggja dóm á einstaka menn. Ef borgarbúar rísa ekki upp og krefjast þess að allt þetta fólk taki pokann sinn og gangi út, þá er borgarbúum engin vorkunn að sitja uppi með þessa borgarstjórn sem siglir stjórnlaust eins og sökkvandi skip, án þess að senda út Mayday, mayday.
Enn kyngir niður snjó suður með sjó, eða á maður að segja ,,enn kyngir niður snjó suður með snjó?" Gott til þess að vita að ,,litla" systir er alin upp við snjó hér norðan heiða svo vonandi þolir hún þetta álag betur en margur, vonandi. Alla vega styttist í að hún ásamt fleirum fljúgi á vit ævintýranna og vonandi að guð og lukkan gefi að þar taki veðurguðirnir ekki upp á neinu óvæntu.
En niðurtalningin heldur áfram og spenningurinn eykst, nema hvað?
Málsháttur dagsins: Sá verður út undan sem fjærstur situr fati.335 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég frétti af einum stað hér í bæ sem gaf börnunum sem sungu þar "harðfisk" Mjög athyglisvert, nóg er nú af sælgætinu. En svo kom þangað hópur og þegar þeim var sagt að ekki væri gefið sælgæti heldur "Harðfiskur" ruku þau á dyr sármóðguð.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 8.2.2008 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.