7.1.2008 | 23:52
Frelsi
Er einn af þeim sem hef gaman af jólaskrauti - og það miklu. Svo einkennilegt sem það kann að virðast þá er það svo, að þegar maður hefur tekið niður allt dótið, pakkað því saman, sett í kassa og uppá loft, er ekki laust við að maður fái einhvers konar frelsistilfinningu. Eftir rúman mánuð er eiginlega komið nóg. Nú getur maður farið að láta sér hlakka til vorsins. Fylgst með sólinni hækka á himni með degi hverjum. Og það sem meira er maður fer bara telja niður til næstu jóla.
Bikarhelgi í enskaboltanum þar sem mínir menn gerðu markalaust jafntefli við lið West Ham á útvelli. Þurfa þeir því að mæta þeim í næstu viku aftur og þá á City of Manchester Stadium. Mínir menn í Þór fóru suður og öttu kapp við bikarmeistara ÍR í úrvalsdeildinni í körfubolta og þurftu að láta í minni pokann, greinilegt að það eru ekki alltaf jólin, enda nýbúinn.
Las frétt að tveir ökumenn hafi verið teknir á 115 km. hraða á Laugarveginum, maður spyr sig hvenær er svo lítil umferð um þennan göngustíg sem bíður uppá þvílíkan akstur? En svona akstur er á engan hátt hægt að réttlæta, gera bíla þessa ökuníðinga upptæka, strax.
Málsháttur dagsins: Einhvern tíma brennir sá sig sem öll soð vill smakka.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 190698
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér með jólaskrautið frændi en mikið langar mig ekki að taka ljósin niður......það er svo mikið myrkur
Anna Bogga (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 09:09
Nei, það er þannig að Laugavegurinn og Suðurlandsbrautin mætast um Kringlumýrarbrautina. Þeir eru að taka þessa Schumachera á kaflanum frá gömlu mjólkurstöðinni og inn að Kringlumýrarbraut.
Gunnar Th. (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.