Leita í fréttum mbl.is

Umhverfisvernd - bara ef það hentar viðkomandi, annars skítsama

Torfunef 009Sat í veislu um helgina sem er ekki í frásögur færandi nema hvað að til mín kom einn veislugesturinn og sagði ,,Palli! ég fer daglega á bloggið þitt og er ánægður með að þú skulir vera blogga um hvernig farið er með strandlengjuna - en endilega taktu Torfunefsbryggjuna fyrir hana þarf að vernda".

Þetta er rétt hjá félaga mínum. Þegar ég var krakki og unglingur voru talsverð umsvif í og við Torfunefsbryggjuna. Nú er öldin önnur. Þrengt hefur verið að bryggjunni svo mjög vegna landfyllinga. Á síðustu árum hefur hún þjónað ágætlega því litla sem til er ætlast af því að hún geri. Súlan EA lá þarna lögnum stundum milli vertíða og var orðin partur af miðbæ Akureyrar meðan hún var í eigu norðan manna. Og nú hefur Húni II átt þar samastað og fellur bara vel og þaðan hefur hann þjónað því hlutverki sem honum er ætlað, sem safn og til ferðaþjónustu, þökk sé Þorsteini Péturssyni og félögum í hollvinasamtökum um skipið.

Torfunef 005Í vetur skemmdist þessi gamla bryggja í óveðri og er nú talin á kafla hættuleg. Í mörg undanfarin ár hefur ekkert verið gert til að viðhalda þessari bryggju, nema kannski eitt og eitt pensilfar á bryggjukantinn.

Nú er svo komið að yfirvöld hafnar- og skipulags vilja fylla þarna upp og þar með myndi þessi bryggja hverfa. Bryggjan hefur þó öðlast nýtt hlutverk eftir að Súlan var seld. Hollvinasamtök Húna II hafa notað þetta sem sitt athafnasvæði. Þarna hefur smán saman verið að myndast ferðaþjónusta í kringum bátinn enda afar heppilegt svona við hjarta miðbæjar Akureyrar. Kjörin staður og heppilegur þar sem mikill fjöld ferðamanna getur með lítilli fyrirhöfn hoppað um borð. Einnig hafa skútur og eilítið af smábátum nýtt sér þessa aðstöðu.

Nú lítur hins vegar út fyrir að ef ekkert verður að gert þá muni bryggjan heyra sögunni til. Það er dapurlegt. Þetta er enn eitt dæmið um veruleika firringu manna. Hús mega ekki vera hærri en 3 hæðir til þess að hafa ekki áhrif á breytta ásýnd bæjarins. Ekki má rífa hús því varðveita verður gamla götu ímynd.

Það eina jákvæða sem hefur átt sér stað er viðvíkur strandlengjunni a.m.k. hér á Akureyri er átak bæjaryfirvalda í uppbyggingu og hreinsun fráveitulagna. Vissulega jákvætt að menn leggi metnað í að koma kúknum eins langt frá landi og framast er unnt. En Þótt kúkurinn sé farin lengra frá strandlengjunni en áður þá þarf að hreinsa til og koma þessu svæði í viðunandi horf, þetta er nefnilega eitt af því fyrsta sem farþegar með skemmtiferðaskipunum koma til landsins sjá.

Ég spyr mig enn og aftur, Af hverju ríkir þögn um strandlengjuna okkar? Hvernig stendur á því að fólk sem þykist láta sig varða umhverfisvernd og varðveislu ásýnd bæjarins að einhverju leiti, af hverju þegir það?. Er þetta ekki málefni sem verðskuldar umræðu?

Ég bíð spenntur eftir því að sjá fólk sem mótmælir daginn út og daginn inn þegar fyrirhugað er að byggja 3.-4. hæða hús í þeirra hverfi, komi og mótmæli ef og þegar stórfelldar hugmyndir um eyðileggingu strandlengjunnar líta dagsins ljós. Fyrsta skrefið fyrir þetta fólk er að skreppa í gönguferð niður að strönd og skoða og sjá með eigin augum hvað er að gerast.

Strandlengjan 026 Þriðja og síðasta myndin með þessari færslu er tekin á landfyllingu framan við ,,gamla" Bifreiðaverkstæðið BSA og horft upp eftir strandlengjunni við Strandgötu. Horft er í áttina að nýrri líkamsræktarstöð Átaks og Menningarhúsins Hof sem hvort tveggja standa á landfyllingu. Til vinstri við myndina liggur svo Strandgatan sjálf. Er í raun um tvær (Strand-) götur að ræða.

Gamla strandgatan og sú nýja sem er á landfyllingu. En það verður þó að segjast eins og er að landfyllingin við Strandgötuna er vel heppnuð og flottur frágangur á henni þannig að ekki má skila sem svo að ég sé ósáttur við hana eins og hún er. En ljóst er að mínar pælingar eru fyrst og síðast pælingar um þá mismunandi sýn sem fólk hefur á umhverfið sitt og hvort umhverfisvernd sé bara til staðar hjá mörgu fólki aðeins þegar það snertir það nánasta umhverfi og það hafi beinna hagsmuna að gæta? 

Málsháttur dagsins: Hvar sem dramblætið er, þar er fyrirlitning.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Ég er mjög ánægð með umfjöllun þína á mínum gamla heimabæ. Finnst gaman að fylgjast með því sem þú ert að skrifa um og skoða myndirnar. Sjálf finnst mér að huga þurfi að strandlegjum víða um land. Til dæmis í mínu bæjarfélagi hefur mikil og góð hreinsun farið fram og ásýnd bæjarfélagsins bæði á landi og legi batnað mikið. Man fyrst er ég kom hingað á suðurnesin sagði ég við mannin minn ég hef bara séð einn ljótari bæ en þennan og það var Raufarhöfn En í dag er ég stolt af mínum bæ. Kveðja frá frosthörkum á suðurnesjum

Hrönn Jóhannesdóttir, 31.1.2008 kl. 10:43

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Gaman að vita að þú hafir gaman af þessum skrifum. Ég lít á það sem algera nauðsýn að veita aðhald í þessum málum. Við eigum öll að láta okkar nánasta umhverfi skipta okkur máli, ef ekki okkar vegna þá afkomenda okkar.

Já hér er loksins (segja sumir) snjórinn komin hér á Akureyri en hvað hann staldrar lengi við er ekki gott að segja. 

Páll Jóhannesson, 31.1.2008 kl. 16:19

3 identicon

hollvinasamtök Húna 2 ætla að bjarga Auðbjörgu sem hefur staðið í slipp á skagaströnd

sammi (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 21:42

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Það er hið besta mál.

Páll Jóhannesson, 31.1.2008 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband