Leita í fréttum mbl.is

Jólasveinninn hugðist heimsækja heimasætuna en ekki ,,húsbóndann"

Í hádeginu í dag verður 18. súpufundur Íþróttafélagsins Þórs, Greifans og Vífilfells haldinn í Hamri. Aðalgestur fundarins verður Kristinn Svanbergsson deildarstjóri Íþróttadeildar Akureyrarbæjar. Hvet alla sem áhuga hafa á íþróttum á Akureyri að mæta. Fólk hefur tækifæri á að leggja fyrir hann spurningar tengdar íþróttalífinu á Akureyri.

Mikið fjör og mikið gaman í gær í afmælisveislu ,,prinsessunnar" Elínu Ölmu, eins og venja er. Fékk daman smá upphitun í að taka upp pakka, enda stutt til jóla og má gera ráð fyrir að þá verði handagangur í öskjunni við að taka upp pakka. En Elín tók þessu öllu með hinu mesta jafnaðargeði.

Skyrgámur er jólasveinn dagsins í dag og sá 8. í röð bræðra sinna. Hef oft velt því fyrir mér hvort aldur þeirra bræðra hafi eitthvað að gera með í hvað röð þeir koma til byggða? en það er svo sem auka atriði. Vísa dagsins sem er tileinkuð Skyrgámi hljóðar svo:

SkyrjarmurSkyrgámur sá áttundi, var skelfilegt naut, hann hlemminn o´n af ánum með hnefanum braut. 

Svo hámaði hann í sig og yfir matnum gein, uns stóð hann á blístri og stundi og hrein.

Skyrgámur er talsverða sérstöðu er tekið mið af bræðrum hans. Í dag hefur orðið til mikill iðnaður við framleiðslu hinna ýmissa rétta úr skyri. Eru framleiddar svo margar tegundir skyrs að ómögulegt er að muna hvað þær allar heita. Hann getur því valið úr gríðarlega miklu úrvali skyrs þegar hann fær sér uppáhalds matinn sinn. Þó getur verið að þetta skapi honum einhverja erfiðleika þar sem of mikið úrval vill flækja og gera mönnum erfitt um vik að velja hvað þeir eiga fá sér hverju sinni. Á morgun kemur svo Bjúgnakrækir til byggða.

Í gær sást til jólasveinsins sem knúði dyra hér í Drekagilinu. Veltu sumir því fyrir sér hvort hann væri að koma til að hrekkja ,,húsbóndann" en svo var þó ekki. Jólasveinninn hugðist heimsækja heimasætuna og færa henni gjöf, en hafi hann haft í hyggju að hrekkja húsbóndann enn frekar þá bar svo við að húsbóndinn var ekki heima.

Málsháttur dagsins:  Oft veldur hár stigi þungu falli.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með dótturdótturina

Anna Bogga (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband