5.12.2007 | 12:50
Er hægt að hjálpa svona mönnum?
Ég vil trúa ykkur fyrir því að ég á engan þátt í því að hlutabréfamarkaður Kauphallarinn og fall gengis í FL Group, sé á einhvern hátt hægt að rekja til mín. Ef einhverjum skútum er hagga af mínum völdum þyrfti að fara út í hinn stóra heim s.s. Wall street. Þegar ég fer af stað þá vil ég rugga alvöru mörkuðum, ekki neinum duggum.
Las á mbl.is að ,,Félagið Siðmennt hafi sent Karli Sigurbjörnssyni, biskup Íslands, bréf þar sem þess er krafist að hann biðjist afsökunar á ummælum í fjölmiðlum um að Siðmennt séu hatrömm samtök sem vilji að öllu leyti stöðva aðkomu trúarinnar í skólum". Jahá þola forráðamenn þessara samtaka ekki að biskupinn tali opinskátt um þá? Þola þeir ekki að menn segi sannleikann um þá?. Ég held ekki.
Ummæli hins athyglissjúka og veruleikafirrta ,,Gillzenegger þar sem hann segir að hollast væri fyrir femínista að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi, segir meir um þennan sjúka einstakling en annað. Hann er klárlega einn af þeim sem nauðgar og misþyrmir daglega, þ.e.a.s. því sem við köllum málfrelsi. Ætli sé engin leið til að hjálpa mönnum eins og honum?
Skora á ykkur að fara á www.thorsport.is og lesa langt og ítarlegt viðtal sem ég tók við Jón Má Héðinsson skólameistara Menntaskólans á Akureyri. Jón Már lék um árabil með Þór í körfubolta og er talin einn af bestu körfuknattleiksmönnum sem Íslendingar hafa átt.
Í dag hefði hún föður amma mín Ólöf Sólveig Albertsdóttir orðið 104. ára gömul ef hún væri á lífi. Hún fæddist þennan dag árið 1903 á Ytri Varðgjá í Eyjafjarðarsýslu. Amma lést 22. júní árið 1991 á 88. aldurs ári. Á ég margar góðar og hlýjar minningar af þessari mætu konu sem bjó lengi í Gránufélagsgöt 21 í húsi sem gekk undir nafninu ,,Rassmusenhús", sem er forskalað timburhús.
Ætla svo að bregða mér í leikhús í kvöld og sjá ,,Ökutíma" sem Leikfélag Akureyrar er að sýna um þessar mundir og er sýnt í ,,Rýminu" sem eitt sinn hét Dynheimar.
Málsháttur dagsins. Betra er þunnt öl en þunn skál.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Páll
Amma þín fæddist já að Ytri-Varðgjá í Eyjafjarðarsýslu, ekki er þetta sami bær (þó varla sama húsið) og stendur gegnt Akureyri í Eyjafjarðarsveit?
Egill Andrés Sveinsson, 6.12.2007 kl. 00:42
Jú Egill þetta er nánast í hlaðinu hjá foreldrum þínum.... en ég geri ráð fyrir að húsið sem þá stóð sé ekki það sama og í dag - alla vega ef svo er ekki láta húsfriðunarnefndina vita af
Páll Jóhannesson, 6.12.2007 kl. 08:54
Veit ekki hvort það sé hætta á því, mér hefur altaf fundist þetta hús sem stendur í dag vera ljótt og óhentugt og held ég bara betra að eiga góðar minningar um það en varðveita það í svo mjög misgóðu ástandi sem það er í.
Egill Andrés Sveinsson, 6.12.2007 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.