Leita í fréttum mbl.is

Grýla lifir enn góðu lífi....

Er vart búin að jafna mig á ergelsinu þegar upplýst í fjölmiðlum að starfsfólk á 365 miðlum fengi bensín lítrann á extra lágu verði hjá Skeljungi - 10 kr, ekki ónýtt það. Kemur þá ekki vinur minn að máli við mig og segir mér í óspurðum fréttum að starfsfólk hjá einni stofnun hér í bæ fái 13 krónur afslátt á bensíni hjá einu olíufélaginu man ekki hvort hann nefndi Olís eða ÓB, gildir einu.

Nú spyr ég mig, hvað veldur? hvernig stendur á því að þeir geta veitt sérvöldu fyrirtækjum og stofnunum slíka ofur afslátt? Er kannski almennt svigrúm til lækkunar á bensíni? Eða eru við hinir sauð svartur almúginn að greiða niður eldsneyti fyrir sérvalda hópa? Ég veit ekki með ykkur en þetta ergir mig. Er hér kannski verið að útdeila samráðsgróðanum sem olíufélögin komust upp með að stunda án þess að fá bágt fyrir. Og þótt ég viti aðeins um þessi tvö olíufélög sem gera svo vel við sérvalda viðskiptavini má nær öruggt teljast að hin séu með í þessum leik. Mig þyrstir í svör og réttlæti, hvað með ykkur?.

Lét mig hafa það að setjast fyrir framan sjónvarpið og hugðist verða vitni að því að íslendingar myndu leggja Svía á stórmóti. Á undaförnum vikum hafa íþróttafréttamenn, handboltaakademían reynt að sannfæra okkur landsmenn að nú sé lag, Svía grýlan er dauð. Nú sé tími hins íslenska landsliðs komin. Vel má vera að tími landsliðsins okkar sé komin, en af leiknum í kvöld að dæma lifir Svía grýlan enn góðu lífi. Íslenska landsliðið í kvöld lék eins og aumingjar. Vonandi er þetta ekki það sem koma skal í næstu leikjum.

Ef bílaeign Íslendinga er skoðuð mætti halda að landið væri meir og minna á kafi í snjó meiri hluta ársins. Einnig mætti halda að vegir á Íslandi séu ein samfeld torfærubraut ef mið er tekið af bílaeigninni. Enginn er maður með mönnum ef hann á ekki Cruser, Patrol, Ford eitthvað og guð má vita hvað og allir á stærðarinnar túttum, upphækkaðir og hér má líka guð vita hvað og eitthvað.

Af þessum sökum undrar mig hvernig standi á því að fólk er að lenda í vandamálum þegar snjórinn lætur sjá sig? Eru tútturnar, upphækkunin, gps tækin og allar græjurnar bara til skrauts? Er jeppa eign landsmanna bara stöðutákn? Svei mér þá ég held það. Ég spurði kunningja minn sem á svona líka fína jeppann, öflugan og glæstan ,, af hverju áttu jeppa, ferðu oft uppá hálendi og eða í svona safarí?" Hann leit á mig og sagði ,,ég hef aldrei farið á fjöll". Eftir stuttar umræður komst ég að því að hann hefur átt jeppa í all mörg ár, en aldrei sett bílinn í framdrifið og þegar spurði enn meir sagði hann ,,lága drif hvað?". Já það er alveg bráðnauðsýnlegt að eiga upphækkaðan, breyttan jeppa á stórum túttum svo maður komist í Bónus og aðrar svaðylferðir, ekki satt?.

Málsháttur dagsins: Hér land og þar land, og nóg er allt Ísland.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Vinur minn sagði við mig ,,Palli minn kallast þetta ekki að  skjóta sig í fótinn þú átt sjálfur jeppa?".

Getur verið sagði ég en ég keyri mig þó aldrei í vandræði, kann að setja hann í framdrifið og hef notað það lága. Jú kannski pínulítið skot. En samt kvarta ég aldrei yfir miklum snjó eða ófærð. Ef Cherokee kemst ekki þá bara fer ég ekki heldur bíð af mér vesenið.

Páll Jóhannesson, 18.1.2008 kl. 11:57

2 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Sæll stóri bró þetta með snjóinn í frystikistunni þú mátt bara bæta honum við hjá þér það er nóg hérna eins og er svo ég þarf ekki á þessu að halda í bili. Kveðja frá snjóhúsinu á suðurnesjum

Hrönn Jóhannesdóttir, 18.1.2008 kl. 19:07

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Fyrir nú utan eldsneyti, samráð og jeppa almennt, þá finnst mér hlálegast og jafnframt óhugnanlegt að toyota eru að flytja inn 20 jeppa á lilitlar 10,3 millur hver eða rúmlega 2 milljarða og jafnmargir sömu tegundar hafa farið til gömlu Sovét og engin til DK!

Er þessi þjóð ekki villtari en allt villtast er í heimi hér?

Edda Agnarsdóttir, 19.1.2008 kl. 02:02

4 identicon

Já enda eru það nú yfirleitt þessir jeppar sem sitja fastir í sköflunum.  En hey við segjum bara ÁFRAM 'ISLAND

Anna Bogga (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband