Leita í fréttum mbl.is

Frábær skemmtun

Stjörnufans.Ágætis helgi að baki og í raun af mörgu að taka. Horfði á lokaæfingu hjá Æskulýðskór Glerárkirkju vegna Disney tóneika sem haldnir voru svo í gær sunnudag. Helsta ástæða þess að ég er að fylgjast með þessu kór er sú staðreynd að yngsta barnið mitt sem þó verður 18 ára á þessu ári syngur í þessum kór. Hún byrjaði í þessum kór fyrir u.þ.b. 5 árum og hefur vaxið með kórnum.

Tónleikarnir voru sem sagt til fjáröflunar þar sem kórinn hyggur á æfinga- og tónleikaferð til Þýskalands í sumar. Þessum kór er stjórnað af ungri og hæfileika mikilli hugsjónarkonu Ástu Magnúsdóttur. Ásta stofnaði þennan kór fyrir u.þ.b. 5 árum og hefur hann vaxið með hverju árinu og er nú svo komið að rúmlega 70 börn og unglingar mynda tvo hópa þ.e. barnakór annars vegar og æskulýðskórinn hins vegar. Af og til taka þessir kórar höndum saman og standa að sameiginlegri uppákomum líkt og í gær.

Ekki einvörðungu er hægt að þakka Ástu fyrir alla þá vinnu sem hún leggur að mörkum við uppbyggingu á þessum kór heldur eru fjölmargir foreldrar sem mynda afbragðs stuðningshóp sem gerir það að verkum að allt þetta starf gengur eins vel og raun ber vitni um.

ÁstaMaggKórinn fékk Húsvísku dömurnar Birgittu Haukdal og Ínu Valgerði Pétursdóttir jafnan kennd við Idol. Þá kom einnig fram ungur og óþekktur söngvari Hjalti Jónsson söng hann dúett með Birgittu sem og að syngja með Æskulýðskórnum. Birgitta og Ína stóðu sig hreint út sagt frábærlega eins og búist var við. Fæstir af tónleikagestum vissu á hverju þeir ættu von þegar Hjalti hóf upp rausn sína. Og skemmst er frá því að segja að Hjalti fór algerlega á kostum og heillaði alla langt upp úr skónum.

Æskulýðskórinn sem var í aðalhlutverki fór á kostum og ég sem foreldri var stoltari en orð fá líst. Gæsahúð og geðshræring og stolt - fleiri orð eru óþörf.

Disney_Tonleikar 008Svona leit dagskráin út: 1. Töfrum slungið kvöld. úr Lion King- æskulýðskórinn 2. When you wosh upon a star. úr Gosa - Æskulýðskórinn og Hjalti. 3. Afmælisvísur Bangsapabba. Úr Dýrunum í Hálsaskógi - Barnakórinn. 4. Fyrir ofan regnbogann. Úr Galdrakarlinum í OZ - Ína Valgerður. 5. Beauty and the Beast. Úr samnefndri teiknimynd- Æskulýðskórinn. 6. Dvel ég í draumahöll. Úr Dýrunum í Hálsaskógi - Barnakór 7. Í réttu ljósi. Úr Ávaxtakörfunni- Birgitta og Barnakór 8. Vindsins litadýrð. Úr Pocahontas Ínga Valgerður. 9. Við höldum vörð. Úr Aladdín - Birgitta og Hjalti.

Eftir verðskuldað uppklapp stigu allir á svið og sungu lagið Töfrum slungið kvöld úr Lion King það var algerlega frábært í alla staði.

Takk fyrir góða skemmtun.

Að lokum kíkið á www.politik.is og lesið frábærann pistil eftir Sölmund Karl held svei mér þá að þetta sé einn af hans bestu skrifum.

Málsháttur dagsins: Ekki þarf nema einn gikk í hverri veiðistöð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Sæll Páll ég tek undir orð þín þetta var frábærir tónleikar. En það sem vekur undrun mín í hvert sinn er ég hlíði á kórinn er þessi eini drengur sem er meðal ca. 30 stúlkna. Hann Eiður, lætur það ekki hafa áhrif á sig. Nú í barnakórnum sýndist mér vera 3 drengir og stelpurnar sennilega fleiri en í Æskulýðskórnum. Hvað skyldi valda þessu ???

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 28.1.2008 kl. 13:03

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ég veit ekki hvað veldur, en hann á mikið hrós skilið, flottur strákur.

Páll Jóhannesson, 28.1.2008 kl. 15:28

3 Smámynd: Kári Sölmundarson

Þetta er sannarlega ættarmót hér á netinu

Kári Sölmundarson, 28.1.2008 kl. 22:18

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Því miður fara ættarmótin of mikið fram á netinu... þessu þarf að breyta ert þú til?

Páll Jóhannesson, 28.1.2008 kl. 22:26

5 Smámynd: Sædís Ólöf Pálsdóttir

Það er nú gott að þú gast skemmt þér á þessum tónleikum, við í kórnum skemmtum okkur mjög vel líka

Sædís Ólöf Pálsdóttir, 29.1.2008 kl. 15:20

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta hlýtur að hafa verið skemmtilegt - ekki verra að hafa Húsvíkurdrottningar - ég hefði viljað vera þarna!

Edda Agnarsdóttir, 29.1.2008 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband