12.12.2007 | 08:36
Undarlegt skó hvarf
Dagurinn fór undarlega af stað. Leið eins og ekki væri allt með felldu. Þegar ég ætlaði að klæða mig í útiskóna fann ég ekki með nokkru móti annan útiskóinn sem ég er vanur að nota. Leitaði í bak og fyrir en allt kom fyrir ekki, skórinn var á bak og burt. Varð að hætta leit að sinni og taka fram aðra skó drífa mig út í bíl og skutla heimasætunni í vinnu. Undarlegt þetta hvarf á skónum, ég er viss um að ég kom heim í gærkvöld í báðum skónum.
Óhætt að segja að allt ætli af göflunum að ganga á Seyðisfirði út af innréttingu í gamla ríkinu. Fallið hafa stór orð um klúður manna og vanvirðingu í garð gamalla muna. Kannski þeir sem sjá eiga um að friðun húsa og eða fornmuna ættu að líta í eigin barm, athuga hvort þeir séu að vinna takt við tímann. Hef einhvern vegin efasemdir um að svo sé.
Nú er svo komið að ruslpóstur ætlar allt um koll að keyra. Þegar pósturinn Páll eða Helga eru búinn að troða auglýsingarbæklingum inn um bréfalúguna þarf maður að ryðja sér leið í gegnum forstofuna líkt og prinsinn forðum daga í ævintýrinu um Þyrnirós. Er vægast sagt að verða pirraður á þessu blaðarusli daginn út og daginn inn. Hver er það svo sem blæðir, nema móðir jörð?
Dagurinn í dag markar ákveðin tímamót. Fyrsti jólasveinninn kom til byggða í nótt, hann Stekkjastaur. Um hann var eitt sinn ort.
Stekkjarstaur kom fyrstur, stinnur eins og tré. Hann laumaðist í fjárhúsin, og lék á bóndans fé. Hann vildi sjúga ærnar, þá varð þeim ekki um sel. Því greyið hafði staurfætur, það gekk nú ekki vel.
Fram að jólum mun ég helga þessum skrítnu sveinum hluta af blogginu mínu á degi hverjum.
Fróðleikur dagsins: Allt fagurt er augum þekkt.
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Palli minn ! Var ekki fyrsti jólasveinninn að koma til byggða í nótt? Hefur þú leitað af skónum þínum í gluggunum.? Kannski hefur einhver fengið hann lánaðan sem notar minni skó en þú og haldið að hann/hún fengi meira í skóinn þinn en sinn?
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 12.12.2007 kl. 15:21
Hann er allaveganna ekki á þessu heimili, stelpurnar/ Jón Páll tóku hann allaveganna ekki með sér heim í fyrradag til að freista gæfunnar með stærri gjöf En ég myndi samt í framtíðinni fylgjast til öryggis með litlu englunum mínum, það er aldrei að vita hvað þeim dettur til hugar að taka upp á, hvað þá ef þau halda að þau gætu fengið stærri gjöf með stærri skóm
Dagga (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 23:14
Það er þetta með ruslpóstinn ... ekki veit ég hvar maður væri staddur án hans
Jón Ingi Cæsarsson, 13.12.2007 kl. 00:16
Mamma mín þú hittir naglann á höfuðið.
Dagga mín ég væri alveg til í að lána krökkunum stígvélin mín...
Jón Ingi þetta með ruslpóstinn þú ert náttúrulega þeim megin við borðið í vinnunni, en í hvað segir þetta umhverfissinnanum Jón Inga? er þetta ekki slæm þróun?
Páll Jóhannesson, 13.12.2007 kl. 00:46
Kvitt kvitt. Ágætt að hafa eitthvað að lesa svona á andvökunótt
Anna Bogga (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 02:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.