6.12.2007 | 11:20
Eins og að kalla Asna veðhlaupahest
Brá mér í ,,leikhúsið" í gærkvöld til að sjá ,,Ökutíma". Athyglivert stykki á margan hátt. Góður leikur, frumleg uppsetning, boðskapur sem snertir mann. Samt þegar upp er staðið veit ekki hvort ég get mælt með þessu. Eins og fyrr segir leikararnir stóðu fyrir sínu og tónlistarflutningur Lay Low frábær. En sýningarstaðurinn fær falleinkunn. Leiðinlegt hús með afspyrnu slaka aðstöðu fyrir áhorfendur, sækist ekki eftir að fara oftar í þetta blessaða ,,Rými".
Ætla áfram að drekka í mig alls kyns menningu. Í kvöld verður farið á tónleika í Glerárkirkju með Dýfunum, sem ber yfirskriftina ,,Frostrósirnar". Með þeim kemur m.a. fram æskulýðskór Glerárkirkju kórinn sem hún Sædís syngur með. Á von á góðri skemmtun, svo mikið er víst.
Las eftirfarandi á mbl.is ,, Um klukkan 00.30 í nótt var ökumaður stöðvaður á Reykjanesbraut vestan við Grindarvíkurveg fyrir of hraðan akstur. Bifreið ökumannsins mældist á 212 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Ökumaðurinn sem var sautján ára og nýlega búinn að fá ökuréttindi var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða". Til bráðabyrgða hefði frekar á að vera til langs tíma. Er samt að velta því fyrir mér hvað hafi vakað fyrir þessum barni með þessum glæfra akstri? ætli hann hafi verið komin fram yfir settan útivistartíma mömmu og pabba? Bara flýta sér heim strák greyið.
Skíða drottningin Dagný Linda varð að sætta sig við að verma næst neðsta sæti í fyrri æfingaferð í bruni í Aspen í Bandaríkjunum af 64 þátttakendum. Hún mun svo keppa á morgun og vonandi sannast þá máltækið ,,þeir síðustu verða fyrstir" og hún hafi endaskipti á röðuninni þá. Ef ekki þá gengur bara betur næst.
Bloggaði í gær um hinn athyglissjúka ,,Gillzenegger" um hans vafasömu skoðanir. Ferðaðist mikið um bloggheim í gær til að lesa hvað fólk hafði um hann að segja. Sitt sýnist hverjum. Það sem vakti athygli mína var að ansi margir kalla hann ,,Ofurhetju". Þetta finnst mér vera álíka gáfulegt eins og að kalla Asna veðhlaupahest.
Því ber að fagna að loksins ætlar ríkisstjórnin að lagfæra sjálfsögð kjör hjá örykjum og öldruðum, betra seint en aldrei. Það vakti hins vegar athygli mína að Steingrímur J. sagði á þingi að þessar aðgerðir væru bæði ,,allt og litlar og götóttar". Ég er ekki í vafa um að þessir þjóðfélagshópar væru til í að sjá enn meir en til stendur að gera. En mér er spurn ,,hvað vill Steingrímur J. Sigfússon gera? Af hverju fylgir ekki með í hans pakka hvað ríkisstjórnin hefði átt að gera? Af hverju fer Steingrímur ekki að venja sig á að benda á úrbætur um leið og hann fordæmir aðgerðir ríkisstjórnarinnar? getur það verið vegna þess að honum standi alveg á sama? Getur verið að ástæðuna sé að finna í því að innan raða hans flokks sé hreinlega enga stefnu að finna sem inniheldur úrlausnir á þessum vandamálum, annað en ,,eitthvað annað?".
Málsháttur dagsins: Skemmtinn maður er vagn á veg.
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Palli minn... ég er ekkert smá heppin hvað maður er minnislaus. Man bara eiginlega ekkert eftir því þegar ég var 17 ára að þvæla á Mustangnum sem komst reyndar aldrei í 200... en það var ekki eins og það hefði ekki verið reynt... og það á Kojak hringinn.
Já þetta er nú meirir glæðalýðurinn þessi ungdómur í dag.
Rámar samt í að ég hafi einu sinni verið beðinn um að sitja í vélarlausum Rambler American sem dreginn var af 340 cu.in Baracudu... og það er ein mesta gæfraför sem ég fór á bíl enda var Cudan látinn finna fyrir því og ég er nokkuð viss um að blái Ramblerinn hefur örugglega aldrei henst eins ógurlega áfram og þá hann hann var vélarlaus óg Hjalteyrargatan tekin á enda. Enda kunni ég Dóra litlar þakkir fyrir þegar ég loks hætti að skjálfa
Rifjaðist upp fyrir mér við lesturinn enda allt saman tengt.
Kv. í Heiðardalinn.
Þorsteinn Gunnarsson, 6.12.2007 kl. 12:23
Já Palli minn. Ég veit að þú ert mjög gleymin og það getur verið gott stundum. Ég trúi ekki að þessi Dóri sem Þorsteinn er að tala um sé hann sonur minn. Drengirnir mínir (þessir englar) keyrðu nú alltaf á löglegum hraða og gera víst en. Ég er sko með minnið í lagi...
En síðan þið voruð 17 ára hefur umferðarþunginn aukist mjög og vegir orðið betri, sem gerir það að verkum að meiri hætta er á umferðarslysum.
En ég vona að allir reyni að fara gætilega og bæta umferðar menninguna..
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 6.12.2007 kl. 13:12
Já Steini minn! maður er svo þakklátur að það fennir fljótt í sporin (hjólförin)
Páll Jóhannesson, 6.12.2007 kl. 15:46
Þið eruð flott mæðgin. Jú víst er maður oft þakklátur fyrir skafrenninginn... samt var einhvernveginn allt svo saklaust í den, eða í það minnsta finnst manni það miðað við allt og allt í dag.
Kv. í Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 8.12.2007 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.