Leita í fréttum mbl.is

Nálgunarbann á presta.

Þessi dagur er fyrir margra hluta sakir merkilegur. Þennan dag fyrir réttum 50 árum gengu tengdaforeldrar mínir í það heilaga, blessuð sé minning þeirra heiðurshjóna sem komin eru yfir móðuna miklu. Þennan dag fyrir 50 árum var dóttir þeirra hjóna ausin vatni. Í dag heldur mín ekta frú uppá 50 ára skírnarafmæli sitt. Og enn meir af fjölskyldu frúarinnar, því móðursystir hennar frú Marta sem býr á Sauðárkrók á afmæli þennan dag, til hamingju með daginn Marta mín.                Sem sagt merkisdagur í þessari fjölskyldu konu minnar.

JólajólaLengi hefur verið stefnt að því að allt jólaskraut skuli vera komið á sinn rétta stað þegar 1. des rennur upp. Í þetta sinn þá tókst það með glans hér í Drekagilinu. Þannig að allt stefnir í að aðventan verði tekin með stæl. Tíminn mun verða nýttur til að sækja hina ýmsu menningarviðburði t.d. aðventutónleikar með Garðari Cortes sem knattspyrnudeild Þórs stendur fyrir, Frostrósartónleikar með dýfunum hinu einu sönnu. Farið verður í leikhús, horft á körfubolta og þar fram eftir götunum. Set inn hér myndir af því hvernig þetta lítur út hér í Drekagilinu. En eins og fólk getur séð á þessum myndum eru rauð jólaljós í talsverðu uppáhaldi hjá Palla. Sumir segja að ást mín á rauðu sé kannski full mikil. Nema hvað? ég valdi t.d. það hlutskipti í lífinu að vera rauðhærður og er stoltur af því. Myndirnar sem eru með þessari færslu af jólalýsingunni voru tekna 29. nóvember en þriðja myndin er tekin fyrir nokkrum dögum að morgni til. Þar er horft til suðurs inn Eyjafjörði í átt að Kaupangssveitarfjalli fyrir miðri mynd og Uppsalarhnjúk lengst til hægri.

JólalýsingVerð að játa fyrir ykkur að ég á vart orð til að lýsa undrun minni á uppátækjum VG á hinu háa Alþingi þá sérstaklega Kolbrúnu Halldórsdóttir. Jafnréttiskjaftæði hennar um kynlaus börn á fæðingardeildum er komið langt, langt út fyrir öll mörk. Er þetta enn eitt dæmið um málefna þurrð þessa fólks sem eyðir dýrmætum tíma og fjármunum í þessa fjandans vitleysu. Finnst vera löngu komin tími á að setja lög á að fólk skuli komast upp með slíkt blaður á hinu háa Alþingi. Haldi þetta fólk að ekkert sé að í þjóðfélaginu sem þarfara er að ræða, þá gæti ég gefið þeim mörg góð ráð og komið þeim á sporið. En kannski væri það ekki heldur sniðugt að fólk sem hefur í raun ekkert skynsamlegt til málanna að leggja sé látið fjalla um alvöru málefni? Almennt séð er því miður málflutningur VG með þeim hætti að ekki er hægt að taka þá alvarlega.

Morgunstund gefur gull í mundÉg samgleðst með Óðni Ásgeirssyni körfuknattleiksmanni úr Þór sem var valin í úrvalslið 1.-8. umferðarinnar. Óðinn hefur farið algerlega á kostum það sem af er móti og vel af þessum heiðri kominn. Óðinn er klárlega einn af bestu leikmönnum í dag og ætti svo sannarlega heima í A-landsliði Íslands. 

Við feðgar hlupum svo í skarðið fyrir Luka Marolt og stjórnuðum æfingu hjá 9. og 10. flokki karla í körfubolta. Luka fór suður yfir heiðar í kvöld ásamt liði Þórs þar sem þeir eiga leika geng liði Fjölnis í úrvalsdeild karla á morgun. Vonandi landa þeir sigri úr þeirri viðureign.

Veit ekki með ykkur lesendur góðir en ég, sem kristin maður er eiginlega búinn að fá nóg af því hvernig minnihlutahópar er smán saman að kúga mikinn meirihluta þjóðarinnar í málefnum kristinnar trúar. Er svo komið að blessaðir prestarnir og kirkjunnar fólk má vart nálgast skóla og dagheimili vegna þess að þeir gætu misboðið einhverjum. Er óneytanlega talsvert hneykslaður á því að sumir skólar og dagheimili vilji ekki presta inn fyrir sínar dyr. Hvað næst? nálgunarbann?

Ég óttast að ef fram heldur sem horfir þá verður þetta aðeins til að auka á fordóma gegn öðrum trúarhópum. Er sjálfur kannski aðeins í meðallagi trúaður en er að verða meir en lítið pirraður á því hvernig við sem kristin þjóð eigum endalaust að gefa eftir af okkar gildum til þess að þóknast öðrum. Spyr mig þeirra spurninga hvort fólk úr öðrum menningarheimum með ólík trúarbrögð verði ekki líka að laga sig að því þjóðfélagi sem það býr í og sýna á móti umburðarlyndi? Þetta verður jú að vera gagnkvæmt ef menn vilja vera sanngjarnir, ekki satt?

Málsháttur dagsins: Hann er ekki sjálfráður sem öðrum er háður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Jæja Palli minn. Ekki lítill pistill þetta. Þú byrjar í miklu jafnvægi en endar með gríðarlegum áramótaflugeldum. Ég fer að halda að þetta verði síðasta færsla hjá þér á þessu ári.

Ég ætla að byrja aftanfrá eins og títt er um fengitíman. Sjáðu til, við boðum umburðarlyndi og náungakærleik. Þess vegna skulum við gera öllum trúarbrögðum jafnt undir höfði. Það hefur ekki tíðkast að taka á móti Vottum Jehova eða öðrum þeim sem við köllum gjarnan sértrúarhópa á leikskólum í landinu. Þess vegna skulum við ekkert vera að gera mun á trúfélögum heldur bara láta foreldrana um þetta utan gæslutímans.

Þú ert eitthvað pirraður yfir bleiku og bláu og ekki einn um það. Þú, eins og svo margir, hefur líklega lesið um þessar umræður í staksteinum eða einherju álíka gáfulegu málgagni. Mergurinn málsins er sá Palli minn, að þessi fyrirspurn er sprottin af ekki ómerkilegri hvötum en þeim, að í þeirri jafnréttisumræðu sem dunið hefur yfir undanfarið, var niðurstaðan að bera fram þessa fyrirspurn í þinginu. Ástæðan var ekki sú sem þú greinilega heldur. Hún er tilkomin vegna þess að femínistafélginu þykir kynjaskiptingin byrja þarna og vildi fá umræðu um það. Því verður ekki móti mælt að kynjaskipting er ekki bara innan veggja heimilanna. Kannske byrjar hún með bleikum og bláum borðum uppi á fæðingadeild? Auðvitað eiga upplýstir foreldrar að ákveða sjálf, hvort og þá hvernig börnin eru merkt á fðingadeildinni en þeirra afsökun er sú sem við báðir þekkjum. Það er verið að hugsa um eitthvað annað en svona ómerkilegan hlut þegar nýtt líf fæðist. Ef til vill fá verðandi foreldrar gátlista í framtíðinni og merkja við hin ýmsu atriði. Meðal annars, hvernig á armbandið að vera á litinn?

Palli minn, flott skreyting hjá þér. Það fírar gott.

Kveðjur úr Suðursveit. Sit hérna með báða liðþófa rifna í öðru hnénu. Hefurðu heyrt söguna af afreksíþróttamanninum sem ???????

Þórbergur Torfason, 1.12.2007 kl. 03:22

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Sæll Beggi! auðvitað byrjar þú aftan frá, það er þér líkt . Ég geri það stundum sjálfur, þannig nær maður fólki upp. Þess vegna byrja ég á endinum.

Svarið við spurningu þinni er NEI.

Jólaskreytingin já ég er stoltur af henni, þú ættir að sjá hvernig er innan dyra.

Kynjaskipting byrji í bleiku og bláum, com on eigum við ekki að banna fólki að skíra börnin sín  með karl- eða kvenkyns nöfnum? Hugsa sér þú skulir heita Þórbergur klárlega karllægt nafn - eða þá líkt og með dóttir mína sem heitir Dagbjört kvenkyns nafn.... þetta er náttúrulega algert hneyksli, ekki satt? 

Staksteina les ég jú af og til en að ég hafi þá sem einhverja sérstaka fyrirmynd, Beggi minn þú ættir nú að vita betur.

Við erum kristið samfélag punktur. Er samt ekki að tala um trúboð - heldur almenna fræðslu. Ef Vottarnir vilja vera með almenna fræðslu og tala t.d. um af hvers vegna við höldum jólin, þá væri mér slétt sama.

Þetta með fengitímann - þegar minn fengitími stóð yfir þá fannst mér ég alltaf byrja á byrjuninni. En það er kannski ekki að marka, enda þætti ég lélegur ,,hrútur" og væri löngu búið að slá mig af.

Nei! Beggi minn þú getur bölvað þér upp á það að þetta var og verður ekki seinasta bloggfærslan á árinu, nema ég detti niður dauður strax í dag.

Að lokum, Þetta verður undantekningin sem sannar regluna og ég enda á endinum og sendi þér hlýjar kveðjur í hina fögru Suðursveit. Ég er þá hræddur um að við væru flottir saman þú haltur á öðrum og ég á báðum.

Páll Jóhannesson, 1.12.2007 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband