13.11.2007 | 14:51
Ráðherra- og húsfriðunarnefndar klúður, ljót bremsuför.
Nú krefst ég þess að Íslenska ríkið greiði eigendum Hafnarstrætis 98 skaðabætur í beinu framhaldi að þessari ákvörðun. Ef húsfriðunarnefndin hefur yfir peningum að ráða þá ætti hún að greiða bætur. Í rúm 20 ár hefur staðið til að rífa þetta forljóta og handónýta hús en húsfriðunarnefnd tók ekki við sér fyrr en eftir að leyfi var gefið til að rífa húsið. Ef eitthvað réttlæti er til þá mega skaðabætur, sem klárlega líta dagsins ljós ekki á nokkurn hátt lenda á Akureyrarbæ. Því næst á að taka rækilega til í húsfriðunarnefnd og fá hæft fólk sem vinnur verk sín í réttri forgangsröð. Þá hefur það vakið athygli að menn sem þykjast friðunarsinnar og hafa lýst því yfir að það væri ekki mikið mál að gera húsið upp. Af hverju stigu þeir ekki fyrr upp? biðu þeir eftir því að fá húsið fært á silfurfati og þegið styrki til þess að endurbyggja húsið? Ég er nokkuð viss um að nú standa þeir upp og segja ,,ef ég fæ húsið fyrir slikk þá skal ég sjá um endurbætur og þiggja svo eftir á styrki fyrir framlag til friðunar" Ég veit ekki með ykkur en ég er orðlaus. Mér finnst nú eins og húsfriðunarnefnd ásamt Menntamálaráðherra skilja eftir sig ljót bremsuför, sem seint verða þvegin af. Málsháttur dagsins: Skömm og skaði skiljast sjaldnast að. |
Þrjú hús friðuð á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér Palli. Hvað er eiginlega að þessari nefnd ? Er allt í lagi að henda peningum í sonalagað og hverjir borga?
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 13.11.2007 kl. 17:52
Ég er orðlaus yfir þessu máli, algerlaga sammála hverju orði Palli. Þarna held ég að ráðherra hafi látið einhverja kaffihúsa spjátrunga úr Reykjavík villa sér sín. Það er eins og skipulagsyfirvaldið á Akureyri sé komið til húsafriðunarnefdar. Það versta er að skipulagið er sett á ís og öll uppbygging í miðbænum einnig.
Ég legg til að húsið hýsi höfuðstöðvar húsafriðunarnefdar og hún verði flutt í heilu lagi til Akureyrar. Nefndamenn geta þá upplifað dýrðina sem húsinu fylgir.
Kveðja frá Florida
Guðmundur Jóhannsson, 14.11.2007 kl. 02:35
Sæll Palli minn... hjartanlega sammála... Við erum bara nánast blóðtengdir í skoðunum enda fékk ég lánað mynd frá þér í minn pistil um málið.
http://www.skrifa.blog.is/blog/nenni/entry/363543/
Fann hana reyndar með Googli en sá svo hvaða hún var og fannst það ekkert verra. Ætlaði fyrst að nota mynd af HA en það hefur náttúrulega engum vitibornum manni dottið í hug að mynda þetta kofaræksni síðan löngu fyrir tilurð internets svo það fannst engin nothæf.
Kv. í húsfriðaðan Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 14.11.2007 kl. 03:35
Sæll Mundi! Upp kom eitt mál inná borð hjá Fúsa Helga sem við erum að vandræðast með en vitum að þú býrð yfir þeim upplýsingum sem okkur vantar, gætir þú haft samband við Fúsa eða gefið okkur símanúmer til að geta náð í þig.
Já þetta með Hafnarstræti 98 er einn risastór en sorglegur brandari.
kv í sólina
Páll Jóhannesson, 14.11.2007 kl. 12:33
Nú er ég ekki inni í skipulagsmáli ykkar en ég var að skoða þessar tvær myndir af götunni önnur í svart/hvítu og hin ný. Ég er sammála því að húsið lítur ekki vel út, en ég er á því að heildarmynd götunnar þarna megin stórskaðist ef þetta hús fer og í staðin kæmi steinkumbaldur. Svo er það allt annað mál hvar peningarnir verða teknir í þetta. Akureyrarbær er einn af fáum stöðum á Íslandi sem getur haldið þessum rótgróna sjarma í útliti og er örugglega ekki síst fyrir það vinsæll!
En ég er ekki alveg að skilja afhverju þetta er þér svona mikið hitamál og einnig þeirra sem kommenta hjá þér?
Edda Agnarsdóttir, 14.11.2007 kl. 17:06
Vinnubrögðin fyrst og síðast pirra mig. Til hefur staðið í nærri 20 ár að rífa húsið. Nú svo í annan stað finnst mér það ekki í neinu samræmi við hin húsin. Svo get ég sagt þér það að ég er búin að sjá vinnuteikningu af húsinu sem átti að koma og það er snilld. Þar er ekki á ferð ,,einhver" steinkumbaldi himinhár og ljótur heldur vel lagað að umhverfinu. Það hús var hannað í samræmi við núgildandi miðbæjarskipulag, en ekki gamli hjallurinn. Ef húsfriðunarnefndin hefði vaknað upp af sínum þyrnirósarsvefni áður en málið gekk svona langt þá hefðu hlutirnir horft öðru vísi við. Úr því sem komið er þá held ég að best væri að flytja höfuðstöðvar þessara nefndar hingað í bæinn og hafa höfuðstöðvarnar þarna eins og Mund vinur minn benti á.
En menn greinir á og ekki allir á eitt sáttir. Ég t.a.m. rífst heiftarlega við vin minn um þessi mál reglulega. Hann t.d. fékk þá stór snjöllu hugmynd að flytja Náttúrugripasafn bæarins í húsið, eins gáfulegt og það nú er, því í ef eldur kæmi upp þá er svona hús fljótt að fuðra upp.
kv Palli
Páll Jóhannesson, 14.11.2007 kl. 17:21
Eins og ég segi þetta eru erfið mál. Kom aldrei til greina að flytja húsið á annan stað? Þið eigið kannski ekkert Bráðræðisholt eða Árbæjarsafn?
Edda Agnarsdóttir, 14.11.2007 kl. 18:21
Edda mín! fólk vill varðveita götumyndina og það yrði ekki gert með því að henda þessu niður á öðrum stað Við munum sitja uppi með húsið og þá er bara vona að það verði gert upp og því fundið þá eitthvert hlutverk sem hægt verður að sætta sig við. En ég vona svo innilega að skaðabótamál sem að líkindum þarf að greiða, muni lenda á ríkinu/húsafriðunarnefnd þar sem þeir breyttu atburðarrásinni löngu eftir að tíminn var útrunninn.
Páll Jóhannesson, 14.11.2007 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.