4.12.2007 | 08:46
Svo er maður að væla...
Hvatningaverðlaun Örykjabandalags Íslands voru veitt í fyrsta sinn í gær. Freyja Haraldsdóttir hlaut þau í flokki einstaklinga. Þegar maður heyrir, les eða hlustar á þessa svo mjög fötluðu ungu konu, setur mann hljóðan. Jákvæðni, bjartsýni og óbilandi trú hennar á lífið fær mann til þess að skammast sín þegar maður vælir yfir sínum eigin raunum, jafnvel þegar maður er bara með kvef. Þrátt fyrir hennar miklu fötlun er óhætt að segja að hún hafi sko höfuðið í lagi.
Ætti að undrast málflutning VG á hinu háa Alþingi þar sem þeir vilja ekki fyrir nokkurn mun samþykkja að ræðutími á Alþingi verði skertur, en svo er ekki. Það er í raun löngu tímabært að koma þessum breytingum í gegn. Þetta gerir þá kröfu til þingmanna að koma undirbúnir til vinnu. Þetta gerir það að verkum að ef menn myndu vinna heimavinnuna sína þá gætu þeir komið sínum skoðunum á framfæri þannig að menn myndu skilja þá. Það myndi spara tíma, fjármuni og án efa losa þjóðina og þingheim undan þeirri hræðilegu raun að þurfa hlusta á mestu kjaftaskana langtímum saman koma í ræðupúlt, tala og tala en segja ekki neitt.
Las í gær á netmiðli að búið væri að setja upp minnisvarða um Jón Ósmann ferjumann. Minnisvarðinn var settur upp við Vesturós Héraðsvatna í Skagafirði. Skemmtileg tilviljun því um svipað leyti og ég las þessa frétt börðu að dyrum hjá okkur heiðurshjónin Marta og Jón Ósmann frá Sauðárkróki. Þau brugðu sér í bæjarferð og gömlum og góðum íslenskum sið þá komu þau í húsvitjun. Klikkar aldrei þegar þau koma í kaffi.
Í dag á Anna ,,stóra" systir afmæli. Hún leit dagsins ljós um miðja síðustu öld. Samt er hún enn á besta aldri. Miðað við aldur og fyrri störf þá virðist hún ekki vera deginum eldri í dag en hún var í gær. Þegar ég horfi til þess að hún er fjórum árum eldri en ég þá þarf ég ekkert að óttast ef ellikerlingin mun fara með mig sömu mjúku höndum og hún gerir við systir mína. Ef þú lest þetta Anna þá til hamingju með daginn.
Málsháttur dagsins: Svipul er sjávargjöf.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég tek undir það sem þú segir um Freyju Haraldsdóttir. Hún er ótrúleg kona sem getur kennt okkur margt. Ég á bara ekki orð til að lýsa visku hennar og óbilandi trú á lífinu. Og hún á svo sannarlega skilið þessi verlaun.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 4.12.2007 kl. 12:47
Sammála síðasta ræðumanni með Freyju maður mætti sko heldur betur taka hana til fyrirmyndar enda er það oft að þeir sem á einhvern hátt eiga við fötlun að stíða eru oft ánægðir með sitt hlutskipti þrátt fyrir fötlun. Já þetta með Önnu systir þá horfi ég á ykkur þrjú sem eru á undan mér og kvíði ekki fyrir ellikellingu eins og þú segir. Kveðja "litla"systir
Hrönn Jóhannesdóttir, 4.12.2007 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.