6.1.2008 | 01:03
Sannur gullmoli
Þennan dag árið 1938 leit þessi heiðurskona fyrst heiminn augum og er því í dag orðin 70 ára gömul. Þeir erfiðleikar sem þessi kona hefur þurft að takast á í lífinu eru meiri en margan grunar. Einungis 33. ára gömul varð hún ekkja með þrjú börn og ófrísk af því fjórða. Hún sá á eftir eiginmanni sínum og bróður í einu og sama sjóslysinu þegar Sigurfari SF fórst í Hornarfjarðarósi 1971. Ég er að tala um hana Guðlaugu Margréti Káradóttir frá Höfn í Hornafirði.
Hún er ein eftir úr 6 systkinahópi. Fjögur af þeim systkinum sem hún hefur þurft að sjá á eftir létust öll langt fyrir aldur fram. Gulla frænka eins og hún er jafnan kölluð hefur þrátt fyrir ýmsar raunir sem hún hefur þurft að glíma við á lífsleiðinni ávallt komið standandi niður úr hverri raun. Gulla kvæntist aldrei aftur heldur ól hún syni sína fjóra upp með miklum myndarbrag og má vera stolt af. Kom þeim öllum vel til manna og mættu margir taka sér hana til fyrrimyndar.
Þau tæpu tvö ár sem ég var búsettur á Höfn kynntist ég Gullu alveg upp á nýtt. Hún reyndist mér, konu minni og dóttur okkar algerlega ómetanleg og verður seint full þakkað. Guðlaug þótti hörð í horn að taka með þykkan skráp, en innundir er hún meir, ljúf og hið mesta ljúfmenni. En vissulega varð hún að vera hörð til þess að koma sonum sínum ein á legg svo vel væri í þessum harða heimi, og það gerði hún með glans.
Læt fylgja með eina mynd af Gullu sem ég tók af henni ásamt Sædísi Ólöfu dóttir minni þegar hún var í heimsókn hjá okkur í nokkra daga í júní 1993.
Til hamingju með afmælið Gulla mín.
Málsháttur dagsins: Ekki verður byggt yfir fyrr en grundvöllurinn er lagður.248 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það er satt sem þú segir Palli minn. Hún Gulla hefur mátt ganga í gegn um svo margt að maður skilur það bara ekki hvað mikið er á suma lagt. Eins var með móðir hennar hana Önnu Albertsdóttir og Kára mann hennar. Það var nú ekki minna á þau lagt. Þessi fjölskylda á alla mína aðdáun og þakklæti fyrir börnin mín sem dvöldu þar af og til í gegn um árin. Til Hamingju Gulla mín.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 6.1.2008 kl. 15:03
Já mikið var á þessa fjölskyldu lagt.
Páll Jóhannesson, 6.1.2008 kl. 18:16
Leit við á rölti mínu um netið. kv. Þóra Björk
Þóra Björk (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.