Leita í fréttum mbl.is

Á að setja lögbann á veikt fólk?

Eins og vanalega alla föstudag, næstu allan ársins hring hófst dagurinn á því að drekka morgunkaffi með félögum mínum í félagsheimilinu Hamri. Við eigum það sameiginlegt að hafa ólýsanlega mikla ást á íþróttafélaginu okkar Íþróttafélaginu Þór. Þessi hefð að menn úr ýmsum stéttum þjóðfélagsins hittist í Hamri alla föstudaga er trúlega orðin a.m.k. 15 ára. Þjóðmálin rædd og leyst í eitt skiptið fyrir öll.

Leikur í kvöld þar sem mínir menn tóku á móti Snæfelli í 16. liða úrslitum Lýsingarbikarkeppninni. Skemmst er frá því að segja að gestrisni minna mann var full mikil í kvöld svo vægt sé til orða tekið. Hef ákveðið að skrifa ekkert meir um þann leik, að öðru leyti en að mínir menn skíttöpuðu og gerðu það með stæl.

Súlan sem um langa hríð átti heimahöfn hér á Akureyri strandaði í morgun við innsiglinguna við Grindavík. Betur fór en á horfðist og er nú skipið á leið í nýja heimahöfn þ.e. Neskaupsstað. Eftir að búið verður að landa úr skipinu verður því siglt hingað heim á fornar slóðir og skipið tekið í slipp. Verður vel tekið á móti þessum fyrrum Akureyringi.

Yfirlæknar leggja til sparnað eftir því sem greint var frá á mbl.is í dag. Hef oft velt því fyrir mér í þessu mikla velferðarþjóðfélagi, hvernig á að spara? hvað græðist á því? Er hægt að setja veikt fólk á pásu með sín veikindi? Eða er hægt að setja lög sem banna fólki að veikjast svo biðlistar lengist ekki? eða er hægt að setja lögbann á það fólk sem þá og þegar er lasið?

Málsháttur dagsins: Skammt er á milli skeggs og höku.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jóhannsson

Sæll Palli,  Þetta með morgunkaffið hrundi á stað hugsunum um hvað það væri sem ég saknaði frá landinu "kalda".  Jú kaffinu á föstudagsmorgun í Hamri, annað er það nú ekki.

Berðu kveðju mína til félaganna í morgunkaffinu.

Mjundi

Guðmundur Jóhannsson, 10.12.2007 kl. 04:46

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Mundi minn! þú lætur þig nú ekki vanta þegar þú kemur í heimsókn upp á landið kalda....

Páll Jóhannesson, 10.12.2007 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband