Leita í fréttum mbl.is

Upprifjun

KrossanesVar að enda við að grúska í gömlum myndum frá árunum 1978-1980 kom nú eitt og annað upp sem vakti upp gamlar og góðar minningar. Fyrir fáeinum dögum bloggaði ég um gang mála á athafnasvæðinu við Krossanes, sem tilefni þessa bloggs.

Þar sem ég var að kafa í myndir frá þessum tíma rakst ég á myndir sem teknar eru af athafnasvæði Krossanes frá þessum árum. Enda vinsælt hjá mér að fara með bílana mína á hæðina við Ytra Krossanes og mynda þá í því fallega umhverfi. Fyrri myndin sem tekin var hér fyrir nokkrum dögum sýnir verksmiðjusvæðið séð úr suðri og hvernig verið er að fylla upp í Syðri Víkina og því verki að verða lokið.

Krossanes 1979Seinni myndin sem tekin er 1979 sýnir gömlu Krossanesverksmiðjuna og er myndin tekin af hólnum ofan við svæðið eða nánar til tekið úr hlaðinu á bænum Ytra Krossanes. Á miðri mynd til vinstri má sjá sker sem var í utarlega í Ytri Víkinni en það er löngu horfið vegna languppfyllingar. Þar er nú t.d. athafnarsvæði Olíudreifingar og Skeljungs og einnig er þar nú til bráðabirgða malbikunarstöð sem bíður eftir því að geta flutt starfsemi sína á nýtt athafnarsvæði ofan við Krossanes.  Þegar þessi mynd er tekin er enn gamli löndunarkraninn sem hafði svo mikið aðdráttarafl fyrir okkur krakkana sem ólumst upp í Þorpinu. Ég velti því svo oft fyrir mér af hverju fólk rífist út af því hvort hús eigi að vera 3. 4. 5. eða 6. hæða af því að ekki megi breyta bæjarásýndinni. Á sama tíma er strandlengjunni breytt svo gífurlega að það hálfa væri nóg. þetta gerist beint fyrir framan nefið á fólki án þess að það hreyfi legg né lið til að mótmæla breyttri ásýnt. Hvað ætli valdi því? Hver er annars munurinn? veit ekki, en samt pælið í þessu. 

Eðal vagnAð lokum og til gamans læt ég fylgja með mynd sem ég tók af einum af mínum bílum frá þessum tíma. Er þar um að ræða Willys Jeepster árg. 1968 sem ég átti um hríð mikill eðalvagn. Þessi bíll var með V6 Buick vél skilaði bílnum afar hratt og mjúklega á þann hraða sem maður kaus að vera á.

Í þennan bíl eyddi ég miklum tíma við að gera upp og snurfusa svo að hann liti út eins og ég vildi. Leður og plus að innan í hólf og gólf. Vél, drif og kassar eins og best gerðist á þessum árum. Fjórfandur Holly og Hurst gírskipting og annað sem ekki var standard í honum veitti manni daglegan unað.

Verð að játa að ég hugsa oft til þessara ára og langar að upplifa aftur þessa daga. Þeir voru góðir, það eru dagarnir í dag líka svo maður er og á að vera bara sáttur.

Málsháttur dagsins: Betra er að hafa bein sín heil en brotin illa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Já Ronni minn! þetta er ein af nokkrum. Þessi bíll var í miklu uppáhaldi hér mér.

Páll Jóhannesson, 12.1.2008 kl. 02:32

2 identicon

Já, Jeppsterinn, maður! Það voru almennilegir vagnar, enda frá þeim tíma sem bílarnir voru bílar og voru byggðir úr járni.

Skýringuna á því hvers vegna "græna" fólkið berst gegn bæði niðurrifi húsa og byggingu þeirra en lætur strandlengjuspillingar óáreittar er eflaust að finna í því að trefilmenni 101  leita frekar "niður í bæ" (á kaffihúsin) en niður í fjöru. Trefilmennin hafa einfaldega ákaflega takmarkaða hugmynd um hvað strandlengja er.

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 13:47

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

,,Trefilmenni" flott nafngift þetta mun ég nota óspart þegar ég rífst og skammast við þetta fólk, takk fyrir.

Páll Jóhannesson, 12.1.2008 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband