1.12.2007 | 19:42
Afi er alltof feitur.... það sagði jólasveinninn.
Dóttur dóttir mín hringdi í mig í dag. Hún var dálítið óðmála. ,,Afi veistu hérna afi veistu ég hérna fór í Nettó í dag og veistu hvað?" áður en mér tókst að segja eitthvað hélt hún áfram og sagði ,,Afi veistu ég hitti þrjá jólasveina og veistu hvað? veistu hvað einn jólasveinn sagði við mig ha, veist hvað?".... Nei Margrét mín ég veit ekki hvað hann sagði. Afi jólasveinninn gaf mér appelsínu og epli og veistu hvað hann sagði ekki gefa afa þínum þetta hann er allt of feitur! Ja hérna og heyr og endemi. Hvað er eiginlega jólasveinninn að meina? ég veit ekki hvort þetta sé sanngjarnt. Vissulega er föður afi barnsins kannski með nokkur aukakíló, en come on... oft má satt kjurt liggja. En þetta er eitthvað sem ég þarf samt að ræða við ónefndan ,,vin" minn við hentugt tækifæri, guð hjálpi honum þá.
Fór svo niður á Glerártorg til þess að vita hvort ég hitti þessa óþekku jólasveina. Þeir voru á bak og burt, vissu upp á sig sökina. Mikill mannfjöldi var á Glerártorgi. Við þær aðstæður sækist manni hægt að labba í gegnum mannþröngina. Hittum þar Fríðu frænku konu minnar ásamt Hadda manni hennar og Sindra syni þeirra. Fórum og fengum okkur sæti á Kaffitorg og spjölluðum enda of sjaldan sem við hittumst, enda býr Fríða í höfuðborginni þar sem hún starfar sem arkitekt við að hanna mannvirki sem prýða borgina vítt og breytt.
Skaust síðan í Landsbankann til þess að hlusta á æskulýðskór Glerárkirkju þar sem hann skemmti með söng. Frábær skemmtun og mikið gaman. Verða að játa að ég var þó með hugann að hluta til annars staðar. Mínir menn í körfuboltaliði Þórs léku gegn úrvalsdeildarliði Fjölnis og fór leikurinn fram á heimavelli Fjölnis í íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi. Skemmst er frá því að segja að mínir menn fóru með 84-88 sigur af hólmi. Frábær sigur og liðið nú um miðja deildina með 8 stig.
Í ensku úrvalsdeildinni máttu mínir menn í Manchester City sætta sig við 1-1 jafntefli gegn einu af neðstu liðum deildarinnar Wigan. Leikurinn var háður á heimavelli Wigan. Liðið er nú í fjórða sæti deildarinnar með 30 stig.
Mun svo klárlega fara vel um mig í leðrinu í kvöld fyrir framan imbann.
Fróðleikur dagsins: Svo mikil spenna ríkti vegna leiks El Salvador og Honduras á HM 1970 að þjóðirnar áttu í stríði í þrjá daga í kjölfar hans.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi orðræða dömunnar í upphafi er hreint frábær! Hver kannast ekki við svona orðtak, þar sem allt kemur í belg og biðu beint frá hjartanu?
Veistu Páll, þegar jólin nálgast langar mig stundum heim í sveitina aftur. Einhvern veginn varð jólaundirbúningurinn svona persónulegri úti á landi, og fólk var meira beinir þáttakendur í því sem fram fór. Ef einhversstaðar var lesið upp úr bók og maður mætti til að hlusta, þekkti maður flesta. Sama var ef einhversstaðar var kaffisala eða slíkt. Ef maður vill mæta á bókaupplestur hér í borginni finnur maður sig utanveltu í hópi uppskrúfaðra trefilmenna sem tilheyra kaffihúsa- og pöbbaelítunni, og mæta ekki endilega á slíkar samkomur til að hlusta heldur til að láta bera á sér.
Einhvern tíma næ ég því kannski aftur að halda jól úti á landi. Þangað til ætla ég að leyfa mér að öfunda ykkur hin örlítið. Eigið svo góða daga framundan, bæði í veðri og jólaanda - og mundu, við erum ekki feitir, við erum hraustlegir!
Gunnar Th. (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 23:52
Þetta er vel orðað hjá þér Gunnar. Veistu ég er ekki frá því að allt of fáir geri sér grein fyrir þeim forréttindum sem því fylgir að búa í ekki of fjölmennu samfélagi. Ekki bara að maður telji sig hafa puttann á púlsinum, heldur finnur maður ilminn líka.
Páll Jóhannesson, 1.12.2007 kl. 23:59
Þeir eru skrítnir þessir jólasveinar og vita víst ansi margt. Kannski hefur þessi jólasveinn kíkt inn til þín og Margrét Birta þá verið stödd hjá þér. Mig minnir að margur jólasveinninn hafi verið ansi feitir en kannski eru þeir að rýrna núna greyin.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 2.12.2007 kl. 11:54
Já satt er það t.d. ketkrókur er nú orðin hálfgerð horrengla og aðeins brot af því sem hann var hér forðum daga
Páll Jóhannesson, 2.12.2007 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.