10.1.2008 | 12:03
Ósanngjarn samanburður.
Hvar eru dýraverndunarsamtökin núna? las haft eftir ,,söngkonunni" Mariuh Carey að hún ,,vildi fremur syngja dúett með svíni en Jennifer Lopez". Vona dýraverndunarsamtök verði vel á verði ef hún skildi ætla gera alvöru úr þessu. En í raun og sannleika sagt held ég að hún ætti ekki að láta verða að þessu samanburðurinn yrði svo ójafn - svíninu í vil.
Maður heyrir og les af og til um að ,,elsti Íslendingurinn sé látinn". Sérkennilegt hvað hann deyr oft. Eða ætli að það sé engin elstur Íslendingur núna eftir frá fall þess sem féll síðast frá?
Nú er þjóðin að fara á taugum, eins og Óskar á Laugum forðum daga. Stórmót í handbolta á næstu grösum. Við eru bestir að okkar eigin mati. Ættum að geta náð árangri enda ekki mjög margar þjóðir sem eru góðar í þessari annars ágætu íþrótt sem íþróttafréttamenn og fjölmiðlar hafa reynt að tala upp í að vera einhvers konar ,,þjóðaríþrótt". Get ekki sagt að ég bíði mjög spenntur. En samt gef þessu auga af og til, hver veit.
Mínir menn í Þór halda suður með sjó í kvöld og etja kappi við ,,stóra" liðið í Reykjanesbæ þ.e.a.s. liðið sem kemur úr Njarðvíkurborg eins og systir mín elskuleg kallar sinn heimabæ gjarnan. Vona svo sannarlega og tel reyndar komin tími á sigur minna manna í körfunni. Og sigur gegn Njarðvík væri bara ágætlega vel þegin.
Meira tengt íþróttum þá las ég að golfsnillingurinn þurfi ekki að líða mikinn skort hvað aura viðkemur. Stráksi hefur að því er mér skilst litla 7,7 milljarða íslenskra króna. Gott hjá honum.
Málsháttur dagsins: Þeir eldri eru til ráða en þeir yngri til framkvæmdar.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 190698
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ já það verður sko gaman í kvöld að sjá tvo góð lið spila í körfunni og ég ætla að mæta og hvetja mína menn. Vonum bara að leikurinn verði skemmtilegur og fyrir augað. Bið að heilsa í bæinn. Kveðja Suðurnesjamenn
Hrönn Jóhannesdóttir, 10.1.2008 kl. 14:35
Já vonandi bjóða liðin upp á skemmtilegan leik, hefði alveg vilja vera á þessum
Páll Jóhannesson, 10.1.2008 kl. 15:46
Jæja var að koma heim af leiknum og hann var ekki sá mest spennandi sem ég hef séð Það var snemma ljóst í hvað stefndi. En svo er bara að vona að næsti leikur á sunnudaginn verði jafn auðveldur Kveðja frá Suðurnesjum
Hrönn Jóhannesdóttir, 10.1.2008 kl. 21:16
Úfffff! það er í raun gott að skora 90 stig í Ljónagryfjunni en fá á sig 139 er nottla bara skandall. Ég þarf sko að ræða aðeins við mína menn á hreinni Íslensku. Já vona að við náum að vakna til lífsins gegn Grindjánum nk. sunnudag.
kv Palli
Páll Jóhannesson, 10.1.2008 kl. 21:26
Já við vonum það enda eigið þið það alveg skilið áttuð reyndar góðan endasprett og heldu haus allan tíman það eru ekki allir sem geta sagt það sama. Vonum svo að mínum mönnum gangi jafnvel á sunnudaginn og taki KR í ........ Kveðja frá Suðurnesjum
Hrönn Jóhannesdóttir, 10.1.2008 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.