Leita í fréttum mbl.is

Biluð vinnubrögð.

Enn og aftur vekja vinnubrögð húsfriðunarnefndar upp furðu. Er nema von að maður spyrji sig þeirra spurninga ,,eftir hvaða reglum vinnur þessi nefnd?" Hvernig stendur á því að nefndin vaknar ekki til lífsins fyrr en í raun allt er komið í kalda kol? hvað veldur því að þessi nefnd sefur værum blundi þar til að hafist er handa við niðurrif, sem hefur oftar en ekki í för með sér óþarfa kostnað vegna skaðabóta? Ætli mönnum þyki ekki komin tími á að vekja nefndina upp og halda henni vakandi?

Miklar eru raunir peningamanna þessa daganna. Hlutabréf snarlækka í Kauphöll Íslands. Menn skjálfa mönnum stendur ekki á sama. Er hin íslenska útrás komin á endastöð? Er hið sérstæða íslenska fyrirbrigði sem sumir hafa kosið að kalla ,,uppgang" að breytast í einn allsherjar ,,niðurgang". Ég veit ekki, óska þess ekki en kannski menn hefðu átt að ganga hægt um gleðinnar dyr og hafa hugfast ,,sigandi lukka er best" kannski á eftir að koma á daginn að ég er of svartsýnn, hver veit?

Dapurlegt til þess að hugsa að slökkvilið höfuðborgarsvæðisins skuli þurfa vera á þönum daginn út og daginn inn við að slökkva elda vegna íkveikju. Erfitt að gera sér grein fyrir því hvort hér er einvörðungu um fikt barna að ræða? Þó læðist að manni sá grunur að jafnvel fullorðið fólk séu sökudólgar eins og sterklega hefur verið gefið í skyn. Dapurlegt svo ekki sé nú meira sagt.

Málsháttur dagsins: Enginn gjörir svo öllum líki, og ekki guð í himnaríki.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband