14.1.2008 | 00:03
Frábær Þórssigur í kvöld
Óhætt að segja að það skiptist á skin og skúrir í boltanum. Í gær máttu mínir menn í Manchester City sætta sig við tap á útivelli gegn Everton. Að vísu gat þetta jú fallið hvoru megin sem er. Liðið mitt þarf svo sem ekkert að skammast sín fyrir tapið, þetta er jú stóra liðið í Liverpool sem þeir voru að etja kappi við.
Í dag klæddi ég mig upp í snjógalla með húfu, vettlinga og trefil og allar græjur, af hverju? ég fór í Bogann. Sá þar fyrsta leik Þórs í Powerade mótinu. Þeir tóku á móti Tindastóli frá Sauðárkróki. Lárus Orri og Palli Gísla sem eru þjálfarar liðsins sendu 2. flokk félagsins til leiks að þessu sinni. Skemmst er frá því að segja að strákarnir þökkuðu pent fyrir tækifærið og unnu stórann 6-1 sigur. Flottir strákar.
Frosinn og gegn kaldur og vart búinn að losa mig við hrollinn eftir að hafa staðið inni í Boganum héldum við feðgar upp í íþróttahúsið við Síðuskóla þar sem okkar menn í Þór léku gegn Grindavík í úrvalsdeild karla í körfubolta. Er óhætt að segja að mörgum hafi hitnað í hamsi og æsispennandi lokamínútur fékk mann svo sannarlega til að gleyma kuldanum sem fyrr um daginn hafði hrjáð mann. Þórsarar unnu sanngjarnan 104-98 sigur á Grindvíkingum. Loks sigur eftir 3 tapleiki í deildinni og er óhætt að fullyrða að létt hafi yfir stuðningsmönnum Þórs eftir þennan leik. Bendi fólki á að fara á heimasíðu Þórs og lesa flotta umfjöllun um leikinn sem Sölmundur Karl skrifaði. Þá getið þið farið á myndasíður hjá Rúnari Hauk Ingimarssyni og Jón Inga Baldvinssyni og skoðað fullt af flottum myndum frá leiknum.
Málsháttur dagsins: Þegar náungans veggur brennur er þínum hætt.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 190698
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já stóra liðið Liverpool. Já svona á að orða hlutina Stóóóra liðið. Svo fyrst farið er nú að tala um STÓR lið þá má náttúrulega nefna Íslandsmeistarana í körfuknattleik. já,já það er stórt lið.
S. Lúther Gestsson, 14.1.2008 kl. 00:45
Til hamingju með sigurinn á Grindjánum þeir hafa greinilega tekið mark á mér
Hrönn Jóhannesdóttir, 14.1.2008 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.