Leita í fréttum mbl.is

Alger snilld.

Snilld og aftur snilld. Brá mér að Aðventutónleika með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og söngfélaginu Sálubót þar, sem Garðar Cortes var aðalnúmer dagsins. Um þessa tónleika er ekkert annað að segja en, ALGER SNILLD.

Strax að tónleikum loknum var brunað heim til Döggu og Jóa þar sem okkar beið snilldar matur. Úttroðinn af menningu og mat í lok dagsins, meiri snilld.

Fór í morgun með tvö af barna-börnin mín í sunnudagaskóla Glerárkirkju. Þvílíkt og annað eins hvað maður er að verða hátíðlegur. Er ekki viss um að ég hefði séð alla þessa helgi ,,slepju" koma yfir mann fyrir tveimur áratugum síðan. Kannski merki um þroska, elli eða... veit ekki?

Mínir menn í Manchester City etja kappi við Norður Lundúnaliðið Tottenham á útivelli. Ég ætlast til að mínir menn landi sigri og hífi sig aftur í 3. sæti deildarinnar. Í nótt sem leið var boxarinn Ricky Hatton sem er mikill stuðningsmaður City rotaður í hringnum. Vonandi hleypir þetta grimmd í mína menn og þeir leggi Tottenham en heyrst hefur að Ricky njóti mikilla heilla meðal City manna.

Málsháttur dagsins: Oft er geitarhugur í þeim er gildir þykjast.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

248 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband