Leita í fréttum mbl.is

Óðinn Ásgeirsson íþróttamaður Þórs 2007

íþróttamaðurÞórs2007Dagurinn í dag var sannkallaður hátíðisdagur hjá Íþróttafélaginu Þór. Þar voru menn og konur heiðruð fyrir vel unnin störf fyrir félagið. Árið gert upp á víðum grunni, innan vallar sem utan. Hápunktur dagsins var svo kjör Íþróttamanns Þórs. Fór svo að körfuboltamaðurinn Óðinn Ásgeirsson var kjörin íþróttamaður Þórs 2007 og er hann vel að því kominn og ber hann jafnfram titilinn körfuboltamaður Þórs 2007.

Er þetta í annað sinn sem Óðinn hlýtur þessa nafnbót, en hann var einnig kjörin árið 2000. Dragana Stojanovic var kjörin knattspyrnumaður ársins og Björn Heiðar Rúnarsson Tae-kwon-do maður ársins. Vilji menn lesa meir um þetta þá endilega kíkið á www.thorsport.is og lesið meir og þar eru einnig slatti af myndum frá þessum degi. Á morgun mun svo Þórsliðið í körfubolta fara vestur á Stykkishólm og leika gegn heimamönnum í Snæfelli og er þetta seinasti körfuboltaleikur ársins í úrvalsdeild. Vonandi nær Óðinn ásamt félögum sínum að sína hvað í þeim býr.

Í dag fóru fram nokkrir leikir í ensku úrvalsdeildinni og bar það einna helst til tíðinda að Lundúnaliðið West Ham skellti Englandsmeisturunum í UTD. Það bauð þá upp á þann möguleika að Arsenal endurheimti efsta sætið með sigri á Everton, sem þeir gerðu með stæl. Vonandi mun hitt Liverpool -liðið tapa sínum leik á morgun gegn mínum mönnum í Manchester City. Sá leikur fer fram á heimavelli City.

Að öðru leiti gengur lífið sitt vanagang. Maður bíður eftir að áramótin gangi í garð svo hægt verði að taka næstu skref inn í framtíðina.

Málsháttur dagsins: Allir fingur eru jafnlangir þá þeir eru í lófann lagðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Jæja Páll.

Til hamingju með Óðinn, en auðvitað erum við nú ekki á því að hitt Liverpoolliðið tapi í dag, nema að Hamann náttúrulega skori sigurmarkið, þá er kannski hægt að skrifa uppá slíkt!

En gleðilegt ár Þórsari!

Magnús Þór Jónsson, 30.12.2007 kl. 10:11

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Maggi minn! hverjum finnst sinn fugl fegurstur, nema hvað?. Svo ég segi megi betra liðið vinna í dag, og ég vona bara að það falli mínum mönnum í skaut að þessu sinni.

Áramótakveðja til þín og þinna.

Páll Jóhannesson, 30.12.2007 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband