31.1.2008 | 22:21
Flettum malbikinu af Laugaveginum og höldum í gömlu götu myndina.....
Mitt í allri umræðunni um verndun gamalla húsa og nauðsýn þess að varðveita gamla götumynd er vert að huga að ýmsu t.d. Hvað á eiginlega fólk við þegar það segir nauðsýn að halda í gömlu götu ímyndina? Getur það talist að halda í gamla götuímynd að varðveita hin umtöluðu hús við Laugaveginn, með því að láta þau standa þar um ókomin ár og hamla eðlilegri uppbyggingu á miðbæ höfuðborgarinnar? Gefum okkur að þessi hús verði gerð upp og muni líta út eftir fegrunaraðgerð sem næst sínu upphaflega útliti, hvaða götuímynd er verið að varðveita? Þessi tvö hús munu samt sem áður standa inn á milli nýrra húsa eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Munu húsin tvö ein og sér viðhalda hinni gömlu götuímynd? - varla.
Ef fólk vill halda í gamla götuímynd breyta þessi tvö hús einhverju? Væri ekki nær að fletta malbikinu af og hafa Laugaveginn svo dæmi sé tekið bara malarveg eins og gamla götuímyndin var holóttann og fínan? Ætti þá ekki að taka niður þessa nýtísku galvinseruðu ljósastaura og setja upp gömlu tré staurana með utaná liggjandi köplum og skrúfaðar perur eins og þá tíðkaðist? Og ef menn vilja halda raunverulega í hina upprunalegu götumynd væri nær að grafa upp rafmagnskaplana, símalínurnar og koma því í húsin ofan jarðar líkt og þessum húsum sæmir? - hvern er verið að reyna blekkja?
Ég er á þeirri skoðun að verndun gamalla húsa sé orðin að há-tísku hinna óðu ,,Trefilmenna" (Takk Gunnar fyrir þetta snjalla orð) og er gengin allt of langt og út úr öllu korti. Í prinsippinu er ég ekki á móti friðun gamalla húsa, en er á þeirri skoðun að hægt sé að fara aðrar leiðir. Ef ég vil sjá falleg gömul hús í umhverfi þar sem ég upplifi gamla tímann, þá fer ég í Árbæjarsafnið. Og vilji ég sjá yfir höfuð gamla muni sem notaðir voru í gamla daga, þá fer í Þjóðminjasafn Íslands, Minjasafnið á Akureyri, Iðnaðarsafnið á Akureyri eða Byggðasafnið á Höfn í Hornafirði svo dæmi séu tekin.
Óhætt er að segja að vetur konungur hafi gert vart við sig víðar en á Íslandi. Þótt snjó kyngi niður hér á landi elds og ísa er vetraríki viða þar sem fólk á ekki því að venjast að kyngi niður snjó. Mestu öfgarnar eru trúlega að það skuli snjóa í Íran, Írak og Kína. Heyrði í útvarpinu í dag að snjór sé svo mikill á sumum svæðum í Kína að til mikilla vandræða horfi enda á fólk þar ekki því að venjast að snjó leggist þar á jörð. Hefur snjór eyðilagt stór ræktarlönd í Kína og er áætlað að þau svæði sem hafa eyðilagst sé á stærð við Skotland. Undarlegt ekki satt?
Allir gluggar standa opnir í Englandi fram að miðnætti. Á miðnætti verður þeim öllum skellt aftur og ekki opnaðir aftur fyrr en í vor. Þetta er félagsskiptaglugginn í enska boltanum. Tiltölulega rólegt hefur verið í janúar, en hver veit nema eitthvað gerist á síðustu sentímetrunum?
Fróðleikur dagsins: Því meira sem þú kvartar, því lengur lætur Guð þig lifa.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 190696
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er sko hjartanlega sammála þessari færslu þinni með Laugavegshúsin Palli ! Ég þakka fyrir að "forfeður" okkar skyldu hafa haft vit á að festast ekki í viðjum fortíðar, annars væri nú hálf nöturlegt að litast um í heiminum ekki satt? Til framtíðar með opinn hugann og þökkum fyrir fortíðina.....
Kveðja úr Odense
Bói
Jac Norðquist, 1.2.2008 kl. 09:00
Já ég er þakklátur mínum forfeðrum - ekki vildi ég búa í torfbæ í dag. En mér þykir gaman að skoða torfbæi og sjá hvernig forfeðurnir lifðu, þá fer ég í Skagafjörðinn og skoða Glaumbæ, eða austur fyrir fjall hjá mér og skoða Grenjaðarstað.
Páll Jóhannesson, 1.2.2008 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.