5.2.2008 | 21:39
Afi hvar er túkallinn?
Sprengidagur= yndislegur dagur. Saltket og baunir og túkall. Hér í Drekagilinu var etið mikið af salketi og baunum, rófum og jarðeplum. Tær snilld. Reyndar voru barnabörnin ekkert yfir sig ánægð með þennan sér íslenska mat. Þegar þau heyrðu afa segja aftur og aftur ,,saltkjöt og baunir - túkall" spurðu þær hvort þær gætu ekki bara fengið Túkallinn?. Morgundagurinn = öskudagurinn verður ekki síðri verð mikið á ferðinni og fylgist með bófaflokkum og öðrum kynjaverum spássera um bæinn. Þetta fær mann til að rifja upp ,,gamla" og góða daga. Og rúsínan í pylsuendanum = upphitaðar baunir fátt toppar það.
Annars er fátt að gerast sem hægt er að skúbba. Ameríka skelfur og bíður átekta um hverjir verða hlutskarpastir úr forkosningunum til forseta framboðs þeirra. Vona að bandaríska þjóðin verði heppnari með næsta forseta en þann sem nú situr við völd.
Kolbrún Halldórsdóttir vinstri græn vill banna að menn greiði fyrir vændi. Skrítið. Ef ekki kemur til greiðsla þá er varla um vændi að ræða, eða? Væri ekki einfaldara að banna vændi með lögum?
Einhvers staðar var sagt frá því að Tarantúla ein sem lögreglan á suðurnesjum gerði upptæka hafi reynt að flýja af heilbrigðiseftirliti suðurnesja. Væri gaman að vita hvernig hún myndi plumma sig í íslensku vetrarríki.
Heyrði einnig í bæjarstjóra/stýru Akureyrarbæjar þar sem hún sagði í útvarpinu að tilraun sú sem gerð var með því að blanda salt í sandinn sem dreifður er á götur bæjarins hafi gefið góða raun. Verð að játa að ég fékk ekki kökk, heldur kekki í hálsinn við að heyra í bæjarstýrunni. Held að hún sé búinn að opna á þennan ósíð, því miður. Þetta þykir mér dapurlegt svo ekki sé nú dýpra í árina tekið, kannski komin tími á að kenna fólki að haga akstri eftir aðstæðum, svei mér þá alla daga.
Svona er Ísland í dag.
Málsháttur kvöldsins: Hann er ekki sjálfráður sem öðrum er háður.
335 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190699
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
7 Dagar. Passaðu röddina vel í dag og leyfðu litlubörnunum að syngja þinn tími kemur.
Hrönn Jóhannesdóttir, 6.2.2008 kl. 12:33
Aaaaa! 7 dagar titringurinn eykst með hverju degi! Já ég sparaði mína silkimjúku rödd og leyfi svo ykkur að njóta hennar þegar...... þú veist
Páll Jóhannesson, 6.2.2008 kl. 13:42
Kíkk og kvitt.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 6.2.2008 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.