Leita í fréttum mbl.is

Ráðgátan leyst.

Auðvitað hitti mamma naglann á höfuðið, nema hvað? maður leitar oft langt yfir skammt. Skórinn reyndist vera út í glugga, af hverju er mér hulin ráðgáta, hver settan þar? Tel þó ákveðin einstakling á heimilinu eiga þar fulla sök, af hverju? Jú vegna þess að í skónum reynist vera nýr afþurrkunar klútur og hreinsilögur...... dullin skilaboð, hvað haldið þið? Er nema vona að ég sé ringlaður?

Nú tengt þessum skrítnu körlum sem kallaðir eru ,,Jólasveinar" þá koma sá þeirra sem er annar í röðinni og um hann er sagt

GiljagaurGiljagaur var annar, með gráa hausinn sinn.- Hann skreið ofan út gili og skaust í fjósið inn. Hann faldi sig í básunum og froðunni stal, meðan fjósakonan átti. Við fjósamanninn tal.

 

Er að velta því fyrir mér hvernig ætli honum gangi að krækja sér í froðu í þessu nýtísku fjósum nú til dags? Getur verið að þeir þurfi að breyta sínum matarvenjum í takt við breytta tíma, hvað haldið þið?

Allt ætlaði um koll að keyra í nótt vegna veðurs. Þrátt fyrir það að Siggi ,,stormur" hafi varað landann við er einhver misbrestur á því að fólk taki viðvaranir hans alvarlega. Samkvæmt fréttastofu útvarps fauk eitt og annað út um víðan völl sem hefði mátt koma í veg fyrir með smá fyrirhyggju. En einnig var eitthvað um að hlutir sem erfitt er að sjá fyrir að fari á loft, t.d. fauk heil skemma á Akranesi eða Borgarnesi. Menn geta kannski ekki með góðu móti bundið þannig hluti extra niður, held ekki. Skilst að annar hvellur sé væntanlegur næsta sólarhringinn svo það er eins gott að ganga einn rúnt kringum hýbýlin sín og athuga hvort allt sé klárt fyrir lætin.

Fundur í gærkvöld hjá körfuboltastjórn, sem stóð fram eftir kvöldi. Líflegir fundir hjá þeim félögum, en þar sit ég sem starfandi (þó launalaus) ritari og hef gaman af.

Fróðleikur dagsins: Sjaldan er ein báran stök í tólf vindstigum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Gott að þú fannst skóinn þinn. Ekki ætla ég að reyna að plata "sveinka "með að setja minn skó í gluggann. Hann sér greinilega við okkur. Og ekki langar mig í að fá kannski eitthvað af þessum hreinsilögum sem alltaf er verið að auglýsa í Sjónvarpinu.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 13.12.2007 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband