13.12.2007 | 18:26
Jahá skipið siglir þá eftir allt saman
Samkvæmt fréttum styttist í að Sæfari sigli..... já sigli. Menn gerðu svo djarfir í dag að hætta sér í að prufusiglingu á þessu fræga fleyi. Ef skipið verður enn ofan sjávar í mars n.k. þá er stefnt að því að taka þetta fley í notkun. Ætli Ráðherra samgöngumála (KLM) hafi boðið vini sínum Einari skipaverkfræðingi að sigla með?
Maður dæmdur fyrir það að svíkja út skyndibita fyrir rúmlega 100 þúsund krónur, dýr biti það. Come on hætta mannorði sínu við að stela hamborgurum og frönskum og öðru slíku frekar dapurlegt. Ekki svo að skilja að þetta hefði litið betur út hefði hann stolið stórsteikum, samt.
Verð að biðja ykkur að taka vel á móti Jólasveininum sem kemur til byggða í nótt. Hann hefur mátt þola í gegnum tíðina og lagður í einelti vegna stærðar/smæðar sinnar. Menn fjasa yfir óvægri meðferð á ákveðnum stofni manna sem varð uppspretta kvæðanna um 10 litla negr.... stráka eða þannig. En Stúfur hver tekur upp hattinn fyrir hann? Annars veit hann blessaður að ,,margur er knár þótt hann sé smár".
Frá því er greint á mbl.is að Dagur B. Eggerts, borgarstjóri, hafi í dag tekið skóflustungu að nýrri grunnskólabyggingu við Gvendargeisla í Grafarholti og naut hann liðsinnis nemenda við skólann. Ég er að velta því fyrir mér hvort þetta hafi verið fyrsta eða síðasta skóflustungan? Skiptir kannski ekki öllu, bara pæla.
Að lokum þá er sagt frá því í dag að framkvæmdum við byggingu álversins á Reyðarfirði sé lokið. Stór hluti þjóðarinnar fagnar þessari uppbyggingu enda er óhætt að fullyrða að stór hluti austfjarða hafi öðlast nýtt líf með tilkomu álversins. En það er líka til talsvert stór hópur sem syrgir þessar framkvæmdir. Þessir tveir hópar geta þó verið sammála um að eitthvað varð að gera til þess að halda þessum landsfjórðungi í byggð. Hvar skildi næsta álver rísa?
Fróðleikur dagsins: Jóhannes var sá eini af postulunum 12 sem dó náttúrulegum dauðdaga.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.