Leita í fréttum mbl.is

Allir hlægja á öskudaginn.....

Öskudagur 2008Allir hlægja á öskudaginn ó mér finnst svo gaman þá........ Hver man ekki eftir þessu? Ég gerðist bílstjóri hjá Galdranorn og Engli. Með þeim var svo persóna sem ég er ekki alveg viss um hver var en leikin af stóru frænku. Svolítið furðuleg blanda þ.e. galdranorn og engill. Afa stelpurnar Margrét Birta og Elín Alma mynduðu lið með stóru frænku sinni henni Ólínu. Ég hafði gaman af því að elda þær um bæinn og fylgjast með.

Öskudagur nútímans hefur tekið mjög miklum breytingum frá því að ég var lítill. Þá tíðkaðist að hver hópur væri allt að 10-20 krakkar í hópi og svo var kjörin forystu sauður sem fór fyrir hópnum. Æfingar gátu staðið yfir í 3-4 vikur. Á prógramminu voru 10 lög hið minnsta. Bærinn var þá að vísu talsvert mikið minni en í dag og þá labbaði hópurinn milli fyrirtækja og verslana engum var keyrt.

Nammi, nammÍ dag virðist mottóið vera að hafa hópana sem minnsta helst ekki fleiri en 4 í hóp. Af hverju? jú það gefur meira nammi í aðra höndina. Man ekki hvað við vorum að fá mikið nammi fyrir u.þ.b. 40 árum, en trúlega talsvert mikið minna en gengur og gerist í dag.

Þegar við ,,gamla" settið komum svo heim með skvísurnar var sest niður og farið að flokka nammið niður og skipta. Allt sett fyrst á vigtina svona til gamans og sjá hvað hópurinn bar úr bítum.... hvað haldið þið? 6.9 kg á þennan þriggja krakka hóp sem sagt 2,3 kg á haus, ekki ónýtt það.

Sykursjokk trúlega á mörgum heimilum í kvöld og einhverjir krakkar dálítið mikið örir eða allt að því ofvirkir. Þess vegna þakka ég guði fyrir það að mín annars dásamlegu barnabörn eru ekki hjá mér þegar kemur að því að koma þeim í draumalandið.

Aaaa, nammiVetrarfrí á morgun og á föstudag svo að þá verða þær systur hér hjá ömmu og afa. Þá verður mikið fjör og mikið gaman. Eitt af því fyrsta sem þær systur tóku eftir og þóttu mikið til koma vegna þessa vetrarfrí var að það er frí á föstudegi. Hvað skildi það þýða? Þeim systrum þykir nefnilega mikið til koma þegar þær fá að fara með afa í morgunkaffi í Hamar félagsheimili Þórs. Þegar hægt er að koma því við þá hef ég haft það fyrir sið að taka þær með, það þykir þeim afar mikið sport.

Ég mun því klárlega taka með mér myndavélina og smella af þeim myndum og setja á bloggið á föstudag. Annars lítið annað sem gerðist í dag sem hafandi er orð á. En í lokin kannski að benda ykkur á sem hafa áhuga þá er ég búinn að opna flickr síðu og þar mun ég setja inn valdar myndir slóðin er http://www.flickr.com/photos/pallijo 

Og enn heldur niðurtalningin áfram, ekki satt Hrönn?

Málsháttur dagsins: Því fallega skal blanda við það nytsamlega.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það tíðkaðist nú ekki þegar ég var ung að ganga um bæinn og syngja sér inn sælgæti.  Þá fórum við á grímuball og lömdum köttinn úr tunnuni.  Er fegin að Sölli er vaxinn uppúr þessu.

Anna Bogga (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 10:04

2 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Ójú niðurtalningin heldur áfram 6dagar og burt úr snjó frosti og öllu því sem fylgir. Óveðurskveðjur frá snjóhúsinu á suðurnesjum

Hrönn Jóhannesdóttir, 7.2.2008 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

335 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband