Leita í fréttum mbl.is

Nú er hann sko fallinn

Alli skelfur, leikmennirnir skjálfa, öll þjóðin skelfur af hræðslu. Næsti leikur gæti skilið á milli þess hvort þjóðin í heild sinni þarf á sálfræði aðstoð að halda eða kafnar úr stolti. Tapist leikurinn í dag, þá bara nær það ekki lengra, bara snúa sér að næsta leik. Að sama skipi ef leikurinn vinnst þá er bara bíða eftir næsta leik. Ég hins vegar skelf úr kulda.

Er samt mun spenntari fyrir árlegum Stjörnuleik KKÍ sem fram fer í Íþróttahúsinu í Keflavík í dag. Þar mætast Landslið Íslands annars vegar og sérvalið stjörnulið leikmanna sem hinn Benedikt Guðmundsson þjálfari KR velur og stjórnar. Við Akureyringar eru afar stolti af því að í úrvalsliði Benedikts eru tveir Þórsarar þeir Cedric Isom og Óðinn Ásgeirsson.

Stjörnuleikur kvenna hófst klukkan 13:30 en strax að honum loknum hefst stjörnuleikur karla eða um k. 15:30. Fyrir þá sem ekki komast á leikinn þá verður hægt að horfa á hann í beinni útsendingu hjá þeim snillingum sem reka körfuboltavefinn www.karfan.is og skora ég á ykkur að kíkja þar inn. Einnig mun fara fram árleg troðslu keppni og þar mun okkar maður í Þór Cedric Isom taka þátt. Vonandi munu allir hafa gaman af hvernig sem fer því þegar upp er staðið er þetta skemmtun og fjáröflun framar öðru.

FallinnHef verið að fylgjast með breytingum á athafnasvæðinu við Krossanes að undanförnu, sem er kannski að stórum hluta bloggvini mínum honum Gunnari Th að kenna/þakka. Er unnið hörðum höndum við að taka niður vélar og tæki úr verksmiðjunni og flytja á brott, áður en skemman sjálf verður rifinn. Í vikunni sáust svo augljós merki um breyttar aðstæður þar sem strompurinn var felldur. Strompurinn var búinn að sterkt kennileiti Krossanes um árabil. Verður gaman að fylgjast með því hvort nýtt og afgerandi kennileiti muni fylgja svo nýju Aflþynnuverksmiðjunni sem rísa mun á næstu vikum og mánuðum. Ljóst er að mjög miklar breytingar eru að verða á svæðinu þarna niður við sjóinn eigi síður en uppi í Krossanesborgum. Í Krossanesborgum þýtur hver byggingin upp með ógnar hraða og að sögn kunnugra mun vera styttra en margan grunar í að byggingarland sem ætlað er undir iðnað verði á þrotum.

Eins og alþjóð veit þá er Bobby Fischer fallinn, fallinn frá. Þótt Bobby sé án efa mesti skák snillingur sögunnar var hann um leið með undarlegustu mönnum sem sögur fara af. Þótt aldrei hafi ég haft áhuga á skák þá er einvígi aldarinnar einn af þeim atburðum sem maður getur ekki gleymt. Vesenið, klikkunin og allt umstangið í kringum þennan ,,brjálæðing" eins og stór hluti þjóðarinnar kallaði hann á þeim tíma kom sá og sigraði rússneska björninn á mjög eftirminnilegan hátt. Upplýsi ég nú það hér og nú að ég hélt með Boris Spasskí í því einvígi.

Málsháttur dagsins: Það er lakur kaupmaður sem lastar sína vöru.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Já Ronni minn! og að sögn spiluðu þínir menn frábærlega í dag, til lukku með það.

Ekki missi ég mikinn svefn vegna handbolta svona yfir höfuð.

Páll Jóhannesson, 19.1.2008 kl. 17:43

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Sæll Palli minn og happy new year. Dálítið glannaleg fyrirsögn, "fallinn". Ef Alli hefði komið frá Þór og ekki verið sonur pabba síns sem er, eins og þú manst tækifæriskrati eins og þeir gerast bestir í dag, hefði upphrópunin væntanlega verið, "upprisinn" eða hvað? Annars er ég að horfa á laugardagslögin og akkúrat núna er verið að tala við börn af leikskólanum Laufásborg. Þessir framtíðarfulltrúar okkar eru algerlega ómetanleg.

Þórbergur Torfason, 19.1.2008 kl. 20:44

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Beggi minn! það skemmtilega við þetta er að pabbi Alla er mikill Þórsari og var afar snjall íþróttamaður hjá Þór.

Já þessi börn eru snilld - ,,Palli Rósinkrans er ábyggilega vinur forsetans... snilldin ein"

Páll Jóhannesson, 19.1.2008 kl. 20:47

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hver hélt eiginlega með Fischer á Íslandi?

Edda Agnarsdóttir, 20.1.2008 kl. 01:38

5 Smámynd: Páll Jóhannesson

Hver hélt með Fischer? ég man ekki eftir neinum. En það gæti verið að eftir að hann fékk íslenskt ríkisfang á silfurfati hafi einhverjir snobbarar skotist út úr skápnum og þóttust hafa haldið með honum, gæti verið

Páll Jóhannesson, 20.1.2008 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband