Leita í fréttum mbl.is

Haft-yrðill

haftyrdillTveir ágætir útvarpsmenn voru að lesa upp úr dagblöðum og fræða okkur hlustendur á helstu fréttum í hinum ýmsu prentmiðlum. Annar stjórnandinn les frétt um dauða sjófugla, sem reka á land. Þá grípur hinn stjórnandinn orðið og segir ,,já hér er verið að segja frá dauða Haft - yrðils". ,,hvað ertu að segja hvaða fugl er þetta" útvarpsmaðurinn endurtekur það sem hann hafði sagt og endurtók ,,Haft-yrðill". Hefst nú smá pæling meðal þessara ágæta útvarpsmanna hvaða fugl sé hér á ferð. Þeim tókst með mikilli kænsku að klóra sig fram úr þessu vandamáli nafn fuglsins er auðvitað Haftyrðill. Svona getur fólk fallið í gryfju þegar það les orðin vitlaust. Munið þið eftir Ístru - flanir?

PalliJóh1Eins og ég greindi frá í síðasta bloggi þá hef ég verið að glugga í gömul myndaalbúm og skanna þær inn og gera þær aðgengilegar í tölvuformi. Er hér aðallega um að ræða myndir sem teknar eru fyrir u.þ.b. 20 kílóum síðan. Vekja þær um mikla kátínu meðal barnanna. Ef ég væri viðkvæmur og hefði ekki húmor fyrir sjálfum mér og þessu, þá myndi ég birta myndir af þeim sjálfum, myndum sem mér þykja meir en lítið fyndið. En geri ekki. Set þess í stað enn eina myndina af mér frá þessum tíma, svona rétt til að espa upp egóið hjá sjálfum mér. Hlakka svo til að heyra ákveðna aðila hneykslast á tilgangsleysi skrifa ,,sumra" eins og þeir gjarnan gera. En svo mikið er víst að ég nýt þessa mjög og hef gaman af. Myndin er að öllum líkindum tekin um borð í Sléttbaki EA 304 árið 1976. Var til sjós á því annars ágæta skipi á árunum 1975-1978 með smá útúrdúr þegar ég skrapp á vertíð austur á Höfn í Hornafirði. Fór síðan aftur á Sléttbak árið 1987 þegar honum var breytt í frystiskip og var þar í rúm 10 ár til viðbótar. Samtals eyddi ég því rúmum 13 árum af ævinni á þessi magnaða skipi.

Akurey1Útúrdúrinn, sem ég minntist á þ.e. þegar ég fór fyrst á vertíð austur á Hornafjörð þá kynntist ég útgerðarmanninum Hauki Runólfssyni einn af eigendum og skipstjóra á Akurey SF 52. Var ekki einvörðungu þess aðnjótandi að kynnast honum heldur allri hans fjölskyldu enda bjó ég á heimili hans frá janúar byrjun 1976 til loka vertíðar í maí sama ár. Kynni mín við hann og fjölskyldu hans endurnýjuðust svo þegar ég bjó á Höfn í Hornafirði árin 1983 og 1984. Þá var hann sjálfur skipstjóri á öðru skipi sem hann átti þ.e. Skógey SF en sonur hans tók við Akurey eftir fráfalls frænda míns Sölmundar Kárasonar, sem þá var skipstjóri á því skipi. Sölmundur varð að játa sig sigraðan við illvígan sjúkdóm sem dró hann til dauða. Því miður glímir öðlingurinn Haukur við sama sjúkdóm í dag. Þau tvö ár sem ég eyddi á Akurey þ.e. 83 og 84 var ég fyrst kokkur og síðar vélstjóri. Því er vel við hæfi að setja mynd af líkani sem ég smíðaði af Akurey SF í hlutföllunum 1:25.

Mínir menn í Manchester City etja kappi við Everton í dag á útivelli og vona ég að þeir nái góðum úrslitum þ.e.a.s. sigur. En róðurinn er þungur, þetta er jú einu sinni stóra liðið í Liverpool.

Málsháttur dagsins: Laun gefa erfiðismanninum þol til að þrælka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Flottur pistill, sagnfræðilegur. Mér finnst gaman að lesa svona, þú getur gefið út endurminningar í sagnfræðilegum dúr!

Takk.

Edda Agnarsdóttir, 13.1.2008 kl. 00:07

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ronni minn! ég verð að biðja þig afsökunar á þessari fáránlegu vitleysu og skammast mín sjálur fyrir því þetta vissi ég, en skil ekki af hverju ég ruglaði þessum tveimur skipsnöfnum saman, bara óskiljanlegt.

Páll Jóhannesson, 13.1.2008 kl. 13:38

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Palli minn. Það er nú alltaf gaman að glugga í gömul albúm. En ósköp finnst manni hallærislegar sumar myndir þar. Ha ha. Ekki held ég að þið systkinin yrðu hress, ef ég setti nokkrar í þeim dúr inn. Piltar með sítt hár, en stelpur stutt.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 13.1.2008 kl. 15:52

4 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Bara innlitskvitt. Var á sjó sumarið 1982 og fannst það ekki alveg mín deild... En oft gaman þó.

Kv. í heiðardalinn

Þorsteinn Gunnarsson, 13.1.2008 kl. 17:58

5 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Sæll ungi maður ekki neitt breyst frá því að ég man fyrst eftir þér Flottar myndir og gaman að hlægja af öðrum hehe. Jæja en gangi ykkur vel í kvöld með grindjánana og ég hitti nokkra á flugvellinum þeir lofuðu að vera góðir við ykkur Sýnið þeim hvar Davíð keypti ölið Kveðja Suðurnesjamenn

Hrönn Jóhannesdóttir, 13.1.2008 kl. 18:14

6 identicon

Hæ frændi. 

Áttu einhverjar myndir af pabba?  Ég er alltaf að leita af myndum af karlinum en það virðist ekki mikið vera til af slíkum gullmolum

Anna Bogga (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 18:46

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta er verulega skemmtilegt hjá þér...það verð ég að segja

Jón Ingi Cæsarsson, 13.1.2008 kl. 19:24

8 Smámynd: Páll Jóhannesson

Anna Bogga! ég skal ganga í málið, jú eitthvað á ég.

Páll Jóhannesson, 13.1.2008 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband