3.1.2008 | 18:34
Allt er fertugum fært
Las einhvers staðar að Magni Ásgeirsson efaðist um að rugludallurinn Tommy Lee myndi muna eftir sér. Ekki fylgdi sögunni hvort Magni væri gramur eður ei vegna þess. Ég held þó að hann ætti að líta á það jákvæðum augum og vera stoltur ef þessi rugludallur hefur gleymt honum. Það getur ekki verið annað en neikvætt fyrir Magna ef Tommy man eftir honum.
Sjómaðurinn, húsasmiðurinn og hestatamningamaðurinn Ingólfur Ásgeirsson er fertugur í dag. Ég er ekki frá því að hann beri aldurinn betur en margur. Góðir foreldrar, algerlega frábærir tengdaforeldrar og að lokum eiginkona og synir sem eru svo rúsínan í pylsuendanum. Sendi Ingólfi og fjölskyldu afmæliskveðju og við þessi tímamót er gott að hafa hugfast máltækið góða ,,allt er fertugum fært".
Þá fer körfuboltinn loksins að rúlla hjá mínum mönnum aftur í kvöld. Er orðin rúmur mánuður frá því að þeir léku seinast leik í deildinni eða frá því 1. desember þegar þeir lögðu Fjölni á útivelli. Í kvöld spila þeir gegn liði Snæfells og fer sá leikur fram á heimvelli Snæfells í Stykkishólmi. Vonandi ná mínir menn að kvitta fyrir döpur úrslit úr viðureign þessara liða í Lýsingarbikarnum frá því um miðjan des.
Fróðleikur dagsins: Samkvæmt fyrstu Mósebók 1:20 - 1:22 kom hænan á undan egginu.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 190696
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sjómaður, Húsasmiður, hestamaður??? Og lítur hann samt vel út?
Mánuður frá síðasta leik, voru þeir að koma úr keppnisbanni?? Það kæmi svo sem ekkert á óvart.
S. Lúther Gestsson, 4.1.2008 kl. 00:38
Mánuður frá seinasta leik, ástæða óveður æ oní æ á suðvestur- og vesturlandi er ástæðan.
Sjómaður, húsasmiður og hestamaður hann er svo skrambi vel giftur og trúlega er það stór ástæða þess að Ingólfur lítur askoti vel út.
Páll Jóhannesson, 4.1.2008 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.